6.1.2010 | 13:35
Naan brauð - pizzabotn
Bjó til naan brauð sem var alveg ágætt, doldið þétt. Svo notaði ég afganginn af deiginu daginn eftir í pizzabotn og það virkaði ansi vel. Deigið var mjúkt og auðvelt var að rúlla því þunnt út í pizzabotn.
Naan brauð
- 100 ml mjólk
- 1 msk sykur
- 5 g þurrger
- 300 g hveiti
- 1/2 - 1 tsk salt
- 1 tsk lyfitduft
- 2 msk olía
- 100 g ab mjólk
- 1 eggjahvíta
- Setjið ger, sykur og volga mjólk í skál og látið gerið leysast upp í ca 10 mín.
- Blandið rest saman við og hnoðið. (Bætið við hveiti ef deigið er of blautt)
- Látið hefast í amk klst á hlýjum stað.
- Skiptið deiginu í ca 6 kúlur og fletjið þær út frekar þunnt.
- Bakið í 5 - 8 mín við 270°
- Dreypið bráðnuðu smjöri með hvítlauk, salti og fersku kóríander yfir brauðin.
Næst ætla ég að prófa þessa uppskrift
Naan
- 450 g hveiti
- 2 eggjahvítur
- 1 msk olía
- 1 1/2 tsk sykur
- 2 bollar jógúrt
- 1 tsk salt
- 1 1/2 bolli vatn, eða eftir þörf...
- Blandið öllu saman með eins miklu vatni og þarf, hnoðið vel.
- Látið deigið standa í 6-8 klst. Skiptið því niður í kúlur og fletjið þunnt út.
- Bakið við 300° í nokkrar mínútur.
NB: 1 bolli er 2,4 dl
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)