það var ævintýramennska í eldhúsinu í kvöld. Við keyptum rosalega meyrt og gott folalda fille. Gerðum steik úr part af því í gær og í kvöld hökkuðum við það sem eftir var með eggi, byggflögum og kryddum og bárum fram með því það sem til var í ísskápnum. Úr varð:
Folaldaborgari með brie, pomegranate, steinseljurótarmauki og möndlum
Folaldaborgari:
- Folaldafille (ca 300 g)
- 1 egg
- lúka af byggflögum
- Salt
- Pipar
- chilepiparduft
- Fersk steinselja, ein lúka
- Hvítlauksrif
- Rifinn börkur af einu kumquat og kreist úr honum
- 2-3 msk svört sesamfræ
Kjötið hakkað og öllu blandað saman í skál og hrært saman með gaffli. Mótið buff og steikið á grillpönnu eða útigrilli.
Brie
- Hálfur brie
Osturinn skorinn í sneiðar og settur á smjörpappír og undir grill í ofni þar til hann bráðnar vel. Kælið hann svo ögn til að hann harðni aðeins.
Steinseljurótarmauk
- 2 Steinseljurætur
- 2 dl mjólk (eða rjómi)
- Salt
- Pipar
- Smjör
Skerið rótina í smáa teninga og sjóðið í mjólkinni (eða rjóma). Saltið og piprið. Leyfið smá smjörklípu bráðna útí. Maukið þar til það verður silkimjúkt.
Möndlugrín
- Lúka af möndlum
- Fræ innan úr einu granatepli (pomegranate)
Ristið möndlur á pönnu, bætið granateplafræum við og hitið í 1-2 mínútur. Látið standa úti á borði í skál.
Kartöflu og steinseljurótarskífur
Skerið kartöflur og steinseljurót í þunnar skífur. Djúpsteikið.
Ég skar svo steinseljurótarskífurnar með hringskera til að fá fallegara form á þær.
...Herlegheitin borin fram með panini grilluðu jacob´s pita brauði, ferskri steinselju og sinnepssósu (sýrður, dijon, sætt sinnep, salt, pipar, hvítlaukur og agavesýróp).
Í glasinu var svo Black river, Merlot, 2008 frá Argentínu. Það var bara ágætt.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2011 | 19:53
Saltaðar sítrónur, geymast vel og lengi og frábærar í matargerð
Það er leikur einn að salta sítrónur og setja þær í sótthreinsaðar krukkur og leyfa þeim að marinerast.
1. Setja krukkur í uppþvottavél eða í sjóðandi vatn til að sótthreinsa
2. Skera sítrónu, eins og sýnt er hér
3. Setja 1 tsk af salti í hvern skurð, og troða þeim í krukkurnar og loka.
4. Þrýsta reglulega á þær til að ná djúsinu úr þeim, u.þ.b einu sinni á dag. Á þriðja degi er hægt að troða meiri sítrónu ofan í krukkuna því þær hafa linast, þá flæðir djúsinn yfir.
5. Svo er víst bara að bíða í mánuð eða svo.....Og þá læt ég ykkur vita hvernig fer...
Hér er ég að stikla á stóru, þannig að ég mæli með að þið kíkið á eftirfarandi linka til að fá nánari upplýsingar ef þið hafið áhuga á að prófa þetta. En þetta á víst að vera ógeðslega gott, og er " the secret ingredient" í arabískri matargerð eins og ég las einhvers staðar.
Ef þið viljið gúggla meira þá notaði ég "preserved lemons" fyrir leitarorð
Hér eru nokkrir linkar sem ég hafði til hliðsjónar þegar ég saltaði sítrónurnar:
og bók sem er ekkert smá girnileg
18.2.2011 | 19:08
Matarþættir með Gwyneth Paltrow og að para saman mat og vín.... meir en að segja það.
Ég er að undirbúa matarboð þar sem ég mun para saman mat og vín. 5 réttir, 5 vín. Ég er mikið búin að stúdera þetta matarboð, enda er það mikil kúnst að bera fram góða máltíð með réttu víni, ég er búin að komast að því eftir að hafa gúgglað þessi heil ósköp til að undirbúa matarboðið.
Hér er eitt skemmtilegt video sem lýsir stemmningunni sem ég er að sækjast eftir í mínu matarboði.
Og í leit minni að uppskriftum og fróðleik datt ég niður á þætti með Gwyneth Paltrow (vá hvað ég þurfti að gúggla hvernig átti að stafsetja Gwyneth Paltrow). Hlakka til að kíkja á þá, en ég elska Spán og matarmenninguna þar.
Hér koma nokkrar vel valdar stemmningsmyndir frá Spáni...
15.2.2011 | 13:05
Lambaborgari með avacado, kirsuberjatómötum og mangó
Ég verð að blogga um þennan borgara áður en ég gleymi öllu því sem í hann fór. Ég keypti myndarlegan lambavöðva sem fór beint í hakkavélina og út kom þetta mega flotta lambahakk. (Það er líka hægt að mauka þessu saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota....)
Lambaborgarar
Hakk:
- Lambahakk (300 g)
- 1 egg
- Lamb rub, krydd frá NOMU, 2-3 tsk
- Lúka af byggflögum
- Salt
- Pipar
- Hvítlaukur
- Fersk mynta, mjög smátt skorin
- 1 msk ólífuolía
Hnoðið þetta allt vel saman með sleif eða höndunum. Kreistið hakkinu á milli fingranna, það er svo notalegt.Mótið úr þessu tvö buff. Steikið á grillpönnu. (Eða venjulegri pönnu eða útigrilli)
Svo setti ég nokkrar sneiðar af brie osti á smjörpappír og inn í ofn og grillaði smá, þar til hann var farin að bráðna.
Hitaði hamborgarabrauð...
Mangó, tómat salsa:
Skar niður mangó í litla teninga og steikti á pönnu upp úr smjöri, skar kirsuberjatómata í tvennt og setti á pönnuna með mangó. Salt og pipar. Bandaði þessu við avacado sem ég skar í teninga og saltaði.
Gerði sinnepssósu, sýrður rjómi, agave sýróp, dijon, sætt sinnep og salt.... öllu hrært vel saman.
(4 msk sýrður, 1 msk agave, hálft msk af dijon og 1 msk af sætu, eða eitthvað svoleiðis, setjið slettu af hinu og þessu og bætið svo við því sem á vantar, meira sinnep ef hún er of sæt, meira sýróp ef þið viljið hana sætari ....og svo salta til að komplimenta bragðið)
Brauð, sósa, salatblað, lambaborgari, rauðlaukur
og
Brauð, sósa, ostur, mangó tómatsalsa
...skellið brauðunum saman og berið fram með heimagerðum djúpsteiktum frönskum.
11.2.2011 | 18:40
Heimagert límonaðe getur bjargað ekki besta rauðvíni í heimi
Ég var að drekka rauðvín með vinkonu minni úr belju sem okkur þótti ekki sérlega gott. Þannig að við brugðum á það ráð að blanda því saman við límónaðe úr nýkreistum sítrónum.
Þá lifnaði rauðvínið við og við sötruðum á yndislegum svaladrykk, sem er ekki ósvipaður sangríu eða Tinto de verano.
Límonaðe
- 2 dl sykur
- 2 dl vatn
- 2 dl sítrónusafi, kreistur úr ferskum sítrónum.
- 700 ml af vatni eða eftir smekk, til að blanda út í að lokum
- Gerið sýróp með því að hita sykur og vatn í potti þar til sykurinn er bráðnaður.
- Kreistið safa úr 4-6 sítrónum (u.þ.b 2 dl)
Setjið sítrónusafann í könnu og bætið sykurblöndunni (sýrópinu) saman við.
Hrærið þessu saman og bætið við vatni til að þynna þetta út, það fer eftir smekk, hversu bragðmikið þið viljið límonaðið, smakkið ykkur bara til.
Kælið í klukkustund.
Berið fram með klökum og sítrónusneiðum, og ef til vill góðri slettu af ekki besta rauðvíni í heimi.
10.2.2011 | 12:43
Hvað er nú þetta og hvernig notar maður svona?
Mér finnst þetta spennandi áhald en ég hef ekki hugmynd um hvað maður gerir við þetta, skilst að það hafi eitthvað að gera með deig og djúpsteikingu.
Er einhver sem getur sagt mér hvað þetta er?
9.2.2011 | 22:10
Kjúklingur með sesame fræum, sýrópi og vorlauk
Þessi réttur er mjög einfaldur og ég henti honum upp sem smá appetizer fyrir matargesti á no time.
Kjúklingur með sesame fræum, sýrópi og vorlauk
- 1 kjúklingabringa
- 2-3 msk sesame fræ
- 1 msk sýróp
- 1 tsk dijon sinnep
- 3-4 msk ólífuolía
- Smá vorlaukur
- 1 hvítlauksrif
- Salt og svartur pipar
Steikið kjúklinginn á meðalheitri pönnu eða bakið hann í eldföstu fati í ofni. Skerið smá extra vorlauk og dreifið yfir kjúklinginn og jafnvel smá meir af sesame fræjum þegar þið berið hann fram.
Svona marineringar eru líka góðar á kjúklingaleggi eða vængi.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2011 | 20:58
Öðruvísi ostakaka, þessi er borin fram með nachos og salsa
Ég var með uppskriftir í kökublaði vikunnar fyrir síðustu jól og fyrir þá sem ekki náðu sér í eintak þá er hér uppskrift af aðeins öðruvísi ostaköku, en þessi er með salsa og borin fram með nachos.
Mér finnst þessi langtum betri á meðan hún er borin fram heit. Og alveg must að vera með góða ostasósu, jafnvel guacamole og allt þetta góða sem maður ber fram með taco eða burritos.
Ostakaka með nachos og salsa
- 4 dl muldar nachos flögur
- 50 g smjör (mjúkt við stofuhita)
- 400 g rjómaostur
- 1 dós sýrður rjómi
- 3 egg
- 4 dl rifinn ostur(brauðostur, mossarella eða cheddar)
- 2,5 dl salsa sósa
- 1/2 vöndur kóríander
- 1 tsk salt
- 200 g cheddar ostasósa (t.d Casa Fiesta cheese dip)
- 150 g sýrður rjómi
Hitið ofninn í 180°c Blandið saman muldum nachos flögum og smjörinu og þrýsið því niður í botn á 26 sm (10") smurðu kökuformi, með smellu.
Bakið í 12 míútur og kælið.
Blandið saman í matvinnsluvél rjómaosti og einni dós sýrðum rjóma og hrærið vel saman.
Bætið því næst við eggjum, einu í einu og svo rifnum osti og hrærið saman. Setjið út í að lokum salsa sósuna, salt og kóríander og blandið vel saman.
Setjið blönduna í kökuformið ofan á nachos mulningin og bakið í 40-50 mínútur.
Hrærið saman með gaffli cheddar ostasósunni (Casa Fiesta cheese dip) og 150 g sýrðum rjóma og hellið ofan á ostakökuna.
Bakið hana í 10 mínútur til viðbótar.
Kælið ostakökuna örlítið.
Dreyfið úr heimagerðu tómat salsa ofan á kökuna. (Einnig er gott að smyrja sýrðum rjóma ofan á ostakökuna áður en tómat salsað er sett á. Það mætti líka nota keypta salsa sósu í staðin fyrir þá heimagerðu. )
Tómat salsa
5 tómatar (eða ein dós "diced tomatoes" t.d frá Eden)
3-4 sneiðar niðursoðinn jalapeño
3 vorlaukar
1 lúka ferskur kóríander
Salt og pipar
Skerið tómatana í fremur smáa teninga, skerið laukinn og jalapeño piparinn smátt. Saxið kóíander. Blandið öllu saman og saltið og piprið eftir smekk.
Uppskriftin miðar við venjulegt kökumót en myndirnar sýna köku sem ég hafði skorið svo niður með litlu hringmóti...
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2011 | 12:54
Klattar með byggflögum
Þá er ég búin að prófa allar byggafurðirnar, nú síðast byggflögurnar sem eru mjög skemmtilegar undir tönn. Bar fram með þeim egg frá hænsnabóndanum í Kjósinni.
Það góða við klatta er að það þarf ekki að vera með neinar svakalega nákvæmar mælingar á hlutföllum hráefnis. Ég byrjaði á því að setja í skál allt þurrefni, svo eggið og ab mjólk og kláraði dæmið með að setja mjólk þarf til þetta var orðið hæfilega þunnt/þykkt. (Má ekki vera of þunnt.)
Klattar með byggflögum
- 1 dl Hveiti
- 1 dl Byggflögur
- 1 tsk salt
- 1 msk sykur
- 1 tsk matarsódi
- 1 egg
- 1/2 - 1 dl Ab mjólk
- Smá mjólk eftir þörfum
- 2 msk matarolía
Fyrst set ég þurrefni í skál, svo egg, ab mjólk og að lokum mjólk þar til deigið er orðið hæfilega þykkt. Þá bý ég til úr þessu klatta (lummur).
Svo væri ekki verra að bera fram með þessu smá reyktan lax.
Matur og drykkur | Breytt 9.5.2012 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef þið eruð eins og ég og eigið til að setja alltaf sama áleggið á pizzuna af gömlum vana og af því að það er bara svo gott en langar að prófa eitthvað nýtt þá er hér skemmtileg leið til að brydda upp á nýjugum í áleggi.
Fletjið út nokkra 8" botna og finnið ykkur góðan félagsskap og góð vín og skiptist á að búa til pizzur úr því sem til er. Gætuð keypt nokkur exótísk eða skemmtileg hráefni, spennandi osta, spennandi grænmeti eða lambakjöt....
Það er svo alveg makalaust hvað ótrúlegustu hlutir smakkast vel, ég gerði t.d einu sinni pizzu með grísalund, súrum gúrkum og sinnepssósu og hún var hrikalega góð. Ég ætlaði ekki að þora því en lét vaða og sé ekki eftir því.
Það er hægt að kaupa fínar "pepperonistangir" úr lambakjöti frá Fjallalambi, þetta fæst í nokkrum búðum eins og kemur fram á heimasíðunni þeirra.
Ég bitaði þær niður og setti ofan á pizzu, það var ekki vont. Einnig átti ég smá emmental ost, ferska basil og shallot lauk, þetta var fínt kombó.
Ég sá mynd af geðveikt girnilegum hamborgara með þykka sneið af emmental, það verð ég að prófa einhvern tíman.
Með pizzunni drukkum við Gnarly frá Californiu, Old vine zinfandel, ferlega fínt vín. Þetta er svona pizzu og bbq vín. Ég ætla að prófa þetta vín aftur við tækifæri. Svo var ég að kaupa ný kristals vínglös, kannski það hafi gert vínið betra...
Góða helgi!