Veisla síðar í sumar

Er að byggja hús í Hvalfirði og hef fengið að níðast á nokkrum vinum þegar kemur að því að járnabinda og fleira skemmtilegt. 

Það er ekkert auðvelt að vera alltaf að biðja um hjálp, því þetta er þó nokkur vinna en það munar svo  um hvern og einn sem hjálpar.  Þannig að kærar þakkir til allra sem hafa komið og hjálpað okkur og ég veit að eiga eftir að hjálpa enn meir þar sem við erum "rétt" að byrja......  

 

En svo verður slegið upp veislu fyrir þessa góðu vini sem hafa lagt hönd á plóg síðar í sumar og þá verður eitthvað svakalega gott að borða, og jafnvel komin tími til að undirbúa veisluna.

Ég er svona aðeins byrjuð að spá í hvað væri sniðugt að bjóða upp á, eiginlega must að grilla þannig að það verða annaðhvort kindaspjót með tyrknesku ívafi eða nautaspjót með japönsku ívafi.

Svo verða 3-4 appetizerar og eitthvað gott að drekka.

Kindaspjót

  • Kindafille
  • Cumin
  • Chile powder, og/eða ferskur chile
  • Mynta eða Thyme, eftir smekk
  • Hvítlaukur, bara smá
  • Salt 
  • Pipar
  • Pistachios 
  • Sítrónubörkur, rifinn

Allt sett í blender, og laushakkað. Skiptið hakkinu jafnt á spjót og mótið það utan um spjótin með höndunum. 

Svo er það með þetta eins og allt annað, það má bæta við kryddum, sleppa hnetum osfv osfv, bara eftir smekk hvers og eins.  Ef þið eigið góð tyrknesk krydd þá er um að gera að imprúvæsera með þau.

Borið fram með salati, pítubrauði (eða Roti), jógúrtsósu og  rauðlaukssalati.

Rauðlaukssalat

  • Rauðlaukur
  • Sítrónusafi
  • Salt
  • Pipar
  • Parsley

Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar, blandið honum saman við sítrónusafa, salti, pipar og parsley.

Rauðlaukur rokkar!

www.soffia.net

Soffía Gísladóttir ©       www.soffia.net

 

 

 


Brauð

Ég á það til að vita nákvæmlega hvað mig langar í að borða, kannski of nákvæmlega því nú langar mig í svona bollur sem maður bakaði í heimilisfræði í grunnskóla. 

Ég fann nú eina uppskrift á netinu sem hljómar svipað og það sem ég er að hugsa, kannski maður láti vaða á þetta í vikunni.

Flettubrauð í heimilisfræði

  • 1 1/2 dl. heilhveiti
  • 1 dl. hveiti
  • 1 1/2 tsk. þurrger
  • 1/4 tsk. salt
  • 1 tsk. sykur
  • 1 1/2 dl. volgt vatn
  • 1/4 dl. matarolía


Þurrefni í skál, vatni og olíu bætt út í og hrært saman. Látið hefast í 10-15 mín.
Hnoðið, rúllið því í lengju sem skipt er í þrennt. Fléttið saman. Penslið með vatni og bakið í 10-15 mín. við 200 gráður.

Nema ég myndi jafnvel búa til bollur úr þessu frekar.  

www.soffia.net

Soffía Gísladóttir ©       www.soffia.net

 

 


Útlitið er allt

Ég keypti tvo ávexti um daginn bara því þeir eru svo fallegir, drekaávöxt og kiwano, reyndar keypti ég kiwano því mér fannst appelsínuguli litur þess tóna svo fallega við bleika og græna lit drekaávaxtarins. 

www.soffia.net

Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég geri við þetta en eg fann uppskrift með Kiwano sem mér finnst hljóma vel.

Fiskur með kiwano salsa

  • Rauðlaukur
  • Agúrka ( 1/4 eða bolli eða svo)
  • 1 stór tómatur, fjarlægið fræ
  • 1/2 avacado
  • Safi úr einni lime
  • Smá chile sósa
  • Smá saxað kóríander
  • Lúða, eða einhver góður fiskur

Skerið kiwano til helminga á lengdina og takið út pulpið úr öðrum helmingnum með skeið og setjið í skál. Skerið hinn helminginn í sneiðar og setjið til hliðar til að nota til að skreyta diskinn.

Setjið pulpið og allt saman í skál og mixið vel saman.

Steikið fiskinn á grillpönnu t.d  eða útigrilli. Berið fram með Kiwano salsa og kiwano sneiðunum.
Það er talað um að það sé hægt að nota kiwi í staðin fyrir kiwano, veit ekki hvernig það myndi smakkast.  Ég hef ekki prófað þessa uppskrift sjálf ennþá.

Þessir ávextir eru svo myndrænir, sem er eiginlega ástæða þess að ég keypti þá, en ég fékk það verkefni að mynda ávexti og grænmeti um daginn. 

www.soffia.net

 


Naut kælt í ísvatni

Fór á Fiskmarkaðinn með nokkrum vinum eitt hádegið.  Þeir eru með mjög gott sushi, eiginlega besta sushi sem ég hef fengið lengi. Staðurinn sjálfur er mjög kósí, sérstaklega niðri í kjallaranum. Þjónustan var fín, þannig að þessi staður fær 5 M hjá mér, fullt hús stiga.

Ég rakst á skemmtilega uppskrift í bók hjá vini.  Þar sem ég er mikil áhugamanneskja um nautakjöt þá fannst mér þessi uppskrift mjög spennandi.  Fann hana í japanskri matreiðslubók og hún hljóðar svona.

Piprið steikina og látið standa í hálftíma eða svo.  Steikið á pönnu, rare!!!  Setjið það svo í ísvatn (skál með vatni og klökum í) í 20 mín. Þurrkið kjötið og skerið það í þunnar sneiðar og þræðið upp á grillspjót eða einhvern tein.  Berið fram með góðu dip.

Ég hef lesið um sömu aðferð með svínakjöt. Nema þá væntanlega elda það ögn meir en bara rare.

Þetta má t.d bera fram með CITRUS SHOYU

  • 1 sítróna
  • 2 msk Lime safi
  • 2 msk rice vinegar
  • 1/4 bolli shoyu
  • 1 msk  mirin
  • 4 vorlaukar, smátt skornir
  • Bútur af fersku engifer, rifið eða skorið fínt

Öllu blandað saman. 

TIP: Mirim er snilld og algjört must þegar verið er að sjóða sushi hrísgrjón.

 


Ætifíflasúpa

Ætifífill er það sem kallast á ensku Jerusalem artichoke og á dönsku er það jordskokker.  Ekki sérlega fallegir en mjög bragðgóðir.

Hef búið til súpu úr þeim sem var rosalega góð.

Ætifíflasúpa

  • 300 g ætifíflar (skornir í bita)
  • 200 g kartöflur (skornar í bita)
  • 2 laukar
  • Ólífuolía
  • Smá smjör
  • 1 dl möndlur
  • 1 1/2 L grænmetiskraftur
  • Smá  rjómi
  • Smá hvítlaukur
  • Salt
  • Pipar

Steikið lauk, kartöflur og ætifífla í olíu. Bætið við grænmetiskrafti og vatni, látið sjóða, bætið við rjóma og smjöri eftir smekk.  Þegar þetta er tilbúið maukið þetta í blender.  Berið fram með smá sýrðum rjóma og möndlum.  (Ég á sjaldnast möndlur og sleppi þeim þá bara)

Svo má breyta þessari uppskrift eins og manni dettur í hug, nota kjúklingakraft, krydda hana til , nota t.d steinselju eða sellerí osfv osfv...

 

Ég á reyndar ekki mynd af ætifíflum, bara rófum....

www.soffia.net

 


Réttur í anda Wagamama

Einn af okkar uppáhalds í Köben er Wagamama.  Ég datt niðrá bók með uppskriftum frá Wagamama og tók niður eina sem hljómar eins og sá réttur sem okkur fannst hvað bestur.

Yaki soba

  • 110 g Soba, eða udon núðlur
  • 2 msk Yakisoba dip
  • 1 laukur
  • 4 vorlaukar
  • Ferskur chile pipar
  • Hvítlaukur
  • Lúka af baunaspírum
  • 15 litlar ræjur, eldaðar
  • 2 msk matarolía
  • 1 Kjúklingabrjóst
  • 1/2 rauð paprika
  • 1/2 græn paprika
  • 2 egg, hrærð saman
  • 25 g sultað engifer
  • 1/2 tsk ristuð sesamfræ

Kjúklingur og paprikur steikt, svo koma núðlur og rest og látið malla smá. Hrærðu eggin út í og eldað það til þau eru tilbúið.  Bætið svo við sultuðu engifer og ristuðum sesamfræum þegar þið berið réttinn fram. Gott að steikja og þurrka skallot lauk og hafa með þessum rétti.

Ég er ekki viss um að Yakisoba sé til í búðum en það má búa hana til og það gæti hljómað einhvernvegin svona.

Yakisoba dip

  • 1/2 msk
  • Ostrusósa
  • 1-2 msk Soya
  • 4-5 msk sykur
  • 1 msk Mirin
  • 1/2 msk Sake
  • 1 msk hunang
  • 1 msk sesamolía
  • chili flögur.

Öllu hrært vandlega saman.

www.soffia.net

 


Tapas bar í strætó

Ég fékk þessa frábæru hugmynd. Afhverju ekki að hafa tapas bar aftast í strætó?  Bara svona kósí borð sem fólk getur staðið við og tjattað og fengið sér smá bjór eða hvítvín og tapas, t.d baguette með krabbasalati eða ólífur og ítalska pulsu með grænpipar.  Og svo fyrir hina sem eru bara að fara 2-3 stöðvar og á hraðferð þeir geta fengið sér expresso með galiano eða tópas skot.

Sjáiði ekki fyrir ykkur stemmarann í vagninum? Þetta myndi örugglega auka kúnnahópinn.

Afhverju fékk ég þessa awesome hugmynd. Nema hvað, ég gerði nokkuð sem ég hef ekki gert í 10 ár! Ég tók strætó!  Eina sem ég gæti hafa gert vitlaust er þegar hvítur miði prentaðist út úr einhverri dollu.  Á maður þá semsagt að taka þennan miða?  Jæja, ég gerði það ekki, heldur bara horfði vandræðaleg á miðann og bílstjórann til skiptis, og engin sagði neitt þannig að ég gekk bara inn í vagninn...án miðans. (Í gamla daga þá spurði gaurinn alltaf... "Skiptimiða?" Var þetta semsagt skiptimiðinn?)

Það voru ekki margir í strætó, kannski 3-4 og engin sagði neitt og engin í stuði. Held að sagan hefði verið önnur ef við hefðum staðið við tapas barinn í góðu tjilli.

Nema hvað, ég held ég eigi eftir að nýta mér þennan samgöngumöguleika aftur. Þetta var áreynslulaust.

Þetta gæti verið einn rétturinn á tapas barnum í strætó. Ekki að ég sjái samt fyrir mér útigrillið í strætó.  Þetta má líka grilla fyrirfram og bera fram kalt, og virkar eflaust líka vel að grilla þetta á grillpönnu.

Grillað Hot Capicola salami

Skerið í þunnar sneiðar og grillið á báðum hliðum. Nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Það er mjög gott að setja hinar og þessar salami eða pulsur í þunnum sneiðum á útigrillið.

www.soffia.net


Kræklingatínsla og veisla

Ótrúlegt hvernig hægt er að tala í kringum hlutina.  Buðum vinum að borða með okkur krækling sem við tíndum.  Við héldum að við ætluðum að borða heima hjá þeim og þau héldu að við ætluðum að borða heima hjá okkur, þannig að á sama tíma fóru þau til okkar og við til þeirra. 

Svo hringja þau og spyrja hvar við séum. Við segjumst vera á leiðinni, "við verðum komin eftir 10 mínútur." Og spyrjum hvar þau séu.  Þau segjast vera úti.  Flott hugsum við, enda nice veður og sjáum þau fyrir okkur út í garði hjá sér.

10 mín síðar erum við mætt til þeirra, en engin heima og engin útí garði.  Við hringjum í þau og spyrjum hvar þau séu, þá voru þau úti, fyrir utan hjá okkur!  Og þegar við vorum á leiðinni þá héldu þau að við værum á leiðinni heim til okkar, en ekki á leiðinni til þeirra.

Þetta er nú bara brot af því sem við töluðum í kring um hlutina um þetta matarboð og allan tíman með sitthvorn stað í huga.  En allt er gott sem endar vel.  10 mínútum síðar voru þau komin heim til sín þar sem við biðum spennt með fullan pott af kræklingi.  Maturinn hefði ekki getað verið betri og hvað þá félagsskapurinn. 

Semsagt, fórum að tína kræklinga í gær og þeir voru svo stórir og flottir og ótrúlega góðir.  Ferskara getur það ekki verið.  R og ekki r, þumalputtareglan er víst sú að það megi bara tína krækling í mánuðum með r í heiti.  En ég hef nú ekki áhyggjur af því, sérstaklega því það er búið að vera mjög kalt undanfarið.

www.soffia.net

Við bjuggum til tvo mismunandi rétti, en ég hef bloggað um svipaðar uppskriftir áður sem má finna hér.

Kræklingur með sinnepi

  • 1/2 L rjómi
  • 2-3 dl  gott hvítvín
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 100- 150 g smjör
  • 3-4 msk Dijon sinnep, eða eftir smekk.
  • Sinnep með fræjum
  • Sætt sinnep
  • Salt
  • Pipar
www.soffia.net

Thaí kræklingur

  • Ein dós kókósmjólk
  • Nokkrar msk rautt karrý paste (eftir smekk)
  • 1/2 -  1 rauður Chile, eftir því hvað hann er sterkur
  • Hvítlaukur (2-3 rif)
  • 1 rauð paprika
  • 1 rauðlaukur
  • Vorlaukur
  • Lime
  • Engifer
  • Kóríander
  • Thaí sweet chili sauce
  • Salt og pipar
  • Íslenskt smjör

Hitið smjör á wok, setjið útí allt grænmeti og kryddi og svitið lauslega, bætið svo við kókósmjólk og hvítvíni.  Ekki noijið í hvaða röð þetta endar á pönnunni, nema kræklingurinn sem fer útí á síðustu 3-5 mínútum.


www.soffia.net

 

Munið svo að henda þeim krækling sem ekki opnar sig.


Bárum fram með þessu baguette, osta, ítalska kryddpulsu, rauðlauk, papriku og sultu.  Drukkum með þessu Montes, Sauvignion Blanc og  Viña Maipo, Chardonnay.

www.soffia.net

 

 Svo sló tveggja mánaða rangeygði kettlingurinn í gegn, vill svo skemmtilega til að við eigum sama afmælisdag og okkur finnst báðum rauvín mjög gott.

www.soffia.net

 


Súpa til að eiga í frysti sem hentar vel í svo margt.

Ég á vinkonu sem hefur í nógu öðru að snúast þessa dagana en að elda fyrir utan það að hún hefur ekkert gaman að því.  Þannig að ég eyddi með henni degi og eldaði fyrir hana nokkra rétti til að eiga í frysti.  Svona svo hún freistist ekki í take away og óhollan skyndibita.

Ég eldaði basic tómat grænmetissúpu sem svo er hægt að gera heilan helling við, fín súpa til að eiga í frysti þegar maður hefur ekki tíma í að elda.  Það er hægt að hita hana upp og setja út í soðið pasta eða fisk, ferskt spínat og/eða kjúkling, svartar baunir, nachos og ost og gera þar með úr henni mexíkóska súpu....svo fátt eitt sé nefnt.  Nú eða bara hafa hana eins og hún er og rífa ferskan parmigiano yfir.  

Hér er uppskrift af súpunni. Ég myndi sleppa kjúklingabaunum og spínati ef þið ætlið að frysta og nota sem base.

 www.soffia.net

Svo steikti ég grænmeti á wok með sweet chili sauce og soya.

Soya sósa

  • Ljós soya sósa
  • Dökk soya sósa
  • Sykur
  • Salt eftir smekk.... 

Allt hitað í potti og helt yfir grænmetið á wok pönnunni ásamt Thai sweet chili sauce.  Borið fram með hrísgrjónanúðlum.


Ýsusúpa og karrýsa

Undanfarið höfum við verið að elda úr ýsu.

Ýsusúpa (miðað við tvo)

  • Ýsa
  • Kúrbítur
  • Púrra
  • Lime safi
  • Rifinn lime börkur
  • Hvítvín
  • Hvítlaukur
  • Salt
  • Pipar
  • Olía
  • Smjör
  • Kókósmjólk
  • Tómatar í dós, 2-3 msk
  • Campels tómatsúpa, 1 msk
  • Karrý de lux frá pottagöldrum (gult karrý)
  • Cumin
  • Fersk púrra og smá sýrður on top

Steikti grænmeti úr olíu og smjöri, bætti við lime og kryddi, svo kom kókósmjólk tómatdót og hvítvín.  Skar (tætti) fiskinn í munnbitastærð og steikti á sér pönnu í 1-2 mín með lime, smjöri salti, pipar og hvítlauk og bætti svo út í súpuna og sauð í nokkrar mínútur.

Þetta var fáránlega gott.

 

Svo var kærastinn greinilega undir áhrifum...frá mér... þegar hann kom með næsta rétt

Karrýsa

  • Ýsa
  • Laukur
  • Púrra
  • Sal y pebre (Salt og pipar)
  • Kókósmjólk, en bara smá, 1 msk eða svo, miðað við fyrir tvo
  • Smjör
  • Karrý de lux
  • Sykur
  • Balsamic sýróp

 

Steikt á pönnu.  Balsamic sýróp sett á diskinn þegar þetta er borið fram.  Og það passar mjög  vel við þennan rétt.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband