19.2.2010 | 17:01
Miðjarðarhafssamloka
Það má láta hugann reika til Miðjarðarhafsins þegar maður dúllar sér við að búa til þessa samloku.
Miðjarðarhafssamloka
- 3 msk smjör eða olía (og smá fyrir paprikuna)
- 1 laukur, skorinn í hringi
- Salt og pipar
- Smá sykur
- 1 paprika
- Hummus, 3-4 msk
- Gott gróft brauð
- 1 blað af Romaine salati eða annað gott salat
- Nokkrar sneiðar agúrka
- Fetaostur, án eða í kryddolíu.
Hitið olíu eða smjör á pönnu og brúnið laukinn, saltið, piprið og sykrið og látið malla þar til laukurinn verður mjúkur.
Takið frá 5-8 hringi til að setja á samlokuna, geymið restina.
Það gerið þið með því að skera papriku gróft niður í báta, setjið í eldfast mót, dreypið yfir ólífuolíu, salti og pipar og setjið í ofninn á grill þar til skinnið á paprikunni verður pínku svart. Takið hana úr ofni, setjið í skál og lokið með plastfilmu í korter. Þannig losnar hýðið auðeldlega frá þegar hún kólnar.
Setjið hummus á brauðsneiðarnar, setjið svo salat, tómata, lauk, gúrku og grilluðu paprikuna á sneiðina. Dreifið fetaostinum ofan á og lokið með hinni sneiðinni.
Það er hægt að gera einfaldan hummus með að setja kjúklingabaunir, ólífuolíu, slatta af salt, smá hvítlauk og pipar í blender og mauka.
15.2.2010 | 19:04
Grænmetisréttur með marokkóskum áhrifum
Það er rosalega gott Gyros kryddið í Tiger. Mæli með því.
Ég t.d sker kjúklingabringu í bita og krydda með Gyros kryddinu þegar ég bý til pítu.
Ég hef ekki prófað önnur krydd frá Tiger en miðað við þetta þá er vert að prófa önnur. Ég notaði þetta krydd í þennan rétt og hann bragðaðist mjög vel.
Ég hef áður gert svipaðann rétt. En þetta er einmitt réttur sem hægt er að leika sér með, nota það sem til er af grænmeti.
Grænmetispottréttur (fyrir ca 3)
- 1 msk smjör
- 1 msk ólífuolía
- 1 laukur
- nokkur rif hvítlaukur
- Fersk engifer
- 1 tsk cumin
- 3 tsk Gyros krydd frá Tiger
- Salt og pipar
- Soðnar kartöflur, ca 4 stk
- Hálfur kúrbítur
- 1 dós kjúklingabaunir
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 2 dl kjúklingasoð
- 2 msk rúsínur
Steikið lauk, hvítlauk og kúrbít í smjöri og olíu. Bætið við kartöflum, og öllu öðru í pottinn og látið malla í hálftíma eða svo. Ég var með soðnar kartöflur, líka hægt að nota ósoðnar og skera þær í teninga.
Með þessu hafði ég kuskus.
14.2.2010 | 21:11
Parmigiano wafers og sítrónur
"Preserved" sítrónur eru oft notaðar í marrakóska rétti og þykir oft vera " the secret ingredient"
Hér er ágætis leiðbeiningar hvernig maður gerir svona.
Það má svo nota þessar sítrónur í ýmsa rétti. Fann eina þar sem þetta er notað í kjúklingarétt sem mig langar að prófa. Skrifa um það þegar ég læt verða af því.
Parmasen wafers
- 2 msk smátt skorin "preserved" sítróna
- 2.5 dl rifinn parmasen ostur (parmigiano)
- 1 tsk ferskt blóðberg (Thyme)
Hitið ofn í 200°
Setjið smátt skornu sítrónur í sigti og skolið vel og þerrið svo vel með pappír.
Blandið saman sítrónu, ostinum og blóðbergi. Setjið smjörpappír á bökunarplötu. Setjið um 1 msk
af ostablöndunni á plötuna með góðu millibili svo að það sé pláss fyrir ostinn að bráðna. Svona svipað og ef þið væruð að gera smákökur.
Bakið í um 5 mínútur, eða þar til osturinn er fallega gullinn.
Matur og drykkur | Breytt 21.2.2010 kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010 | 21:13
Koofteh, persneskur réttur
Það var alveg komin tími á að prófa að elda eitthvað nýtt. Ég er búin að vera að hjakkast í sama farinu undafarið, alltaf að elda það sama og ekkert spennandi.
Þegar ég fékk nýjasta Gestgjafann í dag ákvað ég að elda eitthvað upp úr honum. Fyrir valinu varð Koofteh, persenskur réttur. Ég átti ekki allt sem til var samkvæmt þeirri uppskrift, en google-aði fleiri sambærilegar uppskriftir og svona endaði þetta hjá mér. Súper bragðgott, alveg bráðnaði upp í manni! Mynta og esdragon er góð samsetning.
Koofteh (fyrir þrjá)
- 1 bolli hálfsoðin hrísgrjón
- 500 g nautahakk
- 1 tsk túrmerik
- Nokkur lauf fersk mynta
- Salt
- Pipar
- 1 tsk þurrkað esdragon
- 2 egg
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Búið til bollur sem eru á stærð við golfkúlu.
Sósan
- 1 laukur
- 1 rif hvítlaukur
- 1 tsk túrmerik
- 1 tsk esdragon
- 1 tsk papriku krydd
- Nokkur fersk myntulauf
- 2 msk tómat púrre (1 lítil dós)
- 1 tsk sítrónusafi
- 2 tsk sykur
- 2 tsk appelsínusafi
- Olía
- 1 L vatn
Steikið lauk í olíu, bætið við öllu öðru nema vatni og appelsínusafa og hrærið saman. Bætið við vatni og látið sjóða. Setjið bollurnar út í, eina í einu. Lækkið hita og látið malla undir loki í 1 klst. Bætið við appelsínusafanum í lokin.
Borið fram með fersku salati og jógurt Raita.
- 2 dl AB mjólk
- hálf agúrka, gróft skorin
- hálfur rauðlaukur (rokkar) fínt skorinn
- 2 tsk túrmerik
- ca 2-3 tsk Maldon salt
- Sett í kæli í svona hálftíma.