8.5.2009 | 14:35
Ýsa með skyri
Þetta verður til þess að við borðum hægar, fjölbreyttari fæðu og njótum matarins. Það er auðvitað ekki á allra manna færi að haga matartímanum sínum svona. Og plús það þá er matur áhugamál á okkar heimili og við höfum gaman að þessu og svo eigum við ekkert sjónvarp þannig að þetta er það sem við dundum okkur við, Top Chef - LIVE :P
Fyrr í vikunni þá hentum við í sitthvorn réttinn. Borið fram með Chardonnay frá Gallo og Slowblow. Þeir hituðu eitt sinn upp fyrir Blonde redhead og það eru með minnisstæðustu tónleikar sem ég hef farið á. Bæði böndin hrikalega góð á þessum tónleikum.
Ég gerði fiskrétt sem var mjög góður (5 M)
Austurlensk ýsa með austurlenskri skyrsósu
- Ýsa
- Gulrætur
- Kúrbítur
- Hvítlaukur
- Púrra
- Thai sweet chili sauce
- Kókósmjólk
- Red curry paste
- Salt
- Pipar
- Rice paper (Hríspappír)
Grænmeti steikt á pönnu, fiskur skorin í litla bita og steiktur með grænmeti. Saltað og piprað. Red curry og kókósmjólk bætt við ásamt Thai sweet chili sauce og látið malla í smá stund.
Hitaði vatn í potti. Rice paper settur einn í einu í vatnið í hálfa mínótu eða svo. Takið hann upp úr og látið leka af honum mesta vatnið. Fyllið hann með ýsu karrí sullinu og rúllið honum upp, svona svipað og vorrúllu.
Skyrsósa
- Hreint skyr
- Smááá hvítlaukur
- Salt
- Púrra, smátt skorin
- Thai sweet chili sauce
Öllu blandað vel saman.
Borið fram með Vistamar, sauvignion blac frá Chile.
Kærastinn bjó til kjötbollur í súrsætri sósu. Klassískur réttur og heppnaðist mjög vel.
- Grísa og nautahakk
- Laukur
- Púrra
- Hvítlaukur
- Salt
- Pipar
- Ungversk paprika
- Egg
Öllu blandað vel saman og búið til bollur sem voru steiktar.
Súrsæt sósa
- Tómatsósa
- Vatn
- Thai sweet chili sauce
- Hvítlaukur
- Púrra
Allt í pott og látið malla. Bollurnar settar út í pottinn með súrsætu sósunni í nokkrar mínótur áður en þetta var borið fram. Skreytt með sýrðum rjóma.