Sleeping my day away

Í gær voru víst tónleikar með DAD, Disneyland after dark.  Fyrrverandi trommari þeirra, Peter er góður kunningi minn. Hitti hann einmitt í Köben um daginn.  Við kíktum á Sticks and Sushi sem eru með nokkra fína sushi staði þarna úti.  Ég er mikið fyrir sushi og þessi réttur hér er alltaf í þróun hjá mér og klikkar aldrei.  Frábær sem forréttur og í sushi hlaðborðið.

LAX Í SKÁL

  • Lax
  • Avacado
  • Vorlaukur
  • Sesamfræ
  • Rauð silungahrogn
  • Ferskt engifer


Skerið ferskann laxinn (eða reyktann ef það hentar ykkur betur) frekar smátt, 1-2 cm ferninga, avacadoinn einnig sem og vorlaukinn.  Blandið þessu saman i litla skál. (Ein skál á mann)

Í þetta fer svo teskeið af sesamfræum og teskeið af hrognum eða svo teskeið af rifnum ferskum engifer.  Blandið nett saman.

(Ég nota svipað magn af lax og avacado, u.þ.b 1/4 avacado á mann) 

Borið fram með Soya og wasabi og súrsuðu engifer.

 Tip: Mirin er must í sushi gerð.  Hellið þónokkrum matskeiðum af þvi í hrísgrjónin þegar þið eldið þau.  Þetta er svona sætt sýrópskennt hrísgrjónavín. Lykilatriði við suðu hrísgrjóna.

 

soffiaadamslake

Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net


Lax

Alveg upplagt að fara út og fíra upp í grillinu og henda á það laxaflaki.

Lax

  • Lax
  • Smjör
  • Salt
  • Pipar
  • Lime
  • Thyme
  • Hvítlauksrif

 

Leggið laxinn á álpappír. Setjið allt heila klabbið með í álpappírinn og grillið þar til laxinn er perfect.

Grillspjót

  • Kúrbítur
  • Kirsuberjatómatar
  • Paprika
  • Rauðlaukur rokkar

Stungið upp á grillpinnan, dreypa yfir þetta smá olíu, salt og pipar og sett á efri hillu grillsins.

 

Sósan 

  • Sýrður rjómi
  • Rauð paprika
  • Fersk steinselja, og alveg slatti af henni. 
  • Salt og pipar
  • Smá Maple sýróp

Setti í blender og maukað.  Þetta var alveg ágæt sósa, mætti samt alveg fínpússa hana einhvernvegin.  Kannski með að grilla paprikuna í ofni svo að hún verði svört og sæt, og taka af henni skinnið og mauka svo...

 IMG 3044

Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net

 

 


Bloggfærslur 25. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband