26.8.2008 | 14:59
Humar og Avacado - match made in heaven
Þessi er bara snilld! (Uppskrift miðað við 4)
Slatti af Humarhölum, skelhreinsuðum (einnig hægt að nota tígrisrækjur)
2 Avacado
Hvítlaukur, kannski 2 rif
1 rauðlaukur
Hálfur Chile (fer eftir styrkleika...)
1 rauð paprika
Smjör, til að steikja, 2-3 msk, eða bara eftir smekk
Paprika, chile, rauðlaukur og hvítlaukur skorið smátt og léttsteikt á pönnu í íslensku smjöri. Humar steiktur með í ca 2-3 mín í lokinn.
Skerið avacadoinn til helminga og takið hann úr hýðinu og skerið í fremur grófa bita. Blandið við humar og grænmetið í skál. Hreinsið vel báða helminga hýðisins og notið sem skálar, setjið gumsið ofaní og berið fram.
tips.
Farið varlega í hvítlaukinn, til að leyfa öðrum brögðum að njóta sín
Ekki nota harða avacado, þeir eru óþroskaðir og ekki bragðgóðir.
Passið að ofsteikja ekki humar eða rækjur.
Matur og drykkur | Breytt 14.9.2008 kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2008 | 14:24
Oh Canada..
..so fucking pretty. Snilldar lag, flutt af gaur sem heitir Þórir. Var að koma frá Kanada, B.C. Átti einu sinni heima þar, og á marga vini þar. Góðir vinir mínir eru með grænmetisgarð, sem er alveg met, ÖFUND! hvað það er frábært að lifa í svona veðurfari og geta ræktað sitt eigið. Við elduðum nokkra rétti þar sem undirstaðan var það sem finna mátti í garðinum.
- Kúrbítsblóm (Zukkini flowers)
- Egyptian Walking Onions
- Rauðbeðsídýfa
- Belgbaunir með hnetum og hvítlauk
Kúrbítsblóm (Zukkini flowers)
Ég hef nú ekki kynnt mér það hvort það fáist kúrbítsblóm hér á Íslandi, en fyrir þá sem búa svo vel að komast yfir slík blóm þá er þessi uppskrift frábær sem léttur for eða milliréttur.
Þetta er hefðbundin crepes uppskrift. Gæti verið nóg að gera bara hálfa uppskrift, fer eftir fjölda blóma. Eða þá bara gera crepes úr afgangs deiginu.
1 bolli hveiti
2 egg
1/2 bolli mjólk
1/2 bolli vatn
1/4 teskeið salt
2 matskeiðar bráðið smjör
Slatti af kúrbítsblómum
"Veltið" blómunum upp úr deiginu og steikið á pönnu. Flóknara er það ekki.
Egyptian Walking Onions
Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þessa lauka, hef ekki séð þá hér á landi. Væri fróðlegt að prófa að rækta hann.
Setjið laukinn í eldfast mót með olíu, salti og pipar og setjið í 300° heitan ofninn í hálftíma - 45 mínútur.
Rauðbeðsídýfa
Þessi ídýfa er algjör sniiiiiiiilld. Hef aldrei verið fyrir rauðbeður, og ég mana alla til að prófa þetta.
5-6 rauðbeður
250 g sýrður rjómi
1-2 hvítlauksrif
salt og pipar
Sjóðið rauðbeður, setjið í matvinnsluvél ásamt öðru hráefni. Berið fram t.d með grilluðu pítubrauði.
Belgbaunir með hnetum og hvítlauk
Steikið belgbaunir upp úr smjöri og smá olíu, bætið við hvítlauk og salti og pipar. Þurrristið valhnetur og furuhnetur og blandið við baunirnar.
bon appetit!
Sx
Matur og drykkur | Breytt 10.9.2008 kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)