Mér áskotnaðist gömul Gestgjafablöð. Það var gaman að rifja upp tíðarandann. Blöðin eru frá ca árunum 1980-1990. Það sem ég tók fyrst eftir, fyrir utan hina ódauðlegu ´80 tísku voru ljósmyndnar. Þær voru greinilega lítið fótósjoppaðar, fremur daufar og DOF ekki komið í tísku eins og er allsráðandi í matarblöðum í dag. (svona þar sem partur af myndinni er skýr og t.d bakgrunnur úr fókus)
Hvað uppskriftir varðar þá hefur svo sem ýmislegt breyst en það kom mér reyndar á óvart hvað matarúrvalið var þó fjölbreytt. M.a auglýsing með Rajah, indversku kryddin sem eru svo góð.
Þríhyrnt skorið ristað fransbrauð var mjög í tísku...klassík.
Í réttinum hér að neðan er hvítlaukurinn og vorlaukurinn sem bakast með kjúklingum afbragð.
Ofnbakaðar kjúklingabringur með grænpipar-sveppasósu og krydduðum kartöflubátum
Kjúklingur:
- Kjúklingabringur
- Vorlaukur, slatta!
- Hvítlaukur, slatta!
- Dijon sinnep
- Salt
- Pipar
Bringur klofnar til helminga (þannig að þær verða helmingi þynnri). Kryddaður með salti og pipar og smá smá pínu oggupons af dijon sinnepi. Settar í eldfast fat ásamt ólífuolíu, hvítlauksgeirum (afhýddum) og semi smátt skornum vorlauk. Eldað á 200°c þar til bringurnar eru eldaðar í gegn.
Sósa:
- Sveppir (ca 1 box)
- Shallot laukur , 2-3 stk
- Rjómaostur með svörtum pipar, 1 lítil dolla
- Græn piparkorn, 2-3 msk
- Smjör, 2-3 msk
- Vorlaukur, lúka eða svo
- Hvítlaukur, eftir smekk
- Mjólk, 1 dl ca
- Hálfur hænsna teningur
- Sósujafnari
Kartöflur:
- Kartöflur
- Salt
- Pipar
- Krydd (ég notaði gyros krydd frá Tiger)
- ólífuolía
Skerið kartöflur í báta, kryddið og dreypið olíu yfir. Bakið í ofni við 200°c þar til crispy gullinbrúnar og eldaðar í gegn. Rótið í þeim reglulega.
www.soffia.net