Beikonvafðar döðlur með ferskum mossarella

Ég átti til döðlur og þá rifjaðist þessi uppskrift upp fyrir mér.  Klassískur pinnamatur og einfaldur.

Beikonvafðar döðlur

  • Steinalausar döðlur
  • Mossarella ostur
  • Beikon

 

Steikið beikon á pönnu, en ekki svo það verði stökkt því við viljum hafa það mjúkt til að geta vafið þvi utan um döðlurnar.

Gerið vasa á döðlurnar, fyllið þær með litlum mossarellbita, vefjið steikta beikoninu utan um, stingið í tannstöngli til að halda þessu saman (en þó ekki úr plasti ef þið stingið þessu inn í heitann ofn).

Setjið i eldfast mót eða raðið í ofnskúffu eða eitthvað og inn í ofn í nokkrar mínútur.

www.soffia.net

 www.soffia.net


Matar martröð

 Sumar hugmyndir virðast rosalega sniðugar í draumum, en svo þegar maður vaknar þá er ekki nokkur glóra í þeim.

Veit ekki hvort ég eigi nokkurn tíma  eftir að prófa þetta en mig dreymdi um daginn að ég var að elda...

...lasagna-sushi...? 

  • Soðin lasagnaplata
  • Soðin hrísgrjón
  • Nori þari örk
  • Scrambled eggs
  • Reyktur lax, skorinn í smáa bita

Ég muldi niður Nori þara-örkina og blandaði henni saman við soðnu hrísgrjónin.  Svo smurði ég hrísgrjónunum á lasagnaplötuna og dreyfði ofan á þetta skrömbluðu eggjunum og reykta laxinum.  Þessu rúllaði ég svo upp í anda sushi.  Ég veit ekki hvernig þetta smakkaðist því ég vaknaði áður en ég náði að fá mér bita af þessu.

Ég á örugglega aldrei eftir að prófa þessa uppskrift en það mætti heimfæra þetta á tvo vegu til dæmis.

Annars vegar 

Sushi með reyktum lax

  • Nori þari
  • Sushi hrísgrjón
  • "Skrömbluð egg"
  • Reyktur lax
  • Vorlaukur

Hrísgrjónum dreyft á þarann.  Egg, lax og vorlaukur lagt ofan á og rúllað upp eins og hefðbundið sushi.  Borið fram með soya, súrsuðu engifer og wasabi.

Ég hef ekki prófað þetta, er bara að henda fram hugmynd á meðan hún er í fersku minni :)

Og hins vegar:

Lasagna "sushi"  - Tilvalinn forréttur

  • Kotasæla
  • Lasagnaplata,  soðin
  • Kjötsósa

Nautahakk steikt og eldað eins og hefðbundin lasagna kjötsósa.

Lasagna platan smurð með kotasælu, kjötsósunni dreyft ofan á kotasæluna, rúllað upp og skorið í sneiðar eins og gert væri við sushi rúllu.   Raðað á disk og borið t.d fram með góðri tómatsósu og ferskum parmasen osti.

Ég tek það fram að ég hef aldrei prófað að rúlla lasagna plötunum upp eins og sushi (bara ferskum ósoðnum í cannelone) en þá myndi ég gera það á langveginn.  Aldrei að vita nema ég prófi þetta for the fun of it næst þegar ég hef lasagna.

Hugmynd að tómatsósu

  • 1 dós niðursoðin tómatsósa
  • 2 skallot laukar
  • 2 msk ólífuolía
  • 2 msk balsamik edik
  • 1 tsk hlynsýróp
  • salt og pipar

Mallið lauk og hvítlauk á pönnu, bætið við tómatsósunni og öllu hinu, látið malla.

www.soffia.net

 www.soffia.net


Hrísgrjónalummur með papriku og púrru

Þessar lummur (klattar) eru í anda crepesins sem ég geri stundum og henta vel í brunch, lunch eða kvöldmat.  

Hrísgrjónalummur með papriku og púrru

  • 200 g soðin hrísgrjón
  • 100 g hveiti
  • 2 tsk salt
  • 2 msk sykur
  • 25 g smjör
  • 2 dl mjólk
  • 1 egg
  • Smátt skorin púrra
  • Hálf rauð paprika, smátt skorin
  • 1- 2 tsk Dijon sinnep
  • 1-2 tsk sætt sinnep
  • 1-2 tsk sýróp

Allt ofantalið  hrært vel saman og bakað á pönnu eins og hefðbundnar lummur.

 

Það er mjög gott að smyrja þær með sinnepssósu og meir af papriku og púrru og bræða gouda ost ofan á lummurnar með þvi að skella þeim inn í ofn í smástund.

Svo mætti líka skella á hana skinku og ost, og inn í ofn til að hita smá og bræða ostinn.

Annars er bara að láta smekk ykkar og hugmyndaflug ráða. 

Einnig prófaði ég að baka nokkrar með þvi að bæta við túrmerik og karrýi í deigið og það var mjög gott.

Oregano, basil eða önnur krydd virka líka örugglega vel.

 

Og holla útgáfan gæti hljóðað einhvernvegin svona.

  • Hýðishrísgrjón í stað hvítra
  • Heilhveiti eða spelt í stað hveitis
  • Agave sýróp í stað sykurs
  • Einhverja holla olíu í stað smjörs
  • Svo má væntanlega fara út í það að nota soya mjólk í stað mjólkur
  • Og sleppa salti.

 En hvernig þetta myndi svo smakkast veit ég ekki.

 


Grísasnitsel með Peru chutney

Bauð í hið sívinsæla Raclette, sem klikkar aldrei, sérstaklega því að Raclette osturinn bráðnar upp í manni (og á Raclette grillinu)

Ég er fremur hefðbundin þegar kemur að Raclette, lamb, kind, naut, humar....  Kindin finnst mér alltaf jafn lungamjúk og bragðgóð.  Elduð svona medium rare - rare.

En ég prófaði nýtt á grillið núna.  Grísasnitsel.  Það var búið að hamra sneiðarnar í vel þunnar sneiðar, sem ég svo skar niður þannig að hver sneið var 3-4 munnbitar.  Þetta saltaði ég og pipraði áður en sneiðin fór á Raclettið.

Og með þessu var peruchutney sem ég fékk að gjöf frá bændunum á Hálsi í Kjós.  En Lisa býr til  allskonar chutney og sósur sem hún selur í Matarbúrinu.

En svo er hægt að gera sitt eigið chutney, en ég verð að segja að Peru chutney fer afskaplega vel með grísasnitsel. (Og eflaust grísakótilettum líka).

Peru chutney

  • 1.5 kg perur
  • 2 epli
  • 2-3 laukar (spurning að hafa það rauðlauk)
  • 500 g rúsínur (mætti prófa döðlur í staðin fyrir rúsinur)
  • 1 tsk cayenne pipar eða ferskur chile (magn eftir styrkleika hans)
  • 1 tsk engifer (duft)
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk kanill
  • Safi úr tveim sítrónum
  • 450 g púðursykur
  • 570 ml hvítvíns edik (eða annað edik)

Afhýðið og skerið niður perur, epli og lauk.  Pressið hvítlauk og saxið ferska chile-inn smátt ef þið notið hann í stað cayenne pipars.

Setjið allt á pönnu og hrærið vel í með trésleif

Fáið upp suðu, hrærið reglulega í.  Lækkið hitann og látið malla í 2 klst þar til þetta er orðið hæfilega þykkt.

Setjið í hreinar krukkur með góðu loki.

Svo er bara um að gera að leika sér með svona uppskriftir. Kóríander, fennel eða cumin gæti verið gott með perum og rúsínum (eða döðlum).  Svo má nota muscovado sykur í stað púðursykurs.

www.soffia.net


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband