15.2.2009 | 20:29
Pizza með banönum og camembert
Ok, ykkur finnst þetta kannski ekki hljóma svo vel, en þetta kemur á óvart. Og sérstaklega sem forréttur eða svona smakk.
Ég er ekki nógu dugleg við að prófa nýtt ofan á pizzur, en það kemur nú fyrir. Þess vegna er gaman að kaupa eða búa til pizzadeig og gera fullt af litlum pizzum og imprúvæsera með það sem ofan á fer.
Ég gerði það einmitt um daginn eftir að vinkona sagði mér frá því að hún hefði fengið sér pizzu með camembert osti og bönunum og líkað vel. Já ókey, var ekki svo viss með banana sjálf.
- Pizzadeig, rúllað út þunnt
- Tómatar í dós (stewed)
- Banani
- Cammebert ostur
Tómötunum dreyft á botninn, svo bananar í sneiðum og því næst camembertinn.
Og viti menn, þetta var bara lúmskt gott!
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 19.2.2009 kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2009 | 12:18
Kjúklingavængir eru málið
Og þeir eru á eðlilegu verði, ekki kannski mikið kjöt á þeim, en með meðlæti eru þeir bara snilld. Er búin að vera að elda þá í mauk undafarið og þeir eru svo tender og góðir. Og þola að láta elda sig annað en bringur sem geta verið óttalega þurrar á manninn :P
Tandoori Kjúklingur
- Kjúklingavængir
- Tandoori krydd (fæst m.a hjá pottagöldrum sem er bara gott)
- Ab mjólk
- Hvítlaukur
- Chile
- Smjör
- Salt og pipar
Setjið tandoori krydd og ab mjólk ásamt smá salti ískál og blandið vel saman. Alveg slatta af kryddinu og ca dl msk af Ab mjólk miðað við svona einn bakka af vængjum.
Svo set ég Þetta í eldfast mót með slatta af smjörklípum dreift yfir dótið, nokkrum hvítlauksrifum og svo salt og pipar.
Eldað við ca 200° c i klst.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 19.2.2009 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)