11.5.2009 | 15:30
Tapas bar í strætó
Sjáiði ekki fyrir ykkur stemmarann í vagninum? Þetta myndi örugglega auka kúnnahópinn.
Afhverju fékk ég þessa awesome hugmynd. Nema hvað, ég gerði nokkuð sem ég hef ekki gert í 10 ár! Ég tók strætó! Eina sem ég gæti hafa gert vitlaust er þegar hvítur miði prentaðist út úr einhverri dollu. Á maður þá semsagt að taka þennan miða? Jæja, ég gerði það ekki, heldur bara horfði vandræðaleg á miðann og bílstjórann til skiptis, og engin sagði neitt þannig að ég gekk bara inn í vagninn...án miðans. (Í gamla daga þá spurði gaurinn alltaf... "Skiptimiða?" Var þetta semsagt skiptimiðinn?)
Það voru ekki margir í strætó, kannski 3-4 og engin sagði neitt og engin í stuði. Held að sagan hefði verið önnur ef við hefðum staðið við tapas barinn í góðu tjilli.
Nema hvað, ég held ég eigi eftir að nýta mér þennan samgöngumöguleika aftur. Þetta var áreynslulaust.
Þetta gæti verið einn rétturinn á tapas barnum í strætó. Ekki að ég sjái samt fyrir mér útigrillið í strætó. Þetta má líka grilla fyrirfram og bera fram kalt, og virkar eflaust líka vel að grilla þetta á grillpönnu.
Grillað Hot Capicola salami
Skerið í þunnar sneiðar og grillið á báðum hliðum. Nokkrar mínútur á hvorri hlið.
Það er mjög gott að setja hinar og þessar salami eða pulsur í þunnum sneiðum á útigrillið.
Matur og drykkur | Breytt 12.5.2009 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)