28.6.2013 | 11:20
Brauðterta með reyktum lax
Í tilefni þess að sonur minn varð eins árs um daginn þá bakaði ég köku honum til heiðurs og ákvað að gera köku sem hann gæti smakkað og þar sem hann er of ungur til að vera að japla á súkkulaðikökum þá gerði ég frábæra brauðtertu.
Það er ekki mikið mæjó í henni þar sem því er blandað við sýrðan en það er að sjálfsögðu bara smekksatriði hvernig hlutföllin eru þar. Svo er hún smurð að utan með rjómaosti sem fer frábærlega vel með reykta laxinum.
Uppskriftina fann ég á Saveur og má nálgast hér og svo bloggaði ég hvernig mér tókst til á blogginu mínu The House by the Sea.