Grísasnitsel með Peru chutney

Bauð í hið sívinsæla Raclette, sem klikkar aldrei, sérstaklega því að Raclette osturinn bráðnar upp í manni (og á Raclette grillinu)

Ég er fremur hefðbundin þegar kemur að Raclette, lamb, kind, naut, humar....  Kindin finnst mér alltaf jafn lungamjúk og bragðgóð.  Elduð svona medium rare - rare.

En ég prófaði nýtt á grillið núna.  Grísasnitsel.  Það var búið að hamra sneiðarnar í vel þunnar sneiðar, sem ég svo skar niður þannig að hver sneið var 3-4 munnbitar.  Þetta saltaði ég og pipraði áður en sneiðin fór á Raclettið.

Og með þessu var peruchutney sem ég fékk að gjöf frá bændunum á Hálsi í Kjós.  En Lisa býr til  allskonar chutney og sósur sem hún selur í Matarbúrinu.

En svo er hægt að gera sitt eigið chutney, en ég verð að segja að Peru chutney fer afskaplega vel með grísasnitsel. (Og eflaust grísakótilettum líka).

Peru chutney

  • 1.5 kg perur
  • 2 epli
  • 2-3 laukar (spurning að hafa það rauðlauk)
  • 500 g rúsínur (mætti prófa döðlur í staðin fyrir rúsinur)
  • 1 tsk cayenne pipar eða ferskur chile (magn eftir styrkleika hans)
  • 1 tsk engifer (duft)
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk kanill
  • Safi úr tveim sítrónum
  • 450 g púðursykur
  • 570 ml hvítvíns edik (eða annað edik)

Afhýðið og skerið niður perur, epli og lauk.  Pressið hvítlauk og saxið ferska chile-inn smátt ef þið notið hann í stað cayenne pipars.

Setjið allt á pönnu og hrærið vel í með trésleif

Fáið upp suðu, hrærið reglulega í.  Lækkið hitann og látið malla í 2 klst þar til þetta er orðið hæfilega þykkt.

Setjið í hreinar krukkur með góðu loki.

Svo er bara um að gera að leika sér með svona uppskriftir. Kóríander, fennel eða cumin gæti verið gott með perum og rúsínum (eða döðlum).  Svo má nota muscovado sykur í stað púðursykurs.

www.soffia.net


Bloggfærslur 16. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband