8.1.2010 | 13:59
Indónesískur karríréttur með kjúkling
Þessi réttur kom skemmtilega á óvart. Ekkert rosa fancy, en mjög bragðgóður og einfaldur í eldun. Öllu slengt á pönnu og látið malla í smá stund.
Ef þið eigið wok þá er það upplagt, ef ekki þá er venjuleg panna málið.
Indónesískur karríréttur með kjúkling
Marinering
- 1 msk hunang
- 2 msk soya
- 2 msk karrí de lux
- 1 msk tómatsósa
---
- Kjúklingabringa, skorin í munnbita
- Hálf rauð paprika
- Ferskt engifer
- Hvítlauksrif
- Ferskur rauður chile eftir smekk
- Salt
- Vorlaukur
- 2 egg, skrambled
- Soðin hrísgrjón (2-3 dl eða svo)
Skerið kjúklinginn í bita, og marinerið. Ég marineraði ekki nema í 2 mínútur...
Steikið kjúklinginn, bætið við á pönnuna papriku, vorlauk, hvítlauk, engifer, chile og soðnum hrísgrjónum. Skramblið egg á annarri pönnu og bætið við. Saltið eftir smekk.
Borið fram með Thai sweet chili sauce.
Þessi réttur er þannig að það má nota það sem til er í ísskápnum af grænmeti.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)