26.8.2008 | 14:59
Humar og Avacado - match made in heaven
Þessi er bara snilld! (Uppskrift miðað við 4)
Slatti af Humarhölum, skelhreinsuðum (einnig hægt að nota tígrisrækjur)
2 Avacado
Hvítlaukur, kannski 2 rif
1 rauðlaukur
Hálfur Chile (fer eftir styrkleika...)
1 rauð paprika
Smjör, til að steikja, 2-3 msk, eða bara eftir smekk
Paprika, chile, rauðlaukur og hvítlaukur skorið smátt og léttsteikt á pönnu í íslensku smjöri. Humar steiktur með í ca 2-3 mín í lokinn.
Skerið avacadoinn til helminga og takið hann úr hýðinu og skerið í fremur grófa bita. Blandið við humar og grænmetið í skál. Hreinsið vel báða helminga hýðisins og notið sem skálar, setjið gumsið ofaní og berið fram.
tips.
Farið varlega í hvítlaukinn, til að leyfa öðrum brögðum að njóta sín
Ekki nota harða avacado, þeir eru óþroskaðir og ekki bragðgóðir.
Passið að ofsteikja ekki humar eða rækjur.
Matur og drykkur | Breytt 14.9.2008 kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)