14.12.2012 | 21:39
Jóladagatal ...10 og agúrkusalat.
Það er alveg nauðsynlegt að borða agúrku um jólin. Það er oft svo mikið af söltum mat í boði að það er fátt betra en fersk salat.
Svo byrjum við bara á enskunni.
I made this cucumber salad for a sushi party the other day. It´s simple and again,REFRESHING!
Cucumber salad
- Cucumber
- Spring Onion
- Mirin
Mix it all together. Serve with
.what ever
Opening number 14
13.12.2012 | 17:48
Jóladagatal ...11
Það er sko ýmislegt hægt að gera við klósettrúllur. Þessi krans er bara svolítið sætur.
Vefsíðan er á ungversku en það má fara í Google Translate , annars tala myndirnar sínu máli.
Nú getum við opnað glugga númer 13.
12.12.2012 | 18:41
Jóladagatal ...12 - Og hvað fékk ég í kvöldmat?
Rosalega endaðu matarplön gærdagsins undarlega. Ég fór í búðina til að ná í agúrku og vorlauk því ég ætlaði að hafa peking önd kjúklingaleggi.
Þegar í búðina var komið langaði mig allt í einu í "Pulled Pork". Það er smá vesen þannig að ég vissi að ekki yrði af því. Þá langaði mig í hamborgara. Eða eitthvað djúsí amerískt slís í anda Diners, Drive-ins and Dives á Food Network (Ekki mjög frumleg hugsun því ég var í búð sem auglýsti ameríska daga og var með stórt plakat með 100 mismunandi hamborgarahugmyndum, very Darren Brown eitthvað...)
Þegar ég fattaði hvað ég var ófrumleg á AMERÍSKUM DÖGUM þá allt í einu langaði mig svakalega í Indverskt. Ég fór því og sótti mangó til að gera mango chutney. Og á bakaleiðinni sá ég eitthvað sem varð til þess að ég gat alveg hugsað mér girnilegan Kebab.
Þetta var komið út í rugl, ekki í fyrsta sinn. Og þegar heim var komið þá endaði þetta á að ég var ein í mat og fékk mér ristað brauð með osti og sultu. BÖMMER!
En hvað ég fæ í kvöldmat, ég nenni ekki að elda og bað um pizzu í kvöldmat, heimagerða að sjálfsögðu. Þannig að nú sit ég hér spennt og bíð eftir kvöldmatnum, en ég á enn agúrku, vorlauk og mangó inn í skáp. Það má gera eitthvað skemmtilegt úr því síðar.
Þessi stjarna finnst mér flott og það er eflaust ekki mikið mál að gera svona sjálfur.
www.annixen.blogspot.se/
Þá er að opna glugga númer 12 á þessari vinsælu dagsetningu 12.12.12
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2012 | 19:24
Jóladagatal ...13 - Pacchero með kjötsósu
Þetta er ekkert sérlega jólaleg færsla, en við opnum dagatalið og svo langar mig að setja inn uppskrift af frábæru pasta sem ég gerði um daginn. Pastað fékk ég hjá Frú Laugu. Þetta er alveg ótrúlega gott pasta. Ef ykkur vantar góða gjöf fyrir mataráhugamanninn í fjölskyldunni eða vinahópnum þá mæli ég með pasta sem þeir selja hjá Frú Laugu.
Dagur 11
I bought Pacchero, a type of pasta that looks like cannelloni. It was a really good one from a quality pasta maker in Italy. You can read more about them here.
When you have a good quality pasta all you kind of need is a good oil, fresh parmigiano and maybe some fresh basil. I had ground beef I needed to use, a first class beef from my friends the farmers. So I decided to use that but still have it simple because I had this nice pasta.
So all I did was making a very simple meat sauce.
Pacchero with a "very simple but rich in flavors" meat sauce
- Ground beef
- 1 can organic good tomatoes, chopped
- Salt
- Pepper
- Oregano
- Parmigiano Reggiano, cheese
- Prima Donna, cheese
- Garlic
Cook the meat on a frying pan with a dash of good olive oil, garlic, oregano, salt and pepper. Stir in the canned tomatoes. Simmer for a little while.
Serve with pasta and shredded cheese.
You could as well stuff it with something good and bake it in the oven...
My drops in the internet ocean can be found here
10.12.2012 | 21:54
Jóladagatal ...14 - Kjúklingasúpa fyrir sálina
Þið hafið heyrt orðatiltækið "Chicken soup for the soul". Það er margt satt í þeim orðum. Ég var með veika fjölskyldumeðlimi og ákvað því að henda í eina slíka. Ég lét vita að þetta væri engin venjuleg súpa heldur " Chicken soup for the soul". Hvar lækningarmátturinn í þeirri súpu liggur er spurning því þær eru eflaust jafn misjafnar og þeir eru margir sem elda hana.
Ég fyllti mína af hvítlauk, engifer og chili, íslensku grænmeti og heimagerðum kjúklingakrafti.
Kjúklingasúpa fyrir sálina
- 2 Kjúklingabringur
- gulrætur
- Paprika
- Laukur
- Fennel
- Hvítlaukur
- Engifer
- Chili
- Karry de lux
- Salt
- Pipar
- Kjúklingakraftur (ég fékk minn með því að sjóða nokkur læri)
- 1 dós kókósmjólk
- 1 dós tómatar, chopped
- 1/4 peli rjómi
9.12.2012 | 15:43
Jóladagatal ...15
Það var einn sunnudag að við hittum vinafólk, fengum okkur vín og góðan mat. Nema í stað þess að setjast niður og borða klukkan sjö þá byrjuðum við klukkan þrjú. Við elduðum allan daginn smárétti sem við skoluðum niður með góðu víni. Svo vorum við þess í stað komin heim á kristilegum tíma og vöknum líka hress og kát á mánudagsmorgni. Þetta var frábær leið til að eyða sunnudegi.
Fyrsti rétturinn sem var borinn fram var lax með appelsínusafa og fleira góðu en ég kom með uppskriftina að honum um daginn, hana má finna hér.
Það var einnig boðið upp á Quinoa buff, baunaídýfu með ferskum mozzarella, steik sem var fullkomnlega elduð og í eftirrétt var grísk jógúrt með bláberjum og krækiberjum.
Grísk jógúrt með berjum og mintu
- Grísk jógúrt
- Alvöru Maple sýróp eða gott hunang
- Ber
- Fersk minta
Blandið sýrópi (eða hunangi) við jógúrt. Skreytið með berjum og ferskri mintu. Það eyðileggur eflaust ekki réttinn að spæna smá súkkulaði yfir.
Dagur 9
8.12.2012 | 13:18
Jóladagatal ...16
Sá þennan sæta snjókall og varð bara að setja hann hér. Það mætti líka útfæra þessa hugmynd með minni gjafir.
Dagur 8...
7.12.2012 | 20:22
Jóladagatal ...17 - Nýrnabaunatortilla
Fyrir meir en tveimur árum síðan skrifaði ég færslu með frábærri uppskrift. Það var aðeins eitt krydd (fyrir utan salt) í réttinum og samt var hann rosalega bragðmikill. Kryddið var kanill og í tilefni jólanna þar sem kanill er allsráðandi í piparkökugerð þá ætla ég að rifja upp þessa uppskrift af því að hún er góð, einföld og holl.
Ég ætlaði ekki að trúa því að eina kryddið í réttinum var Kanill. I kid you not, það var allt og sumt því ég prófaði að elda þennan rétt eftir uppskrift áðan og hann var fáránlega bragðgóður.
Ég fylgdi uppskriftinni nokkuð vel en svona fór ég að...
Nýrnabaunatortilla
- 1 dós baunir (blanda af pinto, kidney og canelini baunum)
- 1 gulrót
- 1 Steinseljurót (parsnip)
- 1/2 laukur
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 2 hvítlauksrif
- 1 tsk kanill
- 1-2 tsk salt
- 1 bolli rifinn ostur
- Tortilla kökur
Skerið lauk, nípu og gulrætur í tenginga og steikið upp úr smá olíu ásamt salti og kanil. Bætið svo við baunum og tómötum. Látið malla. Setjið fyllingu í tortilla (burritos kökur) ásamt rifnum osti og inn í ofn í 5 mínútur við 200°c.
Með þessu bar ég fram Jalapeno sósu
- 2 msk sýrður rjómi
- Smátt skorinn jalapeno, niðursoðinn (2-3 hringir)
- 1-2 tsk lime safi
- 1 tsk sýróp
- Salt
Öllu blandað vel saman. Ég steytti í morteli jalapeno, lime og salti, bætti svo við sýrðum og sýrópi.
Svo bjó ég til Tómat salsa úr því sem til var
- 2 ferskir tómatar
- 3-4 hringir niðursoðinn jalapeno
- Salt og pipar
- 1/4 laukur
6.12.2012 | 12:57
Jóladagatal ...18 - Lax í appelsínu-soya legi
Flott snjókornajólaskraut. Hér er template frá VintageJunkie.com.
Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá vini. Brilliant forréttur og ef þið þurfið að taka með ykkur rétt í jólaboðið þá er þessi snilld. Léttur og ferskur..
Lax í appelsínu-soya legi
- Safi úr ferskri sítrónu
- Safi úr ferskri appelsínu
- Soyasósa
- Ferskt engifer
- Fresh chili
- Ferskt kóríander
- Ferskur lax
Skerið engifer, chili og kóríander smátt og blandið við safana og soya. Skerið fiskinn í munnbitastærð. Blandið honum saman við löginn rétt áður en þið berið hann fram, kannski 30 -60 mín áður. Því lengur sem laxinn liggur í leginum því meira eldaður verður hann.
Dagur 6
5.12.2012 | 20:49
Jóladagatal ...19 - fallegt smákökudeig
Ég veit nú ekki hvaða tilviljun það var að ég rakst á þesar ótrúlega sætu smákökur áðan eftir að hafa póstað video með Charlie Brown í gær.
Mynd og uppskrift:www.bakeat350.blogspot.com
Svo var ég að vafra og datt niður á einfalt smákökudeig og myndin var svo falleg að ég verð að prófa þessa uppskrift næst þegar ég baka.
Mynd og uppskrift: www.sweetopia.net)
Dagur 5
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)