23.11.2010 | 15:57
Ofur tapaskvöld
Við elduðum með vinum okkar nokkra tapas rétti, þau nokkra og við nokkra. Úr varð mest awesome tapas dinner sem ég hef fengið lengi. Fyrir utan það að allir réttirnir voru sjúklega bragðgóðir þá harmóneruðu þeir svo vel saman. Maður gat vaðið úr einum rétt í annan og blandað þeim öllum saman og þannig búið til nýtt bragðlaukasamsetningakítl.
Við keyptum Manchego ost, það er snilldar snilldar sniiilldar ostur, og með sýrópi og valhnetukjörnum þá er hann bragðlauka gleðigjafi.
Það sem var boðið upp á var:
- Manchego með sýrópi og valhnetukjörnum
- Gazpacho
- Aspas með myntusmjöri
- Humar með sweet chili sósu og mangó bitum
- Djúpsteiktur saltfiskur
- Hráskinka
- Baguette
Manchego með sýrópi og valhnetukjörnum
- Manchego
- Valhnetukjarnar
- Sýróp
Skerið ostinn í þunnar sneiðar og dreyfið yfir smá sýrópi og valhnetukjörnum. Fleiri uppskriftir síðar, þar á meðal saltfiskur í bjór-batter.