Sushi og tai


Hér eru asískir staðir sem ég hef heimsótt í Köben.

Sushi Treat. Lítill sætur sushi staður á Sønder Boulevard.  Ég var mjög ánægð með matinn og hvítvínið(húsvínið).

Wagamama.  Einn af uppáhalds stöðunum mínum.  Wagamama er tælenskur staður staðsettur við Tívolíið, og inngangur bæði þaðan og frá götunni.  Innréttingarnar eru hráar en virka vel.  Matarskammtar eru vel út látnir, og mjög góðir. Ég mæli með nr 41,44 og 49.  Hvítvínið Stravento bianco er mjög fínt og á góður verði, flaskan 149 kr. Ég hef alltaf fengið topp þjónustu á Wagamama.  Matseðilinn má finna á netinu, bæði á dönsku og ensku.

Lê Lê nhà hàng.  Mjög vinsæll staður.  Það er ekki tekið við borða pöntunum, þannig að um helgar er oft löng bið eftir borði.  Ég mæli með kræklingnum.

Sticks and Sushi.  Ég fór á staðinn við Nanensgade, mjög gott sushi, einnig er Sticks and sushi á Istegade sem er mjög vinsæll.

Indian Sticks & Letz Sushi.  Fínn staður, ekki langt frá Amager Torv. Það er svona take away feelingur, en samt eru nokkur borð til að sitja við inni. Sushi-ið var ágætt, en mér fannst indverski maturinn mjög góður.

Ricemarket.  Hef gert tvær færslur um þennan stað, sem lesa má hér fyrir neðan.

Svo hef ég heyrt að Wokshop sé spennandi.

 kv, Soffía


Vín og Matur

Ég er með á gestablogg á vinogmatur.is, þar sem ég tala um uppáhalds staðina mína í köben.  Hér er linkur á bloggið. 

 Maðurinn minn varð 35 ára og hann mátti fara hvert sem hann vildi í afmælisdinner (hann bauð mér á Era Ora)  Hann vildi fara á Salon, lítið sætt kaffihús/bar, sem er með geggjaðar samlokur.  Sýnir það að það þarf ekki alltaf að fara á þá dýrastu eða fansý staði við sérstök tækifæri. Þið getið lesið nánar um þessa tvo staði í gestablogginu.

 

IMG 7056

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband