Borðstofuborðið sprakk í tætlur, vægast sagt.

Mitt ástkæra borðstofuborð sprakk með miklum hvelli í trilljón skriljón mola fyrir helgi.  Brotin þeyttust um öll gólf með miklum látum. Þau þeyttust um allt og skemmdu skápa, parket, stólana og kommóðu.

hert gler

 

tempered glass

Þetta gerðist daginn fyrir heimaskírn.  Þannig að megnið af deginum fór í þrif en ekki matargerð og bakstur.  En ég á svo góða að og mínir nánustu hjálpuðu til við bakstur.  Það hefði verið magnað ef þetta hefði gerst í skírninni sjálfri með öllum kræsingunum ofan á, svona um það leyti sem presturinn hefði sagt, friður sé með þér....

Borðið var úr hertu gleri og ég þori ekki að fá mér aðra glerplötu eftir að hafa upplifað þetta.  Ég og systir mín stóðum og sátum við  borðið án þess þó að koma við það þegar það sprakk.  Mildi var að ekki urðu slys á fólki og að dóttir mín var örugg í vagninum sínum, fjarri öllu.

 

Nú er að fara á stúfanna og leita að nýju borðstofusetti og vígja það svo með góðri matarveislu.


Bloggfærslur 24. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband