1.11.2010 | 15:00
Sunnudagsmorgun - sauvignon og parmigiano reggiano
Hvað gerir maður á sunnudagsmorgni þegar aðrir fjölskyldumeðlimir sofa og maður veit að maður hefur tvær klukkustundir út af fyrir sig, fer maður að vaska upp, setja í þvottavél, skúra baðið...eða sest maður í hvíta rauðvínsstólinn sinn með ískalt Vicar´s choise Sauvignon Blanc og parmigiano reggiano og skemmtileg matarblöð og bækur...check!
Ég fékk lánaða svo skemmtilega bók hjá vinkonu sem heitir Gastronomique. Það er mjög gaman að glugga í þá bók (sérstaklega í rólegheitum með Sauvignon Blanc og parmagiano reggiano)
Ef ég hefði átt Manchego ost þá hefði ég fengið mér hann líka með smá sýrópi og valhnetum. Ef þið viljið fræðast meir um Manchego þá er þessi síða eingöngu um þann ost :)
- - -
Vicar´s choice, Marlborough, Nýja Sjáland, 2009, Sauvignon Blanc.
Virkilega ferskt og gott vín, sítus, smjör, ljúft, svolítið sætt. Ætla að kaupa það næst þegar ég verð með krækling.
- - -
EN svo tekur raunveruleikinn við og maður fer í hádegis matargerð og þrif. En þá er maður líka endurnærður og búin að skipuleggja næsta matarboð sem á að verða með óhefðbundnu sniði eitthvert laugardagshádegið á næstunni.