va va va vino

 Það er ekki uppi á manni typpið eins og áður var þegar maður fór í ríkið og fékk Montecillo, gran reserva "næstum gefins"

Mér finnst fátt skemmtilegra en að detta niður á góð vín.  Vorum með matarboð og buðum til okkar skemmtilegu fólki sem býr í Köben, borðuðum kjúklinga cannelone og þau komu með dúndur gott vín.  Svo gott að ég hafði vit á að setja það inn í Tasting Notes bókina mína.

Þetta er rauðvínið Castellani Brunello di Montalcino, Ítalíu, 2003. Eflaust ekki ódýrt. *

Gallo rauðvínið, Zinfandel er mjög gott og um 1690 kallinn

Svo duttum við niður á rooosa fínt ítalskt chianti, Villa Puccini, Riserva frá 2003, um 1700 kall.

Svo var þetta ferlega gott, Fortius Temranillo, frá Navarra, Spáni á 1450 kr.

Einnig sá ég Muga vín, reserva, spánskt, á um 3000 kall.  Ég var mjög að fíla þetta þetta vín þegar ég bjó á Spáni, og þar var það í dýrari kantinum.

*Kíkti í Tasting notes bókina mína áður en ég fór í ríkið og sá þar svo flöskuna á 5000 kall.  Svoooona í dýrari kantinum, en það var algjörlega hverrar krónu virði!  Takk fyrir að deila þessari flösku með okkur :)

 img

 


Blessuð börnin þegar maður á þau ekki....

Var í 9 tíma flugi um daginn og þetta var eins og að vera á leikskóla á versta tíma, argandi krakkar út um allt.

Fékk semsagt ekki minn 9 tíma fegurðarblund, en skiptir svo sem ekki öllu þar sem ég er gullfalleg og andoxunarefnin í rauðvíninu halda mér unglegri að eilífu.


NEIIII, án gríns þá alveg skil ég foreldraefnin og hversu erfitt það er að vera með vælandi kríli og fólk allt í kring gefandi þeim illt auga.  Eflaust ekkert illa meint hjá flestum, bara allir jafn pirraðir.

En eftir nokkrar flöskur af rauðu og/eða hvítu þá byrjar maður að brosa pent til þreyttu foreldrana og jafnvel vorkenna þeim að geta ekki slakað á taugunum með einum tvöföldum eða þreföldum yfir laim bíó mynd sem í boði er í sætisbaki entertainmentsístemsins.  Nógu góð einangrandi heyrnartól, væmin bíómynd og slatti af rauðvíni og málið er dautt. Organdi börn hætt að pirra mig.

Ég fór á Chili, ameríska restaurantinn, í millistoppinu í Calgary áður en ég hélt í þetta 9 tíma flug, fékk alveg geðveik góð ribs og kærastinn borgara sem var snilld.  Vinur fékk gráðost og jalapeño á sinn borgara og uppgötvaði þá hversu mikil snilldar samsetning það er og ég get staðfest það.  Er ekki mikil gráðostamanneska en fyrir þá sem það eru þá mæli ég með að prófa þessa á borgarann eða með kjúklingavængjum:

Gráðosta-Jalapeno sósa

  • 1 dl (eða svo og eftir smekk) saxaðir niðursoðnir  jalapeños
  • 2-3 msk smjör
  • Hvítlauksrif
  • Sýrður rjómi
  • Majónes
  • Gráðostur

Maukið jalapeño-inn.  Bræðið smjör á pönnu við meðal hita, bætið við hvítlauknum (fínt skornum eða í gegnum hvítlaukspressu). Bætið því næst við  jalapeño maukinu og látið malla.  Setjið þetta í skál.

Við þetta bætist sýrði rjóminn, majónesið og gráðosturinn, maukið með blender.  Salt og pipar eftir smekk.

 

Svo eru til margar útfærslur.  Tildæmis að henda saman majó, sýrðum, gráðost, smá lime og pressuðum hvítlauk, salti og pipar í skál.  Blanda vel saman og kæla í nokkra tíma.
Combine all ingredients; chill for an hour or two. Serve as a dip for the Buffalo wings. Makes about 1 1/2 cups of blue cheese dip.

Og um að gera að prófa annan ost en gráðost, t.drjómaost osfv...

 IMG

Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net


Chile con carne

Það er mikil menning á bak við Chile con carne, heilu "trúarbrögðin" sem hafa skapast í kringum þennan góða rétt.

Þetta er til dæmis official réttur Texas búa í Ameríku og þykir þeim helgispjöll að nota baunir í sitt Chile. Ég er reyndar svo mikið fyrir baunir að mér finnst það must að hafa kidney beans í mínu Chile con carne.  Og ég vil hafa nautahakk, ekki nautakjöt í bitum þótt svo það sé alveg skemmtilegt stundum til tilbreytingar.

Ég eeelska Chile con carne, og þetta er einn af þessum réttum sem er aldrei eins þegar maður eldar hann næst.  Og um að gera fyrir chile fans að lesa sig til um skemmtilegar uppskriftir varðandi þennan rétt og imprúvæsera.

Chile con carne

  • Nautahakk, laushakkað
  • Paprika
  • Hvítur laukur, skorin mjög mjög fínt
  • tómatar í dós
  • Tómatsósa í dós  
  • Ein lítil dós Tómat paste
  • 1 lítil dós bjór
  • Hvítlaukur
  • Chile og slatti af honum (eftir smekk)
  • Nautakraftur með hálfum líter af vatni
  • Smá kjúklingakraftur ( með desilíter af vatni)
  • Salt
  • Cayenne pipar
  • Oregano
  • Paprikuduft
  • Chileduft
  • Cumin
  • Nýrnabaunir 
  • Smjör og Olía
  • Beikonfita
  • hálf teskeið púðursykur
  • 2 heilir Serranos piprar.  

 Brúnið lauk á pönnunni, bætið svo við hakkinu. Steikið hakkið.  Bætið í smátt skornum ferskum chile, smátt skorni papriku og hvítlauk.  Svo kemur vökvinn og tómatar, paste, púðursykur og baunir .  Því næst er það allt þurra kryddið, blandið því varlega við og verið dugleg að smakka til.

Ef þið steikið beikon er gott að nota fituna sem kemur frá steikingunni.

Leyfið 2 heilum Serrano piprum að fljóta í kássunni.  (Munið bara að vera dugleg og smakka til.  Ef þetta fer að verða of sterkt fyrir ykkar smekk þá má alltaf fjarlægja Serrano piprana)

Setjið lok á pottinn og látið malla í 3-4 tíma, ef það þarf meiri vökva þá má hella útí smá nautakjötssoði (Nautateningur soðinn í vatni) eða bjór, bara smakka til hvaða bragð vantar.

Gott er að sjóða chile piprana í vatni og afhýða þá svo og setja í blender með smá af vatninu sem þeir voru soðnir í og mauka og blanda við nautahakkið.

Svo mæla mestu Chile nördarnir með að þetta sé kælt í 12 klst og svo hitað upp.  En ég stenst nú aldrei það að bíða svo lengi.  En ég mæli eindregið með að elda stóóórann skammt og frysta!

Borið fram með góðum rifnum osti, t.d mossa eða cheddar.  Smá sýrður rjómi fer einnig vel með.  Þegar það er lítið eftir af kássunni þá er hægt að drýgja hana með að bera fram soðin hrísgrjón með eða jafnvel tortilla kökur.

 

IMG 3083

Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net


Bloggfærslur 26. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband