ALLT UPPTALIÐ...

Þá er ég svona nokkurn vegin búin að telja upp alla þá veitingastaði sem ég hef farið á í Kaupmannahöfn.   Ef ég man eftir einhverju sniðugu sem ég hef gleymt þá bæti ég því við síðar.

Litið til baka síðustu sex mánuði, þá ætla ég ekki að fara að reikna út eyðsluna, vínglösin með hádegismatnum eða kaloríufjöldann sem ég hef innbyrgt, þetta var skemmtilegur tími og það er það sem máli skiptir. 

Nú fer ég að einbeita mér að því að setja inn uppskriftir og ef maður kíkir eitthvað út að borða eða í drykk hér á Íslandi þá kannski skrifa ég eitthvað um það.  Eins ef ég smakka góð vín þá læt ég ykkur vita.  Er einmitt að sötra á Delicato, Merlot, 2005 frá Californiu, sem er alltaf alveg hreint ágætt vín.

Næst mun ég segja ykkur frá því sem ég fékk að borða í gær, en vinur okkar frá Indlandi kom í heimsókn og eldaði fyrir okkur.  GEGGJAÐ gott!

 kv,  Soffía

 


Bloggfærslur 12. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband