Svartar baunir og egg í morgunmat

Á páskamorgun gerði ég morgunverð með mexíkósku yfirbragði. Ég átti chilpotle í adobo sósu, maíshveiti og svartar baunir. Snilldar hráefni. Ég var undir áhrifum Huevos rancheros og notaði það sem til var í kofanum. Nema það að ég þurfti að stela tveimur eggjum frá hænsnabóndanum á næsta bæ. Ég vona að hann lesi ekki þessa færslu... :D

Ég mæli með því að þið prófið að fá ykkur svartar baunir með eggi einn morgunin þegar þið hafið tíma til að dunda við morgunverðinn.  Þið getið t.d fylgt þessari uppskrift en sleppt chilpotle piparnum og notað venjulegan chili eða chilikrydd í staðin eða sleppt chili ef þið viljið ekki mjög sterkan mat.

Mér finnst líka mjög gott að hita baunirnar (úr dós) einar og sér og borða með tortilla og eggi, það sem sagt þarf ekki að steikja þær með fullt af gumsi en það er líka gott, um að gera að þreyfa sig áfram með því sem manni finnst gott.

svartar baunir

Svartar baunir með chilpotle

  • 1 dós svartar baunir
  • 1 chilpotle í adobo sósu (það er hægt að panta svoleiðis á netinu)
  • Græn paprika
  • Laukur
  • Hvítlaukur
  • Salt
  • Smjör
  • 2-3 msk tómatar eða tómatsósa í dós, ég notaði crushed tomatoes frá Eden

 

Bræðið smjör, svitið græna papriku, lauk og hvítlauk. Bætið við smátt skornum chilpotle pipar og dósatómatsósunni. Hrærið saman. Bætið við svörtu baununum, annað hvort soðnum eða tilbúnum úr dós. Saltið eftir smekk.

Ef þið eigið ekki chilpotle þá má nota hvaða chile sem er í staðin, en það góða við chilpotle er að það er rosalega gott reykt bragð af honum.

 

Maískökur

  • Maíshveiti
  • Vatn
  • Hveiti

Hnoðað saman, flatt út og steikt á pönnu eins og ég hef áður sagt frá.

Salsa

  • Tómatar
  • Laukur
  • Græn paprika
  • Jalapeno, niðursoðinn
  • Salt
  • Pipar

 

Skerið allt smátt og blandið vel saman. (Ef þið eigið ferskt kóríander þá er það nú ekki verra)

egg og baunir

Egg

  • Egg
  • Salt

Eldið eggin eins og ykkur finnst best, mér finnst over easy must með þessum rétt en ég skramblaði þau reyndar í þetta sinn.

egg og baunir

Daginn eftir hafði ég afganga af baununum og steikti eggið.  Þá prófaði ég líka að setja baunir í hrísgrjónapappír sem ég svo steikti, mér fannst það ekki jafn gott og að hafa þær bara lausar on the side, en alltaf gaman að prófa sig áfram.

Ef þið viljið lesa ykkur til frekar um Huevos rancheros þá er um að gera að gúgla það, “ Huevos rancheros”. Ég mæli með þvi.


Lýs til að lita egg og kræklingur borinn fram með pizzu með fetaosti og ólífum

Þá er komið að laugardeginum um páskahelgina. Um 11.00 leytið henti ég í pizzadeig, ég prófaði að gera tvær nákvæmlega eins uppskriftir nema nota sitthvort hveitið, annarsvegar Pillsbury best og svo Kornax. Deigin hefuðu sig nákvæmlega eins og mér fannst þau smakkast eins, þannig að lítið meir um það að segja.

 

Dagurinn fór svo í heimsókn á næsta bæ og þar var staldrað við í drykk og fékk ég að fylgjast með húsfrúnni undirbúa Páskabrunch. Hún er frá Sviss og þar er hefð að lita soðin páskaegg sem eru svo borðuð í brönsinum.

lýs

Þurrkaðar lýs 

Það væri ekki frásögu færandi nema bleiki liturinn fæst með því að sjóða þurrkaðar lýs frá Perú með eggjunum. Svo var mér sagt að konur í Morocco nota þessar lýs til að gera bleika varaliti.

egg

Bleik egg lituð með lúsunum 

Eggjaleikurinn felst í því í grófum dráttum að sessunautar slá saman sitthvoru egginu þar til annað brotnar og sá sem endar með heilt egg stendur uppi sem sigurvegari.

brauð

brauð 

Einnig bakaði frúin ofboðslega fallegt flettubrauð. Mjólk, hveiti, ger... ég þarf að nálgast þessa uppskrift!

 

lisa

Lisa, bóndi á Hálsi 

Bændurnir komu svo yfir í mat og drykk. Á boðstólnum var kræklingur með pizzabrauði. Ég notaði einfalda uppskrift.

Kræklingur í rjóma og hvítvíni

 

  • Kræklingur
  • Laukur
  • Rjómi
  • Smjör
  • Hvítvín
  • Hvítlaukur
  • Fersk steinselja
  • Dijon sinnep

 

Laukur og hvítlaukur svitaður í smjöri, skvetta af hvítvíni og slatti af rjóma. Bragðbætt með salti, pipar og Dijon sinnepi.  Ég sauð kræklingin í öðrum potti, eins og í síðustu kræklingauppskrift og bætti honum svo við í soðið þegar hann hafði opnað sig.

Skreytt með ferskri steinselju.

 

Pizzabrauð með ólífum og feta

 

  • Pizzadeig
  • Fetaostur í kryddlegi
  • Svartar ólífur
  • Salt

 

 

Fletjið út pizzabotn, dreyfið yfir fetaosti og ólífum og slatta af salti, bakið við 220 þar til botninn er bakaður.

 

Pizzabrauð með hvítlauk

 

  • Ólífuolía
  • Hvítlaukur

 

Fletjið út deig, penslið með ólífuolíu. Skerið hvítlaukinn í þunnar sneiðar og dreyfið yfir. Salti vel. Bakið í ofni við 220°c þar til botninn er bakaður.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband