Pizza Pizza. Nokkur ráð

Þegar ég nenni ekki að gera mitt pizzadeig þá hef ég keypt þetta upprúllaða á smjörpappír í plastinu, sem maður bara rúllar út..NEMA...  hér koma nokkur tips.

Ég skeri deigið í tvo jafna helminga og rúlla þeim út með kökukefli þynnra á nýja smjörpappírs örk með smá hveiti svo ekki klístrist.  Svo miklu betra. 

  • Ég set botninn í ofninn í 30 sek til eina og hálfa mínótu (fer eftir hitanum í ofni)  áður en ég set á hann sósu og álegg.
  • Ég hef ofninn alltaf á heitasta hita og hita hann í 30 -  60 mínútur áður en ég set pizzu inn.
  • Góður pizzasteinn kemur sterkur inn.
  • Durum 00 hveiti er mjög gott, og svo jafnast ekkert á við mossarella di buffola, sem fæst því miður ekki hér en mossarella kúlurnar í vökvanum eru fínar.

Ég bæti svo við þetta þegar mér dettur meir í hug.

pizza

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fór til Napoli fyrir nokkrum árum í vikuferð, bara til að borða pizzur, pílagrímsferð til mekka pizzunnar, varð ekki fyrir vonbrigðum, besti staðurinn án efa var Pizzeria da Michele.  Langar biðraðir eftir borði myndast á háannatíma.  Okkur var skellt við borð með ókunnugum, bara gaman að því, nýta sætin. 

 Sx

 


Bloggfærslur 2. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband