Ýsa með skyri

Eins og þið kannski vitið þá elda ég yfirleitt littla skammta, í forréttastærð (tapas).  Ég elda einn rétt og svo kærastinn minn einn rétt.  Svo fer bara eftir því hvað við erum svöng hversu marga rétti við eldum.  Yfirleitt þó bara einn á mann á virkum dögum, en gerum vel við okkur um helgar með nokkrum réttum á mann.

Þetta verður til þess að við borðum hægar, fjölbreyttari fæðu og njótum matarins.  Það er auðvitað ekki á allra manna færi að haga matartímanum sínum svona. Og plús það þá er matur áhugamál á okkar heimili og við höfum gaman að þessu og svo eigum við ekkert sjónvarp þannig að þetta er það sem við dundum okkur við, Top Chef - LIVE :P


Fyrr í vikunni þá hentum við í sitthvorn réttinn.   Borið fram með Chardonnay frá Gallo og Slowblow.  Þeir hituðu eitt sinn upp fyrir Blonde redhead og það eru með minnisstæðustu tónleikar sem ég hef farið á.  Bæði böndin hrikalega góð á þessum tónleikum.

Ég gerði fiskrétt sem var mjög góður (5 M)

 www.soffia.net

Austurlensk ýsa með austurlenskri skyrsósu

  • Ýsa
  • Gulrætur
  • Kúrbítur
  • Hvítlaukur
  • Púrra
  • Thai sweet chili sauce
  • Kókósmjólk
  • Red curry paste
  • Salt
  • Pipar
  • Rice paper (Hríspappír)

Grænmeti steikt á pönnu, fiskur skorin í litla bita og steiktur með grænmeti. Saltað og piprað.  Red curry og kókósmjólk bætt við ásamt Thai sweet chili sauce og látið malla í smá stund.

Hitaði vatn í potti.  Rice paper settur einn í einu í  vatnið í hálfa mínótu eða svo.  Takið hann upp úr og látið leka af honum mesta vatnið.  Fyllið hann með ýsu karrí sullinu og rúllið honum upp, svona svipað og vorrúllu.

 Skyrsósa

  • Hreint skyr
  • Smááá hvítlaukur
  • Salt
  • Púrra, smátt skorin
  • Thai sweet chili sauce

Öllu blandað vel saman.

 

 Borið fram með Vistamar, sauvignion blac frá Chile.

 

Kærastinn bjó til kjötbollur í súrsætri sósu. Klassískur réttur og heppnaðist mjög vel.

  • Grísa og nautahakk
  • Laukur
  • Púrra
  • Hvítlaukur
  • Salt
  • Pipar
  • Ungversk paprika
  • Egg

Öllu blandað vel saman og búið til bollur sem voru steiktar. 

Súrsæt sósa

  • Tómatsósa
  • Vatn
  • Thai sweet chili sauce
  • Hvítlaukur
  • Púrra

Allt í pott og látið malla.  Bollurnar settar út í pottinn með súrsætu sósunni í nokkrar mínótur áður en þetta var borið fram. Skreytt með sýrðum rjóma.

www.soffia.net

 


Silungur og grísk jógúrt

Loksins er hægt að fá gríska jógúrt á Íslandi.  Það er hægt að gera svo margt með gríska jógúrt. 

Svo var okkur boðið í mat og þar sem boðið var upp á silung og TERA góða sósu. Silungurinn var bakaður í ofni með rifnu sítrónuhýði, sítrónu, ferskum chile,  salti og hunangi.

www.soffia.net

Sósa

  • Grísk jógúrt
  • Kóríander
  • Agúrka
  • Salt
  • Ungversk paprika
  • Ferskur chile
Kóríander saxað smátt, agúrka skorin í litla bita, öllu blandað saman.

www.soffia.net

 

 Borið fram með spínatsalati

  • Spínat
  • Furuhnetur
  • Tómatar
  • Avacado 
www.soffia.net

Kuskus

Mér var boðið í mat í marokkóska veislu!  Fersk mynta í  kuskus var uppgötvun vikunnar.

kuskus

  • Kuskus
  • Fersk mynta
  • Salt
  • Pipar
  • Smjör

Sjóða  kuskus eftir leiðbeiningum.  Bæta svo við það smá smjöri, salti, pipar og smátt skorinni ferskri myntu.

 www.soffia.net

Marokkóskur grænmetisréttur

  • Laukur
  • Tómatar í dós
  • Kjúklingabaunir
  • Kúrbítur
  • Laukur
  • Gulrætur
  • Grasker eða sætar kartöflur
  • Hvítlaukur
  • Ferskt engifer
  • Turmeric
  • Chile flakes
  • Salt
  • Pipar
  • Cumin
  • Kanil
Allt mallað í potti á einn veg eða annan. Best að byrja samt á að brúna lauk og hvítlauk.  Annars er þetta ekkert svo nojið.  Látið malla þar til allt er eldað í gegn, rótargrænmetið tekur lengstan tíma.

Eftir tvö og.....

Eigum rosa fínt Chardonnay sem mig langaði að para við eitthvað gott svo úr varð að við fengum okkur fried rice í hádeginu. (Eða bara lélég afsökun til að fá sér smá hvítvín).

Það heppnaðist mjög vel og enn eru eftir 2 lítrar af víninu :) þannig að ég sé fram á góðan sunnudag og ætla að skella mér á sýningu Listaháskóla Íslands á eftir

www.soffia.net

Fried Rice
  • Gulrætur
  • Kúrbítur
  • Púrra
  • Baby maís
  • Belgja baunir
  • Hvítlaukur
  • 2 egg
  • Smááá soya (líka bara því ég er ekki mikill soya fan nema þegar ég borða sushi með nóg af wasabi)
  • Thai sweet chilli sauce
  • 1-2 tsk red curry paste
  • Hrísgrjón (blandaði saman hvítum og brúnum)
  • Olía
  • Salt
  • Pipar
  • Chili flakes

Hitaði wok pönnu, skellti grænmetinu á og hvítlauknum, salt og pipar, smááá soya og red curry paste.  Svo eggið skrömbluð saman við.  Hrísgrjón út í og smá thai sweet chilli sauce.

Borið fram með Lindermans Chardonnay,  K(l)assavín!, og I see a darkness með J. Cash á þessum fallega sunnudegi,  enda allt svo fallegt og skemmtilegt eftir "tvö" glös.

 www.soffia.net

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband