Réttur í anda Wagamama

Einn af okkar uppáhalds í Köben er Wagamama.  Ég datt niðrá bók með uppskriftum frá Wagamama og tók niður eina sem hljómar eins og sá réttur sem okkur fannst hvað bestur.

Yaki soba

  • 110 g Soba, eða udon núðlur
  • 2 msk Yakisoba dip
  • 1 laukur
  • 4 vorlaukar
  • Ferskur chile pipar
  • Hvítlaukur
  • Lúka af baunaspírum
  • 15 litlar ræjur, eldaðar
  • 2 msk matarolía
  • 1 Kjúklingabrjóst
  • 1/2 rauð paprika
  • 1/2 græn paprika
  • 2 egg, hrærð saman
  • 25 g sultað engifer
  • 1/2 tsk ristuð sesamfræ

Kjúklingur og paprikur steikt, svo koma núðlur og rest og látið malla smá. Hrærðu eggin út í og eldað það til þau eru tilbúið.  Bætið svo við sultuðu engifer og ristuðum sesamfræum þegar þið berið réttinn fram. Gott að steikja og þurrka skallot lauk og hafa með þessum rétti.

Ég er ekki viss um að Yakisoba sé til í búðum en það má búa hana til og það gæti hljómað einhvernvegin svona.

Yakisoba dip

  • 1/2 msk
  • Ostrusósa
  • 1-2 msk Soya
  • 4-5 msk sykur
  • 1 msk Mirin
  • 1/2 msk Sake
  • 1 msk hunang
  • 1 msk sesamolía
  • chili flögur.

Öllu hrært vandlega saman.

www.soffia.net

 


Bloggfærslur 12. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband