10.3.2009 | 16:48
Note to self...
Fartölvur drekka ekki rauðvín.
Hálft glas sullaðist yfir lyklaborðið. Það kom að því. Tölvan fór að haga sér eins og hún væri full. Það kom ekkert nema rugl þegar maður type-aði með lyklaborðinu Það er ekki alveg runnið af henni en ég er komin með extended lyklaborð og það svínvirkar.
Þetta minnir mann á það að taka backup reglulega! Á morgun segir sá lati en þið sjáið ekki eftir því að eiga backup ef illa fer, trust me!
Þá er komið að rétti númer tvö frá afmælisdinnernum
SKARFUR
- Heitreiktur skarfur (fæst í Ostabúðinni)
- Hindberja vinegrette
- Klettasalat
Dreifið klettasalatinu á disk. Skerið skarfinn niður í þunnar sneiðar og dreypið vinegrettinu yfir.
Borið fram með Red Rooster, Meritage, 2005 frá Okanagan í Kanada og White winter hymnal með Fleet Foxes.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)