Chilpotle in adobo sauce dósin vígð!

Ég næ að skrifa þessa færslu á meðan dóttirin leikur sér með kúrekastígvélin mín og frostpinna...eða ekki, frostpinninn er komin ofan í stígvélin..brb

 

Fyrsti rétturinn sem var eldaður var með chilpotle-inu var mjög beisik. 

chilpotle 

Baunastappa með Chilpotle in adobo sauce

  • Mixed beans frá biona organic (fæst víða)
  • 2 tsk sósan frá Chilpotle in adobo sauce dósinni
  • 1 hvítlauksrif

maís mjöl

 

Tortillur úr maís hveiti

  • Maíshveiti
  • vatn
  • salt

Gerið deig, mótið úr því litlar kúlur, fletjið kúlurnar út með því að setja þær á milli tveggja smjörpappírsblaða og þrýsta ofan á þær með t.d litlu skurðbretti.

Tómatsalsa

  • Tómatar
  • Maís úr dós
  • Ananas úr dós 
  • Salt
  • Pipar

 

Maukið allt saman í matvinnsluvél, frekar gróft samt.  Hlutföllin hér eru ekki svo nákvæm, ég notaði 2 tómata, eina ananas sneið og 3 msk maísbaunir, smá salt og pipar.

chilpotle

Ég hef ekki séð chilpotle in adobo sauce hér heima, en þetta er í svo mörgum  uppskriftum sem ég hef verið að lesa og mig hefur langað að smakka hana, en ég er mikið fyrir chile af öllum stærðum og gerðum.

Ég keypti þrjár dósir (þetta er í niðursuðudósum) og nú er að finna eitthvað af þessum uppskriftum. Ein sem ég man eftir í fljótu bragði er að gera kalda sósu með mæjónesi.  

Það er víst hægt að búa til svona frá skrats, hef ekki prófað það en það má gúggla Chilpotle Adobo sauce Recipes.

Ég fann þessa linka sem ég ætla að kíkja betur á:

http://www.inspiredtaste.net/3506/agave-salmon-burgers-with-chipotle-mayonnaise 

http://www.bigoven.com/recipe/15956/adobo-sauce

http://patismexicantable.com/2011/02/chipotle-chiles-in-adobo-sauce.html

http://www.grouprecipes.com/108319/chipotles-en-adobo-chipotles-chili-in-adobo-sauce.html 

http://www.cheftalk.com/forum/thread/31924/wanted-adobo-sauce-recipe  

 

Og víkjum okkur að listum.  Vinkona mín, Rakel Mcmahon, er með skemmtilegan gjörning á Sequence hátíðinni, hann er að Grandagörðum 16 og í dag er síðasti sýningardagur.  Mæli með því að kíkja þangað í sunnudagsbíltúrnum, þar eru líka fleiri ungir og hæfileikaríkir listamenn að sýna.

mcmahon 


Étið í New York... og sushi með hýðishrísgrjónum, mæli með þvi!

Það hefur verið fátt um færslur síðustu daga þar sem ég fór í reisu til New York.

central park 

central park 

Á to do listanum mínum var meðal annars:

- Borða kúbu samloku

- Kaupa local vín

- Fá mér New York slice

- Kaupa Chilpotle í Adobo sósu sem ég hef ekki fundið hér heima

- Kaupa maís hveiti til að gera mexikóskar tortillas (ekki maís mjöl sko)

- Fá mér sushi

- Fara á indverskan stað 

- Kaupa skemmtileg krydd

- Versla skemmtilegar matreiðslubækur, var með nokkrar vel valdar í huga

- Rölta um og njóta mannlífsins

- Skemmta mér með dóttur minni og manni á barnvænum vettvangi

- Eyða tíma með góðri vinkonu sem var svo vinarleg að taka á móti okkur og fá mér rauðvín með henni. 

ny 

Eitt af því sem ég gerði ekki á þessum lista var að fara á Indverskan, en við fórum á stað frá Sri Lanka í staðin... 

Þetta er svona sirka það sem var á listanum....minna um það að fara að skoða styttur og söfn, það verður bara að vera næst. Það er ómögulegt að sjá allt sem manni langar í einni stuttri ferð, en New Yok hefur upp á svo óendanlega margt að bjóða...ÓENDANLEGA margt.

sushi 

Fyrsta máltíðin í NY var sushi, gert úr hýðishrísgrjónum, ég mæli eindregið með að þið prófið það!

Súper dúper hollt Sushi...

 

 


Nýr liður í blogginu - Föstudagsfjör


Föstudagsfjör 

Uppskrift vikunnar: Hafragrautskex

Vín: Baron de lay

Tónlist: Ain´t no grave með Johnny Cash

Skemmtileg vefsíða (tengd mat og drykk sem ég hef dottið niður á vikunni):http://foodgawker.com/ Síða sem leggur mikið upp úr fallegum myndum af mat....og uppskrift fylgir hverri mynd.

Random uppskrift frá matarblogginu mínu: Steikarsamloka. Já, þessi er ekki af verri endanum, frábær föstudagsmatur með ííísköldum og svalandi ölsopa eða flauelsmjúku Merlot...

Ljósmynd vikunnar:  Eyddi  helgi fyrir stuttu í sumarbústaði í Borgarfirði, fór í göngutúr í góðu en köldu veðri.  Það var mikil ofankoma og óð maður snjóinn sumstaðar upp að hné. 

snjór

 

Góða helgi! 

Soffia.net

 


Gúgglaðu það!

Ég var að taka eftir nýju apparati í Google, uppskriftarleitar-hjálpartæki : RECIPES

Þegar þú slærð inn leitarorðið þitt þá birtist gluggi til hliðar þar sem þú getur einangrað leitina enn frekar eftir hráefnum ofl.

recipes

Þið getið smellt á myndina til að sjá hana stærri.

Þarna er hægt að útiloka hráefni eða segja til hvaða hráefni þið viljið, svo er hægt að velja eldunartíma og kaloríur. 

Spurning hvort þetta sé eitthvað sem maður á eftir að notfæra sér...

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband