Píta með heimagerðu kindabuffi

Jæja, ég er hætt að kaupa tilbúið hakk, þetta er svo miklu betra þegar maður laushakkar sjálfur.  Kannski aaaðeins dýrara.... þannig að kannski EKKI alveg hætt að kaupa það tilbúið í einhverjum tilfellum.

Ég er með mjög aumingjalegan hakkara, en það þarf enga svaka græju í svona verk.

Nú var ég með kinda file sem ég hakkaði.

Píta með kindahakki og pítu-jógúrtsósu

Buffið

  • 1 kinda file
  • Lamb rub frá NOMU
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt og svartur pipar
  • 2 msk  ólífuolía

Allt hakkað saman

Sósan

  • Pítusósa
  • Ab mjólk
  • Nomu lamba rub
  • Salt og pipar

Hlutföll af pítusósu og ab mjólk er ca 50/50 eða bara eftir smekk.

Meðlætið

  • Agúrkur
  • Tómatar
  • Fetaostur
  • Salat
  • Rauðlaukur
  • Pítubrauð eða tortillkökur

 

 kindahakk píta

www.soffia.net

 


Bloggfærslur 28. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband