Istegade

Var á horninu á Istegade í nokkrar vikur og kynntist því hverfinu ágætlega og eignaðist margar góðar vinkonur frá Austur Evrópu.  Hverfið er ekkert sérlega aðlaðandi að kvöldi til frá járnbrautastöðinni og að Gasværkvej.  En eftir það er alveg blómstrandi og skemmtilegt mannlíf, fullt af veitingastöðum, börum og kaffihúsum.  Þeir staðir sem ég hef fjallað um sem eru í grendinni eru t.d SPUNK, Sticks and sushi, Gulregn (á vesterbrogade) og svo er ekki langt í Flöskutorgið.

Det gule hus er nice kaffihúsastaður.  Bang og jensen er mjög vinsæll.  Malbeck er töff vínbar.

Borðaði eitt sinn á Senorita, svona tex mex staður, ekkert sérstakur, og ekki gott húsvínið. 

Það er fullt af góðum kebab stöðum á Istegade!

Þannig að... fínt að fara að fá sér að borða á Sticks and sushi, eða á Lele na hang á Vesterbrogade, fá sér gott rauðvín á Malbeck og kíkja á kaffihús við Istegade, enda kvöldið svo á Flasketorvet ef fólk er í stuði...

 

kv, Soffía


AFTER EIGHT..

Ég er ekki mikið í late night bar menningu, og fór aldrei á neina skemmtistaði. En það kom þó fyrir nokkrum sinnum að maður brá fyrir sig betri fætinum. 

 Í grennd við okkur, í hliðargötu útfrá Köbmagergade er staður sem heitir Bobi, og ég kíkti nokkrum sinnum þangað, en aðallega á daginn.  Þetta er lítill staður, og mjög flottur, innréttingar  óbreyttar síðan 1936.  Það má reyndar reykja á þessum stað. Um helgar er mikið af fólki.

Einn af okkar uppáhalds var Din Nye Ven, cool staður, og oft ferlega skemmtileg bönd að spila.

Í kjallara á Kultorvet er Hvide Lam.  (Fyrir neðan veitingastað sem heitir MR og er víst svaka flottur).  Það er geggjuð Dixie tónlist á Hvide Lam á hverju kvöldi, mjög skemmtileg stemmning.

Mojo, einn frægasti Blues staður Evrópu.  Ég gerðist svo fræg að spila þarna um daginn á munnhörpu. Kærastinn minn spilaði með mér á gítar, það var mega stuð.
Þessi staður er alltaf með live music, og oft alveg ferlega skemmtilegur blues í gangi.

Irish rover er á strikinu, fór einu sinni þangað, hafði hitt tónlistarmann kvöldið áður á Mojo, sem heyrði mig spila þar, og bað mig um að kíkja daginn eftir á Irish Rover og taka með sér eitt lag, sem ég og gerði.  Á sumrin eru borð úti, og það er nice að sitja þarna og horfa á fólkið

Guldregn.  Staður sem er opinn langt fram á nótt, staðsettur á Vesterbrogade.  Á móti hurðinni inn á staðinn er hurð inn á Dry Cleaning sjoppu, og þar er fatahengi og gaur sem tekur af þér og passar upp á yfirhafnir, maður verður víst að fara úr úlpunni ef maður ætlar að fá að fara inn á Guldregn.

Í síðustu viku datt ég inn á stað sem heitir SPUNK, hef oft labbað fram hjá enn aldrei farið inn, staðurinn er á Istegade, á horninu þar sem flestar hórur halda sig, og því tengdi ég staðinn við eitthvað subbulegt, og sérstaklega út af nafninu, hélt að þetta væri strippbúlla eða eitthvað, en svo var þetta var svaka nice bar.

Hef tekið eftur að Dalle Valle er með svaka stemmningu um helgar, svona Sólon stemmning eða eitthvað.

Ég reyki reyndar ekki, en það er helling af stöðum í CPH sem má reykja á.  SKV lögum má það ef staðurinn er undir 40 fm og er ekki með mat, þannig að flestar Bodegas eru reykbúllur.

Í hliðargötu einhversstaðar frá Bobi er staður sem heitir Moose og er voða vinsæll.

Vinkona mín mundi eftir stað þar sem sandur var á gólfum, sem hún hafði farið á fyrir10 árum og í nostalgíu kasti langaði henni aftur, þannig að við kíktum með henni. Staðurinn er í kjallara fyrir neðan veitingarstað sem heitir Pasta Basta og er bak við kirkjuna á strikinu á móti H&M.  Þar var enn sandur á gólfum og ágætis stemmning, fínt að fá sér einn sex on the beach þarna.

Í stuttu máli þá var ég að fíla Bobi, Hvide Lam, Mojo (af því að ég er blús sökkari) og Din Nye Ven.  Hinir eru alveg fínir, fer bara eftir stemmningu :)

Það er líka mjög gaman að labba Strædet, sem er gatan sem liggur samsíða strikinu, semsagt, frá Amager Torv og í átt að Ráðhústorginu.  Þar er late night kaffihúsa stemmning.

Ég mæli líka með að rúlla upp Istegade, þar er fullt af stöðum sem hægt er að detta inn á.

Svo er það Flöskutorgið, sem er í kjötbænum, þar er m.a Karriere sem er opin lengi og svo Joline,( í eigu íslendinga) en ég hef reyndar aldrei farið á Joline.

Þetta eru svona staðir sem ég man eftir í augnablikinu. Ég nenni ekki að fara inn á aok og finna linkinn, en ef þið viljið fá að vita meir um staðinn þá um að gera að fara í leitina á aok og slá inn nöfnin á stöðunum.

Kv, Soffía


HAMBORGARAR

Fátt betra en góður borgari í hádeginu um helgar :P
Flest öll kaffihúsin í Kaupmannahöfn eru með borgara en þeir eru misgóðir, hakkið oft nærri því að vera kjötfars, og brauðin samlokubrauð, ágætis brauð yfirleitt, og perfect í samlokur,  en ef ég fæ mér hamborgara þá vil ég hamborgarabrauð með sesamfræum :)

Besti borgarinn sem ég hef fengið var á Hereford í Tívolíinu.  Ég var ein að væflast eitt hádegið, og orðin glor, þannig að án þess að flækja málið fór ég á Herford. Medium rare, og sósan og grænmetis sullið svakalega gott. 

Næstbestu borgararnir eru á stað sem heitir Halifax. Get alveg stórlega mælt með þeim stað.

Ég varð fyrir vonbrigðum með borgarann á Jensens böfhus.  Það var svona farsfílingur.

Hamborgarinn á Zirup var fínn.

Ég fór á Karriere um daginn, það var steikjandi hiti, og við vorum að væflast ásamt vini okkar sem hafði aldrei farið inn á Flöskutorgið, þannig að okkur langaði að sýna honum það.  Við vorum eiginlega á leiðinni á Hereford í borgara þar, en svo sáum við gaur að grilla borgara fyrir utan Karriere, þannig að við ákváðum að prófa eitthvað nýtt.  Það var lítið varið í borgarann, hann var bara svona ágætur.  En alltaf gaman að prófa nýja staði.

Kv, Soffía

 

 


Sushi og tai


Hér eru asískir staðir sem ég hef heimsótt í Köben.

Sushi Treat. Lítill sætur sushi staður á Sønder Boulevard.  Ég var mjög ánægð með matinn og hvítvínið(húsvínið).

Wagamama.  Einn af uppáhalds stöðunum mínum.  Wagamama er tælenskur staður staðsettur við Tívolíið, og inngangur bæði þaðan og frá götunni.  Innréttingarnar eru hráar en virka vel.  Matarskammtar eru vel út látnir, og mjög góðir. Ég mæli með nr 41,44 og 49.  Hvítvínið Stravento bianco er mjög fínt og á góður verði, flaskan 149 kr. Ég hef alltaf fengið topp þjónustu á Wagamama.  Matseðilinn má finna á netinu, bæði á dönsku og ensku.

Lê Lê nhà hàng.  Mjög vinsæll staður.  Það er ekki tekið við borða pöntunum, þannig að um helgar er oft löng bið eftir borði.  Ég mæli með kræklingnum.

Sticks and Sushi.  Ég fór á staðinn við Nanensgade, mjög gott sushi, einnig er Sticks and sushi á Istegade sem er mjög vinsæll.

Indian Sticks & Letz Sushi.  Fínn staður, ekki langt frá Amager Torv. Það er svona take away feelingur, en samt eru nokkur borð til að sitja við inni. Sushi-ið var ágætt, en mér fannst indverski maturinn mjög góður.

Ricemarket.  Hef gert tvær færslur um þennan stað, sem lesa má hér fyrir neðan.

Svo hef ég heyrt að Wokshop sé spennandi.

 kv, Soffía


Vín og Matur

Ég er með á gestablogg á vinogmatur.is, þar sem ég tala um uppáhalds staðina mína í köben.  Hér er linkur á bloggið. 

 Maðurinn minn varð 35 ára og hann mátti fara hvert sem hann vildi í afmælisdinner (hann bauð mér á Era Ora)  Hann vildi fara á Salon, lítið sætt kaffihús/bar, sem er með geggjaðar samlokur.  Sýnir það að það þarf ekki alltaf að fara á þá dýrastu eða fansý staði við sérstök tækifæri. Þið getið lesið nánar um þessa tvo staði í gestablogginu.

 

IMG 7056

 

 


Bloggfærslur 8. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband