19.4.2009 | 19:20
Heima(gert) er bezt
Var að búa til pastadeig og ricotta ost. Tók 5 mínútur að gera pastadeig. Egg og hveiti. Og hálftíma að gera ricotta ost. Mjólk og safi úr sítrónu. Svo bjó ég til ricotta fyllt ravioli. KVISS BANG BÚMM!
Eina sem vantaði þegar sest var til borðs voru góðir vinir til að njóta þessarar snilldar máltíðar með okkur og kannski nýbakað baguette. Jú og uppþvottavél því eldhúsið er í rúst...
Pastadeig
- 300 gr hveiti
- 3 egg
Hrært saman í mixer í hálfa mínútu og svo smá í höndunum (1 mín.)
Ricotta ostur
- 4-5 dl mjólk
- 1 sítróna
Hitið mjólk að suðu, bætið út í safa úr einni sítrónu. Takið pott af hellu, setjið lok á pott og látið standa í u.þ.b hálftíma. Sigtið svo vökvann frá í gegnum viskastykki, þá situr osturinn eftir í viskastykkinu.
Ravioli með ricottafyllingu
- Pastadeig
- Ricottaostur
- Parmigiano Reggiano
- Salt
- Pipar
- Smá rifinn sítrónubörkur
- Ólífuolía
Fletjið út pastadeig þunnt. Hrærið saman ricotta ost, parma ost, salt, pipar og smá fínt rifinn sítrónubörk. Setjið ca 1-2 tsk af ostamixi á útflatt pastadeig, penslið með einu hrærðu eggi (eða bara rauðunni).
Og þetta var svo feeerskt og gott að það þurfti enga sósu með þessu, bara dreypa ólífuolíu yfir, smá ferskum parmigiano, salti og pipar. Svo fer balsamik sýróp vel með þessu.
Þetta er nú engin beginners lýsing á hvernig gera skal ravioli en það má finna fullt um það á youtube. Til dæmis þessi amma hér.
Amma býr það til í höndunum en ég mæli nú alveg með matvinnsluvél.
Ég á reyndar ekki pastavél þannig að ég notaði kökukefli.
Of svo má skera þetta með því sem ykkur dettur í hug ef þið eigið engan hringlóttann skera, og þess vegna bara hníf eða pizzaskera og hafa koddana ferkantaða.
Farin í uppvaskið, SKÁL! Sx
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 13:11
Kartöfluræktun út á svölum
Maður þarf ekki að eiga garð eða búa upp í sveit til að rækta kartöflur. Það má rækta fína uppskeru út á svölum. Ég setti niður kartöflur í gær. Setti mold í svarta plastpoka (svona í 1/3 af pokanum ca) Stakk þremur kartöflum ofan í hvern poka og svo er bara að bíða. Svo bætir maður á mold smám saman fram á sumar.
Það má endalaust google-a hvernig þetta er gert.
Hér er video sem sýnir hvernig Jamie og vinur hans gera þetta.
Einnig hægt að rækta þær í hjólbörðum eins og sjá má hér
Og hér er ein aðferð í viðbót
Hér er uppskrift af réttinum sem ég gerði í gær, virkar sem aðalréttur, meðlæti eða forréttur. Vinir okkar gáfu okkur ofur karftöflur frá þykkvabænum sem við elduðum úr í gær, og svo setti ég niður þrjár af þeim, hlakka til þeirrar uppskeru.
Kartöflur og hvítvín með sítrónu
- Kartöflur
- Hrísgrjón (soðin)
- Blandaðar hnetur og fræ, Salatblanda (fæst í pokum út í búð)
- Hvítlaukur
- Engifer
- Sítróna
- Salt
- pipar
- Sýrður Rjómi
- Brauðostur
- Graslaukur
Skerið kartöflur í tvennt og bakið í ofni þar til ready og sárið komið með fallega brúna húð. Þegar þær eru til hreinsið þá af húðina sem myndaðist og skafið svo kartöfluna úr hýðinu, án þess þó að skemma hýðið því við setjum fyllinguna svo ofan í hýðið.
Bræðið smjör í potti. Bætið við engifer, hvítlauk og soðnu hrísgrjónunum og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið hrísgrjónum í skálina með kartöflum. Hrærið saman við hnetunum og fræjum, skvettu úr sítrónu og smá sýrðan rjóma. Salt og pipar.
Setjið mixið aftur í kartöfluhýðin, dreifið rifnum osti yfir og bakið í ofni á grilli þar til osturinn bráðnar. Að lokum skreytti ég með ferskum graslauk sem er algjört möst.
Þessi réttur var borin fram með Chardonnay með sítrónusneið í litlu glasi.
kv, Soffía
Matur og drykkur | Breytt 20.4.2009 kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)