4.12.2012 | 18:51
Jóladagatal...20
Ég elska Charlie Brown. Þetta kemur öllum í jólaskapið...eða hvað?
20 dagar til jóla en samt bara 17 dagar frí fyrir ykkur útivinnandi og okkur heimavinnandi að fá ykkur útivinnandi í frí.
3.12.2012 | 18:53
Jóladagatal...21
Eftir að maður ánetjaðist internetinu þá má aldeilis finna óteljandi hugmyndir til að telja niður dagana til jóla. Við erum reyndar byrjuð að telja og nú þegar komin á dag númer 3 þrátt fyrir að manni finnst ennþá vera október.
En mig langar samt að benda ykkur á þetta safn hugmynda sem Home and Delicious hefur tekið saman, ef ekki fyrir þetta ár þá kemur alltaf desember eftir þennan...og fyrr en ykkur grunar.
Opnum númer þrjú...
2.12.2012 | 18:11
Jóladagatal...22
Mér finnst Biscotti ómissandi yfir jólin, það er eitthvað svo "sophisticated" við Biscotti. Þær fara bæði vel með morgunteinu og síðdegisrauðvínsglasinu.
Biscotti með heslihnetum og möndlum
- 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
- 100 g möndlur (flögur eða heilar)
- 120 g 70% súkkulaði
- 210 g púðursykur
- 230 g hveiti
- 30 g Kókó
- 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
- 1 tsk matarsódi
- 1/4 tsk salt
- 3 stór egg
- 1 1/2 tsk vanilludropar
Hitið ofn í 150 °c
Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)
Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti
þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara. Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.
Bætið hnetunum við og blandið vel saman,
Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu. (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.
Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur. Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.
Kælið á grind.
Þá er komið að því að opna glugga númer tvö.
Matur og drykkur | Breytt 3.12.2012 kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2012 | 20:40
Jóladagatal ...23
Þá er komið að því að telja niður til jóla. Ég mun setja inn uppskriftir og föndur og annað sniðugt tengt jólunum næstu 24 daga og á hverjum degi munum við opna einn glugga í dagatalinu.
Ég ætla að byrja á þessari hugmynd sem ég sá á netinu, ótrúlega einfalt, ódýrt og flott.
Nánar um þessa góðu hugmynd hér sayyestohoboken.com.
Þá getum við opnað fyrsta gluggann. Fundu ekki allir glugga númer eitt? Veii.
Matur og drykkur | Breytt 3.12.2012 kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)