19.2.2010 | 17:01
Miðjarðarhafssamloka
Það má láta hugann reika til Miðjarðarhafsins þegar maður dúllar sér við að búa til þessa samloku.
Miðjarðarhafssamloka
- 3 msk smjör eða olía (og smá fyrir paprikuna)
- 1 laukur, skorinn í hringi
- Salt og pipar
- Smá sykur
- 1 paprika
- Hummus, 3-4 msk
- Gott gróft brauð
- 1 blað af Romaine salati eða annað gott salat
- Nokkrar sneiðar agúrka
- Fetaostur, án eða í kryddolíu.
Hitið olíu eða smjör á pönnu og brúnið laukinn, saltið, piprið og sykrið og látið malla þar til laukurinn verður mjúkur.
Takið frá 5-8 hringi til að setja á samlokuna, geymið restina.
Það gerið þið með því að skera papriku gróft niður í báta, setjið í eldfast mót, dreypið yfir ólífuolíu, salti og pipar og setjið í ofninn á grill þar til skinnið á paprikunni verður pínku svart. Takið hana úr ofni, setjið í skál og lokið með plastfilmu í korter. Þannig losnar hýðið auðeldlega frá þegar hún kólnar.
Setjið hummus á brauðsneiðarnar, setjið svo salat, tómata, lauk, gúrku og grilluðu paprikuna á sneiðina. Dreifið fetaostinum ofan á og lokið með hinni sneiðinni.
Það er hægt að gera einfaldan hummus með að setja kjúklingabaunir, ólífuolíu, slatta af salt, smá hvítlauk og pipar í blender og mauka.
