Karrrrtöflur

Góða helgi og vona að þið fáið eitthvað almennilegt að éta!

Karrrrtöflur

Notið svona frekar stórar kartöflur (eða minni, en hafið allar í sirka sömu stærð sem fara inn í ofninn).

Kljúfið þær þversum og setjið á grind inn í 220°heitan ofninn í klst (eða þar til þær eru tilbúnar).  Ekki láta ykkur bregða þótt sárið í skurðinum sé vel dökkt eða brunnið.

Þetta er yndislegt meðlæti með Racklette og leggja bráðinn Racklette ostinn ofan á kartöfluna.  Ekki gleyma góðri slísí kaldri grillsósu með þessu öllu.

Skál!

Soffía

IMG 2207

Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net

 

 

 


Melt in your-mouth Súkkulaðikaka

Alveg merkilegt því miðað við að ég er ekki mikið fyrir sætindi og að ég baka ekki að síðustu uppskriftir hafa allar verið í þeim dúr, held að veðrið sé að rugla mig og ég haldi að að það séu komin jól.

Melt in your-mouth Chocolate Cake

  • 200 g Smjör
  • 200 g Dökkt súkkulaði
  • 200 g sykur
  • 4 egg
  • 1 kúfull matskeið hveiti

 Þeir mæla svo með að þessi sé búin til kvöldið áður, eða að morgni þessi kvölds sem á að borða hana, eins og best er ef notað er dökkt súkkulaði. 

 Hitið ofninn í 180°.  Smyrjið sirka 8" form, eða notið smjörpappír.

Bræðið smjör saman við súkkulaðið.  (Í vatnsbaði eða micro). Setjið í skál og blandið við sykri, hrærið (með trésleif segja þeir...veit nú ekki hvaða máli það skiptir hvernig sleif...) og látið standa smá til að kæla aðeins.  Bætið þvínæst við eggjum, einu í einu og hrærið vel saman eftir hvert egg.  Að lokum, blandið við hveitinu.

Setjið deigið í formið og í ofninn í 30 mín.  Slökkvið á ofninum og hafið kökuna þar inni í 10 mín til viðbótar.  Setjið kökuna í forminu á grind og kælið alveg.  Setjið svo yfir plastfilmu og í ísskáp þar til þið berið hana fram.

Kv, Soffía

 IMG

Þarna er ég á munnhörpunni á Mojo í Köben og Halli á gítarnum. 


Bloggfærslur 30. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband