1.10.2009 | 11:37
Perur, beikon, smjör....
Var inspired af matgæðingi einum að nota perur á snittubrauð (bruschetta).
Ég sá hjá henni uppskrift sem hljómaði stórkostlega, en þar sem ég átti ekki allt í hana þá bjó ég til úr því sem til var.
Hennar Bruschetta hljóðaði svona: Bruschetta með mango chutney, klettasalati, smjörsteiktum perum, gráðaosti og valhnetum.
Mín uppskrift endaði svona :P
Peru Bruchetta
- 1 Pera
- 1-2 msk mango chutney
- Beikon (2-3 ræmur)
- Smjör
Beikon steikt á pönnu, tekið til hliðar.
Perur skornar í smáa bita og léttsteikt upp úr smjöri.
Bætið við Mango chutney, ég sleppti tjönkunum ...the chuncks :) sem eru oft í dósinni þó.
Saxið eða myljið beikonið niður fínt og bætið á pönnuna. Látið malla stutta stund.
Skerið baguettið og létt ristið á pönnunni á báðum hliðum
Setjið perugumsið á baguettið og berið fram. Það gæti verið gott að rífa einhvern góðan ost yfir þetta og þá jafnvel setja undir grill í eina mín til að glóða hann.
Ég bar þetta svo fram með beikon döðlunum sem ég talaði um í síðust færslu.
www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)