23.3.2010 | 13:09
Skírnarkaka - Páska hátíðarterta
Það hefur verið breyttur lífstíll undafarið, en fyrir stuttu eignaðist ég litla yndislega stelpu. Við skírðum hana um helgina og í tilefni þess bökuðum við systir mín skírnartertu. Eftir miklar pælingar og leit að hugmyndum á veraldarvefnum duttum við niður á að hafa einfalda tertu klædda marsípani. Systir mín hannaði nokkrar marsípan fígúrur sem við svo bjuggum til úr marsípani.
Hér fyrir ofan er prufutertan. Við ákváðum svo að hafa tvær kökur, en ekki stalla og nota önd og mörgæs.
Við notuðum Wilton matarliti til að lita marsípanið, mjög góðir. Marsípanið sem fór á kökuna sjálfa lituðum við ekki.
Við gerðum tvær kökur, tveir botnar á hvora köku. Önnur var með perum og hin jarðaberjum. Við bleyttum í botnunum með vökvanum úr niðursoðnu jarðaberjunum sem fór með jarðaberjafyllingunni og niðursoðnu perunum með perufyllingu.
Fylling er þeyttur rjómi með gróft muldu nóakroppi og toblerone og muldum marens, ásamt gróft skornum jarðaberjum annars vegar og perum hinsvegar.
Marsípanið rúlluðum við þunnt út, til að þekja eina köku þarf um 750 g af marsípani.
Svo mætti þekja hana með rjómakremi eða öðru góðu kremi í staðin fyrir marsípanið.
Ég mæli með euro shopper marsípaninu frekar en first price, því first price er grófara og dekkra.
Matur og drykkur | Breytt 27.3.2010 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)