30.9.2009 | 13:25
Beikonvafðar döðlur með ferskum mossarella
Ég átti til döðlur og þá rifjaðist þessi uppskrift upp fyrir mér. Klassískur pinnamatur og einfaldur.
Beikonvafðar döðlur
- Steinalausar döðlur
- Mossarella ostur
- Beikon
Steikið beikon á pönnu, en ekki svo það verði stökkt því við viljum hafa það mjúkt til að geta vafið þvi utan um döðlurnar.
Gerið vasa á döðlurnar, fyllið þær með litlum mossarellbita, vefjið steikta beikoninu utan um, stingið í tannstöngli til að halda þessu saman (en þó ekki úr plasti ef þið stingið þessu inn í heitann ofn).
Setjið i eldfast mót eða raðið í ofnskúffu eða eitthvað og inn í ofn í nokkrar mínútur.
www.soffia.net