Matarbloggið á ensku

chsa

Ég er svona smám saman að koma matarblogginu mínu yfir á ensku. /  I´m translating my food blog to English.

http://chileandsalt.blogspot.com/

Ég var lengi að spá í hvað það ætti að heita, datt ekkert í hug.  Vinkona mín hér í Kanada sem er mikil matar manneskja sagði svo við mig.  Soffía! Þú elskar chile (chili pipar) og þú eeeelskar salt.  Afhverju heitir það ekki þá bara chile og salt.  Ég er algjörlega forfallin chile fan og hef miklar skoðanir á salti :)

Þannig að við látum það duga í bili.

Já, og ég nota spænsku útgáfuna á orðinu chili, sem er chile. Löng saga og eiginlega bara snobb stælar þess vegna. Þannig að það hefur ekkert skylt með landinu Chile, eða Síle eins og sumir segja.

Svo þarf ég að koma upp einhverju efnisyfirliti fyrir uppskriftirnar hér,  tjekka á því við tækifæri.

Sx

 


Svartar baunir og kjúklingabaunir

Tilbreyting frá dæmigerðum hummus

  • Svartar baunir ( í dós, eða þurrkaðar eldaðar)
  • Kjúklingabaunir ( í dós, eða þurrkaðar eldaðar)
  • Ferskur grænn jalapeño
  • Lime, smá kreist
  • pinku pons hvítlauksrif
  • Cumin, pinku
  • Salt og pipar
  • smá paprikuduft
  • smá cayenne pipar
  • Avacado olía, svona smá
Svo er bara að setja allt í blender eins lengi og þið viljið að hún verði smooth.  Gott með Tortilla chips.

Svo verð ég að segja fyrir minn smekk þar sem ég er svartra bauna fanatic að það er gott að sleppa kjúklingabaununum og nota bara svartar baunir

Einhverstaðar var ég að heyra að það þyrfti ekki að leggja baunir í bleyti, en í staðin þyrfti að auka suðutímann, svona fyrir þá sem hafa tíma í það.

 


 


Bloggfærslur 7. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband