Lime Jalapeño aioli

Þessi er meiriháttar með super nachos eða burrito og færi líka vel með fiski og hrísgrjónum.

Það er líka hægt að búa til sitt eigið aioli í staðin fyrir tilbúið majónes.

Lime Jalapeño aioli

  • Majónes
  • Smá lime safi, eftir smekk
  • nokkrir jalapeño peppers, niðursoðnir.  Líka eftir smekk
  • Salt og pipar
  • Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
  • Kóríander

Setjið  lime safa, jalapeño, salt, pipar og kóríander (og hvítlauk ef hann er notaður) í blender eða maukið með töfrasprota.  Bætið út í  majónes og blandið létt sama.  Líka hægt að nota 50/50 majó og sýrðan eða bara sýrðan.

Einnig er hægt að nota ferskan jalapeño, skerið frá fræin.

 

Ef þið viljið búa til ykkar eigið Lime Jalapeño aioli þá er þetta uppskriftin:

  • 1 egg
  • 1 eggjarauða
  • 1 bolli Canola olía
  • Smá lime safi úr einni lime, eftir smekk
  • nokkrir jalapeño peppers bitar, niðursoðnir.  Líka eftir smekk
  • Salt og pipar
  • Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
  • Kóríander

 

Maukið hvítlauksrif og salt í matvinnsluvél, bætið við eggi og extra eggjarauðu. 

Blandið vel saman.  Setjið vélina á slow og bætið við olíunni mjög rólega.  Nokkra dropa til að byrja með og svo í mjórri bunu.

Þá fer þetta að taka á sig majónes mynd.  Bætið við lime safa og jalapeño bitum og kóríander.  Saltið og piprið.

 tea


Kleinuhringir úr pizzadeigi

Sá þetta á Food Network áðan og fannst þetta doldið cool.

Taktu pizzadeig (heimatilbúið eða keypt tilbúið út í búð).  Rúlla það út, u.þ.b 2 cm þykkt.  Takið hringlótt mót og skerið út hringi, takið svo minna mót og skerið út innri hringinn svo þetta lítur út eins og kleinuhringur.  Djúpsteikið í ca 45 sek á hvorri hlið.  Svo má dýfa þeim í súkkulaði og hnetur, eða sykur osfv.

Afgangurinn af deiginu sem kemur úr innri hringnum er svo mótaður í kúlur og djúpsteiktur líka.  Setjið svo kúlurnar í bréfpoka með flórsykri, hristið og ta-ta, þið eruð komin með ítalskan eftirrétt. 

Sx


Bloggfærslur 8. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband