Tagliatelle með rósmarínkrydduðum kjúklingi

Þurrkuð krydd eru mjög mismunandi, geta verið svolítið beisk finnst mér stundum.  Ég lét vaða á að krydda kjúklingabringu með rósmarín, óreganó og eðal kjúklingakryddi frá Pottagöldrum og það kom bara mjög vel út.

 

Tagliatelle með rósmarín kjúklingi (fyrir 2)

  • Tagliatelle
  • 1 kjúklingabringa
  • Hvítlaukur
  • Sveppir
  • Púrra
  • Ferskur chile
  • Rjómi
  • Paprika, fínt skorin
  • Eðal kjúklingakrydd
  • Rósmarín
  • Oregano
  • Salt
  • Pipar
  • Smjör

 

Sjóðið tagliatelle.  

Skerið bringuna niður í hæfilega munnbita.  Kryddið með Eðal kjúklingakryddi frá pottagöldrum og þurrkuðu rósmarín og oregano, salti og pipar.  Steikið á pönnu, bætið við hvítlauk, papriku, sveppum, chile og púrru.  Bætið svo við rjóma og látið malla smá.

Borið fram með hvítlauksbrauði.

www.soffia.net

 www.soffia.net


Bloggfærslur 21. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband