Humar og Avacado - match made in heaven

Þessi er bara snilld!   (Uppskrift miðað við 4)

Slatti af Humarhölum, skelhreinsuðum (einnig hægt að nota tígrisrækjur)
2 Avacado
Hvítlaukur, kannski 2 rif
1 rauðlaukur
Hálfur Chile (fer eftir styrkleika...)
1 rauð paprika
Smjör, til að steikja, 2-3 msk, eða bara eftir smekk

Paprika, chile, rauðlaukur og hvítlaukur skorið smátt og léttsteikt á pönnu í íslensku smjöri.  Humar steiktur með í ca 2-3 mín í lokinn.

Skerið avacadoinn til helminga og takið hann úr hýðinu og skerið í fremur grófa bita.  Blandið við humar og grænmetið í skál.  Hreinsið vel báða helminga hýðisins og notið sem skálar, setjið gumsið ofaní og berið fram.

tips.
Farið varlega í hvítlaukinn, til að leyfa öðrum brögðum að njóta sín
Ekki nota harða avacado, þeir eru óþroskaðir og ekki bragðgóðir.
Passið að ofsteikja ekki humar eða rækjur.


Bloggfærslur 26. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband