Focaccia samloka með nautahakki

Fyrir margt löngu fékkst á Aktu taktu samlokur sem kölluðust Jeppar, Fólksbílar og Sportbílar, það sem kemst næst Jeppanum  í dag eru svokallaðar Kjötlokur. Eftir að þetta hætti að fást, fyrir svona 10 árum,  þá hef ég verið að þróa mína eigin kjötloku. 


Trixið við þessa, er að nota focaccia brauð, skera það þvert (kljúfa það) og snúa því úthverft og setja fyllinguna á milli, þannig að  skurðurinn snýr út.  Svo er þetta sett á panini grillið.

Um að gera að prófa allskonar focaccia, t.d með ólífum.  Í Kanada fékk ég focaccia brauð með Jalapenos, sem var snilld!

laukur

 

 

 

 

 

 

 

Fylling:  Nautahakksblanda, Sinnepssósa og Mossarella ostur.

Nautahakksblanda

 

  • 400 g nautahakk
  • 5-10 sveppir
  • Hálfur laukur
  • hvítlaukur
  • smá ferskur chile
  • Salt, pipar, smá oregano.


Allt steikt á pönnu.

Sinnepssósa

  • Mjones eða sýrður rjómi
  • Sinnep
  • Smá Dijon sinnep
  • Fljótandi hunang
  • Salt

Nautahakksblanda, Sinnepssósa og Mossarella ost (eða annar góður mildur ostur) sett á aðra  focaccia sneiðina og svo samlokuni lokað og grillað í panini grilli.


Bloggfærslur 17. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband