16.2.2009 | 22:01
Beikon og egg, en samt meira töff
Beikon og egg (Fyrir tvo)
þessi er með smá twist og virkar sem morgunmatur, hádegis eða eins og ég bar hann fram, sem kvöldmatur. (Ég fékk verðlaun kvöldsins fyrir framsetningu. Hvað var í verðlaun fylgir ekki sögunni)
- 2 beikon sneiðar
- Soðin og kæld hrísgrjón (6 msk eða svo)
- 1 egg
- Smá paprika (skorin smátt)
- tvær þunnar sneiðar kúrbítur (skorinn smátt)
- 3 sneiðar púrra (skorin smátt)
- Salt og pipar
- Smá chile, sterkur
- Dropi af red curry paste
- Hvítlaukur
- Smjör og olía
- Ananas ( 2 bitar úr diced dós)
- Sýrður rjómi
- Thai sweet chili sósa
Steikið beikonræmurnar á pönnu við ekki of háan hita, við viljum þær ekki krispí, heldur fremur mjúkar til að geta rúllað þær upp.
Bræðið smjör og olíu á pönnu. Setjið hvítlauk í gegnum hvítlaukspressu á pönnuna ásamt smá chile pipar. Bætið við kúrbít, púrru og papriku og svo soðnu hrísgrjónunum. Setjið bara smá red curry paste, ég notaði bara pinku pons, 1/5 teskeið eða svo. Ýtið dótinu til hliðar, bætið smá smjöri á pönnuna og skramblið eggið, og blandið vel saman við allt hitt.
Ég á svona hringi sem maður getur troðið mat í og þjappað, lítur út eins og hringlótt kökumót með ýmsum þvermálum. Notaði eitt sem var um 4 cm, og setti hrísgrjónablönduna þar í og vafði svo beikonræmu utan um og festi með tannstöngli.
Bar þetta fram með einum ananasbita, sýrðum rjóma og smá thai chili sósu.
Ef þið eigið engin form fyrir hrísgrjónin þá má bara setja þetta smekklega á disk með beikonræmuna ofan á. Ekki gleyma listræna eðlinu!
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 19.2.2009 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 11:56
Óvænt Foodwaves!
Kærastinn kom á óvart, henti í nokkrar vatnsdeigsbollur og fyllti þær með snilldinni einni. Og við erum að tala um kvöldverð hér.
Fullorðinsbollur
- Vatnsdeigsbollur,í munnbitastærð.
Fylling:
- Sýrður rjómi
- Sprauturjómi
- Steikt beikon
- Púrra
- Salt og pipar
Keyptum tilbúið Vatnsdeigsbolludeig. Blandað með vatni, kviss bang búm, tilbúið!
Steikið beikon. Skerið púrru rosa rosa rosalega smátt og beikonið líka. Blandið við sýrðan. Saltið og piprið. Blandið sprauturjómanum við með gafli.
Ef þið eigið alvöru rjóma, þá er kannski betra að þeyta hann og nota í staðin fyrir sprauturjómann.
Þær voru svo litlar og krúttlegar
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 19.2.2009 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)