5.4.2010 | 12:18
Heit frönsk sveitakæfa með sveppasósu og rúgbrauði
Þetta er ljúffengur matur, borið fram með köldu hvítvíni eða góðu rauðvíni. Þetta er algjör stemmnings matur og gaman að bera á borð fyrir góða gesti. Það eru til ýmsar útfærslur á sveitakæfu. Ég fékk uppskrift hjá vinkonu og svona endaði þetta hjá mér.
Frönsk sveitakæfa
- 400 g svínahakk
- 400 g svínalifur og spekk (2:1, 2 hlutar lifur, 1 spekk)
- 100 g beikon
- 1 egg
- 1 msk hveiti
- 1/4 l rjómi
- Salt
- Pipar
- Krydd, t.d timian
- 1 dl haframjöl
- 1/2 laukur
- 1-2 rif hvítlaukur
Ég kryddaði með lamba kryddblöndu frá NOMU, sem í var m.a cumin, timian, rósmarín ofl.
Öllu blandað saman í skál, ég notaði hendurnar. Látið standa í ísskáp í klst eða svo. Setjið í smurt eldfast mót og inn í ofn í klst á 180°. (Gæti þurft að vera lengur í ofninum þó). Hafið vatn í ofnskúffu í ofninum á meðan þið eldið kæfuna.
Berið fram með sveppasósu, rúgbrauði, súrum gúrkum og rauðbeðum.
Sveppasósa
- 1 box sveppir
- 1/2 L rjómi
- 2 msk hvítlauksrjómaostur
- Smá hvítlaukur
- Salt
- Pipar
- Timian
- Smjör
- Sósujafnari
Steikið sveppi upp úr smjöri og smá hvítlauk. Bætið við rjóma og rjómaostinum. Kryddið. Látið malla, þykkið með sósujafnara. Ef þið eigið koníak er gott að setja smá skvettu út í, eða smá skvettu af hvítvíni.
Það vantar alveg löðrandi rjómalöguðu sveppasósuna og íslenska smjörið á rúgbrauðið á þennan disk!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)