me me með meðlæti

Keyptum naut og kind í gær, entrecode og file.   Nautið var fremur seigt, en þú hefðir getað logið að mér að kinde file-ið væri naut.  Ég meðhöndlaði það sem það væri nauta file, kryddaði það með góðu steikar pipar kryddi og steikti það bara rare, og það var svo tender og gott.  Ekki til ullarbragð af því.

Kvöldmaturinn í gær var naut, kind, piparostasósa og sweet potato mós.

Hef kannski komið með svipaða sósu hér áður.  Kannski eitthvað svipað og rjómasósan sem fór yfir humarinn hér í einhverri færslunni.

  • Piparostur
  • Rjómi
  • Rjómaostur
  • Sveppir
  • Hvítlaukur
  • Púrra
  • Salt
  • Pipar
  • Hvítvín
  • Smjör

Og í mósinu var:

  • Sæt kartafla
  • Smjör
  • Rjómi
  • Hvítlaukur
  • Parmigiano Reggiano

www.soffia.net

Mistökin skemmtileg

Ætlaði að poatche-a egg.  Hef ekki gert mikið af því en braut eggið í ausu og setti það þannig í sjóðandi vatnið.  Fyrsta eggið tókst ofur vel, en ég missti hitt eggið á eldhúsborðið úr ausunni, og reyndi að skófla því í ausuna en náði bara rauðunni upp í ausuna, og það heilli þannig að ég henti henni bara út í vatnið einni og sér, og það kom mjög skemmtilega út, og mjög flott upp á presentation.

Notaði eggin sem ég fékk hjá bónda í sveitinni, og rauðan er svo falleg.

Foodwavesið heldur áfram, morgunmatur á skírdag!

Floaters

  • 2 egg
  • 2 beikonsneiðar
  • Gott brauð
  • Hvítlaukssmjör
  • Mossarella kúla
  • Púrra
  • Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum
  • Salt og Pipar

 

Sjóðið eggin í vatni (hægt að google-a poached egg).  Steikið beikonið.

Ristið brauðið og smyrjið með hvítlaukssmjörinu. Leggið mossarella á brauðið og grillið í ofni í nokkrar mónótur.  Takið út og stingið tannstöngli í gegnum kúluna og skreytið með púrrulauk.  Skerið einnig smátt púrru og dreyfið ofan á poached eggið ásamt salti, pipar og pizzakryddinu.

 

Getið séð á myndinni hvernig ég bar þetta fram, en ég setti eggjarauðuna (eggið sem klúðraðist og var ekki með neinni hvítu ofan á eggið sem heppnaðist.  Og ég skar brauðið í hringi með svona hringlóttu járndóti sem ég á.

 

www.soffia.net

 

 

Og hér getið þið séð fallegu rauðuna, og eins og hún sé medium rare, fullkomlega elduð!

www.soffia.net

Þetta er allt of fallegt. 

 

 

 


Bloggfærslur 10. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband