16.7.2009 | 13:58
Þegar EKKERT er til þá er samt alltaf eitthvað til..
Kannist þið ekki við þessa setningu þegar þið opnið ísskápinn eða eldhússkápana og segið "það er ekkert til". En ég hef yfirleitt staðið mig að því að það er alltaf eitthvað til og oftar en ekki endað með dýrindis máltíð í þessum aðstæðum.
Eitt af því sem til varð þegar ekkert var til er þessi svakalega góði forréttur sem sló í gegn síðla kvölds er gesti bar að garði.
Ég á eiginlega alltaf tortilla kökur í frysti, þið vitið, svona mexíkóskar burritos kökur.
Tortilla með því sem er til
- Tortilla kaka
- Tómatur
- Fedaostur í kryddlegi
- Brauðostur
- Rauðlaukur
- Salt
- Pipar
Hitið pönnu og setjið tortilla kökuna á pönnuna . (Þessar kökur eru mjög fljótar að þiðna á pönnunni beint úr frystinum, þiðna yfirleitt þokkalega á meðan þið takið til áleggið). Leggið nokkrar sneiðar af brauðosti á kökuna, þvínæst tómata, fetaost, rauðlauk, salt og pipar. Hitið þar til kakan sjálf er orðin heit og brauðosturinn bráðnaður.
www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)