30.7.2011 | 19:16
Beyglur
Pizzadeig er svoldið eins og ostur, það má eld´aða, bak´aða, grill´aða, steikj´aða og sjóð´aða. Og svo hef ég rekist á fólk sem er sólgið í það hrátt.
- Það er upplagt að baka það, það fer ekki milli mála.
- Það er mjög gott að grilla það.
- Bestu pítubrauðin eru gerð úr pizzadeigi og elduð á heitri, þurri pönnu.
- Steikt pizzadeig, sem hefur verið flatt út eins og tortilla má nýta á ýmsan hátt eða búa til kodda með fyllingu og djúpsteikja.
- Soðið pizzadeig, ójá. Fyrst mótar maður deigið eins og kleinuhring, svo sýður maður það í 1-2 mín. Því næst bakar maður það í ofni. Þá fær maður fyrirtaks beyglur.
Beyglur
- 2 tsk þurrger
- 2 tsk sykur
- 1 1/4 bolli volgt vatn
- 500 g hveiti (ca 3 1/2 bolli)
- 2 tsk salt
- Fræ eftir smekk, t.d sesame fræ og þriggja korna blanda
- 1 eggjahvíta
1. Látið gerið freyða með 1/4 bolla volgu vatni og sykrinum. Bætið svo rest af volgu vatni út í, saltinu og hveitinu. Notið eins mikið hveiti og þið þurfið til að fá gott pizzadeig. Hnoðið extra vel.
2. Leyfið deiginu að hefast í klst.
3. Skiptið því í 8 jafna parta. Mótið litla bolta og gerið gat í miðjuna með fingrinum, svo þetta líti út eins og beygla.
4. Látið hefast undir rökum klút í korter.
5. Sjóðið vatn. Setjið beyglurnar í vatnið, nokkrar í einu, eins og komast fyrir í pottinum. Sjóðið í um eina mín á hvorri hlið.
6. Setjið soðnu beyglurnar á bökunarplötu, penslið með eggjahvítu og stráið yfir þær fræjum ef þið viljið. Ég mæli með þriggja korna blöndu og/eða sesamfræjum.
7. Bakið í ofni í u.þ.b korter á 220°c.
29.7.2011 | 16:09
Súkkulaðikaka með rauðbeðum og smá föstudagsfjör
Halló, halló. Það eru komnir nokkrir dagar síðan ég setti inn uppskrift hér en færslurnar hlaðast upp í hausnum á mér. Ég punkta þetta svo hjá mér í tölvunni og er komin með helling af skemmtilegheitum og ég veit ekki hvar ég á að byrja. Svo hef ég verið að vafra netið og er komin með slatta af uppskriftum sem mig langar til að prófa.
Föstudagsfjör
Tónlistin: Wilco og Feist
Vefsíðan: Fullt af videóum um mat...
Uppskrift frá blogginu mínu fyrir ári síðan.
Uppskrift frá blogginu mínu fyrir tveim árum síðan.
Vínið: Ég keypti kassavín um daginn, það var bara aldeilis ágætt. Era, Sangiovese, frá ítalíu.
___
Og áfram heldur baksturinn. Mig hefur lengi langað að prófa að setja soðnar rauðbeður í súkkulaðiköku, lét loksins verða af því og viti menn. Það er mjög gott!
Red velvet kaka er lituð með rauðbeðum eða eins og flestar uppskriftir segja til um, rauðum matarlit. Hér er ein girnileg uppskrift með rauðbeðum.
Og svona er sama uppskrift, um það bil, á íslensku:
Nokkurskonar Red Velvet muffins með rauðbeðum
- 3/4 bolli vel maukaðar rauðbeður (setti þær í matvinnsluvél)
- 1/2 bolli olía
- 1/2 bolli mjólk
- 3 msk AB mjólk eða hrein jógúrt
- 2 egg
- 3/4 bolli hveiti (3/4 skv uppskrift en ég notaði eitthvað meir en það)
- 2/3 bolli sykur
- 1/2 bolli kókó
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk matarsódi
- 1/4 tsk salt
Hitið ofn í 200°c. Setjið allt ofantalið í hrærivél og hrærið vel saman. Setjið í kökuform eða muffinsform.
Bakið í u.þ.b 25 mín.
Kælið og setjið á hana krem að eigin vali, t.d krem úr rjómaosti eins og ég notaði á makkarónurnar í færslunni hér á undan eða eitthvað gott súkkulaðikrem eins og t.d ganache...
Góða helgi. Skemmtið ykkur vel yfir mat og drykk.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2011 | 20:24
Brownies
Ég er ekki mikill bakari en ákvað að skella í Brownies því það fer svo vel með ísnum sem ég talaði um í færslunni hér á undan.
Þessa uppskrift fann ég á netinu og hún er víst frá gaurunum sem eiga Baked. Þetta var fín uppskrift.
BROWNIES
Uppskriftin er mæld í bollum, en 1 bolli er 2,4 dl.
- 1 1/4 bolli hveiti
- 1 tsk salt
- 2 msk dökkt kakó
- 120 g dökkt súkkulaði
- 1 bolli ósaltað smjör
- 1 tsk instant espresso duft (má sleppa)
- 1 1/2 bolli sykur
- 1/2 bolli púðursykur
- 5 egg, við stofuhita
- 2 tsk vanilludropar
Hitið ofinn í 180°c. Smyrjið skúffukökuform ( 9x13 tommur eða 23 x 30 cm)
Hrærið saman hveiti, salti og kakói.
Bræðið saman súkkulaði og smjöri, ásamt espresso dufti í vatnsbaði þar til það er bráðnað. Bætið við sykrinum. Nú ætti blandan að vera við stofuhita.
Bætið við 3 eggjum í súkkulaðið og hrærið vel saman. Bætið við rest af eggjum og hrærið saman. Setjið vanilludropana út í. Passið ykkur nú að hræra deigið ekki of mikið.
Blandið hveiti mixinu við súkkulaðiblönduna, notið til þess sleif, blandið þessu varlega saman.
Setjið í form og bakið í miðjum ofni í u.þ.b 30 mín. Snúið forminu í 180°á miðjum bökunartíma til að fá jafnan bakstur.
Skerið í ferninga og geymið í loftþéttum umbúðum, þessi kaka geymist í um 3 daga í kæli.
Matur og drykkur | Breytt 17.7.2011 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2011 | 13:16
Uxahalar og makkarónur
Ég eldaði uxahala um daginn, þeir voru bragðgóðir og svo meyrir, enda leyfir maður þeim að malla í 3-4 klukkutíma. Þeir eru yfirleitt notaðir í kássur eða súpur. Ég mæli með að þið prófið þetta kjöt ef þið rekist á það. Ég kaupi mitt kjöt hjá bóndanum á Hálsi, og þeirra halar eru súper.
Ein leið til að elda svona hala er að gera súpu að hætti Kóreubúa en hér eru linkar á nokkrar uppskriftir.
Svo væri hægt að gera súpu eins og þeir gera á Hawaii. Anís gæti verið spennandi krydd í uxahalasúpu.
Og hér eru þrjár girnilegar frá Bon Appetit
Nú er ég komin með valavíða, veit ekki hvaða uppskrift ég ætti að prófa næst, en ég læt ykkur vita hvernig þetta endar hjá mér næst þegar ég elda uxahala.
Ég prófaði að baka makkarónur um daginn, hafði ekki gert svoleiðis áður enda ekki bakað mikið um ævina fyrr en ég flutti í sveitina. Þær heppnuðust ágætlega og kremið sem ég bjó til passaði vel við. Ég átti eggjahvítur því ég bjó til ís um daginn. Það er ágætt kombó, makkarónur og ís til að nýta bæði hvítur og rauður.
Makkarónur
ATH, best er að skilja hvítur og rauður að daginn áður og geyma í kæli.
- 2 eggjahvítur
- 70 g möndlur
- 130 g flórsykur
- 2 msk sykur
- Matarlitur ef þið viljið hafa þetta skrautlegt
Hitið möndlurnar í ofni við 150°c í 10 mín. Leyfið þeim að kólna.
Þeytið eggjahvítur þar til þær eru aðeins farnar að stífna. Bætið sykrinum út í. Hrærið í 1-2 mín til viðbótar
Hrærið saman í matvinnsluvél möndlur og flórsykur þar til möndlurnar eru fínt malaðar.
Setjið matarlit í eggjahvíturnar og blandið þeim svo við flórsykursblönduna.
Setjið deig í sprautupoka og sprautið út deiginu í litlar hringlóttar kökur á smjörpappír sem er á bökunarplötu. Látið þær standa í klukkutíma eða þar til það hefur myndast utan á þeim skel.
Hitið í ofnu við 150°c í 12-15 mín. (Kannski ögn lengur).
Vanillu appelsínukrem
- 1 dós (250 g) rjómaostur
- 1 vanillustöng
- 2 msk appelsínusafi
- 2 msk flórsykur
Skafið vanilluna úr stönginni (einnig hægt að nota 1 tsk vanilludropa). Blandið öllu hráefni saman og hrærið því vel saman.
Takið tvær makkarónur og setjið kremið á milli. Geymið í kæli.
Hér er mjög fín síða um makkarónur og hvað gæti betur farið ef eitthvað fer úrskeiðis.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2011 | 08:59
Avacadoís og hundasúruís
Þegar ég fæ stund aflög þá leggst ég í matreiðslubækur og síður um mat á netinu, nóg er af matarbloggum, sérstaklega á ensku. Ég er búin að bookmarka svona 100 uppskriftir sem ég hef fundið á hinum og þessum vefsíðum og mig langar að prófa. Eitt af því var avacadoís.
Ég hef ekki verið mikið í ísgerð en það á eftir að breytast. Það tekur enga stund að skella í ís og maður getur haft uppskriftina misflókna.
Einöld grunnuppskrift af ís er t.d þessi:
Vanilluís
- 5 eggjarauður
- 5 msk sykur
- 5 dl rjómi, léttþeyttur
- 1 tsk vanilludropar
Þeytið saman egg og sykur. Bætið við léttþeyttum rjóma og vanilludropum og blandið varlega saman. Frystið. Hrærið í ísnum öðru hvoru á meðan hann er að frjósa.
Svo má bragðbæta hann, eins og t.d með hundasúrum sem smakkast mjög vel.
Þá maukaði ég lúku af hundasúrum með smá sykri með töfrasprota og 2-3 msk af mjólk þar til hann var orðinn að paste-i. Þá blandaði ég honum saman við 1/3 af vanilluísnum (miðað við uppskriftina hér að ofan). 2-3 lúkur af hundasúrum myndi þá duga í heila uppskrift.
Svo er hægt að gera nokkuð hollan ís. Ég prófaði það áðan og hann var svo góður að ég þurfti að hemja mig að borða hann ekki allan áður en ég frysti hann.
Avacadoís
- 1 avacado
- 1 banani
- 2 msk agave sýróp
- 2 dl rjómi, léttþeyttur
- Safi úr hálfri sítrónu
- 1/2 dl mjólk
Maukið saman í blender eða matvinnsluvél avacado, banana, mjólk, sítrónusafa og agave sýrópi. Létt þeytið rjóma. Blandið saman rjómanum og avacadoblöndunni. Frystið.
Einnig er hægt að skera avacado og banana í grófa bita, kreista yfir þá sítrónusafa og frysta. Og þegar ykkur langar í eitthvað hressandi og næringarríkt þá má skella þessu í blender með smá mjólk eða soya mjólk og úr verður fínasti sjeik.
6.7.2011 | 15:36
Hvað er hægt að gera við 21 kg af rabarbara?
Þá er ég búin að ná í smá rabarbara. Ég og nágranninn sóttum nokkra stilka sem við skárum niður og gengum frá í frysti og þegar uppi var staðið vorum við með 21 kg.
Þá er bara að ráðast í það að finna skemmtilegar rabarbara uppskrifir til að nýta þetta c vítamín og járnríka grænmeti.
Aflinn kominn í hús.
Ég leyfi ykkur svo að fylgjast með hvað verður úr þessum frábæra rabarbara.
En hér er einfaldur réttur sem ég gerði því ég varð að nota spínatið sem ég átti inní ísskáp.
Wok the line
- 2-3 lúkur spínat
- lúka af kasjúhnetum
- humar ..eða rækjur
- 2-3 rif hvítlaukur
- 2-3 tsk rifinn ferskur engifer
- Sweet thai chile sósa, 1-2 msk
- 1 msk soya sósa
- 1 epli smátt skorið í teninga
- 1 lúka sesame fræ
- smá olia til steikingar
Steikið hvítlauk og spínat á pönnu (helst wok) í smá stund. Bætið restinni saman við og látið malla þar til humarinn (eða rækjurnar) er eldaður.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)