Indónesískur karríréttur með kjúkling

Þessi réttur kom skemmtilega á óvart.  Ekkert rosa fancy, en mjög bragðgóður og einfaldur í eldun.  Öllu slengt á pönnu og látið malla í smá stund.

Ef þið eigið wok þá er það upplagt, ef ekki þá er venjuleg panna málið.

 

Indónesískur karríréttur með kjúkling

Marinering

  • 1 msk hunang
  • 2 msk soya
  • 2 msk karrí de lux
  • 1 msk tómatsósa

 ---

  • Kjúklingabringa, skorin í munnbita
  • Hálf rauð paprika
  • Ferskt engifer
  • Hvítlauksrif
  • Ferskur rauður chile eftir smekk
  • Salt
  • Vorlaukur
  • 2 egg, skrambled
  • Soðin hrísgrjón (2-3 dl eða svo)

 

Skerið kjúklinginn í bita, og marinerið.  Ég marineraði ekki nema í 2 mínútur...

Steikið kjúklinginn, bætið við á pönnuna papriku, vorlauk, hvítlauk, engifer, chile og soðnum hrísgrjónum.  Skramblið egg á annarri pönnu og bætið við.  Saltið eftir smekk.

 

Borið fram með Thai sweet chili sauce.

 

Þessi réttur er þannig að það má nota það sem til er í ísskápnum af grænmeti. 

wok

www.soffia.net

 


Naan brauð - pizzabotn

Bjó til naan brauð sem var alveg ágætt, doldið þétt.  Svo notaði ég afganginn af deiginu daginn eftir í pizzabotn og það virkaði ansi vel. Deigið var mjúkt og auðvelt var að rúlla því þunnt út í pizzabotn.

 

Naan brauð

  • 100 ml mjólk
  • 1 msk sykur
  • 5 g þurrger
  • 300 g hveiti
  • 1/2 - 1 tsk salt
  • 1 tsk lyfitduft
  • 2 msk olía
  • 100 g ab mjólk
  • 1 eggjahvíta

 

  1. Setjið ger, sykur og volga mjólk  í skál og látið gerið leysast upp í ca 10 mín.
  2. Blandið rest saman við og hnoðið.  (Bætið við hveiti ef deigið er of blautt)
  3. Látið hefast í amk klst á hlýjum stað.
  4. Skiptið deiginu í ca 6 kúlur og fletjið þær út frekar þunnt.
  5. Bakið í 5 -  8 mín við 270°
  6. Dreypið bráðnuðu smjöri með hvítlauk, salti og fersku kóríander yfir brauðin.

 

Næst ætla ég að prófa þessa uppskrift

Naan 

  • 450 g hveiti
  • 2 eggjahvítur
  • 1 msk olía 
  • 1 1/2 tsk sykur
  • 2 bollar jógúrt 
  • 1 tsk salt
  • 1 1/2 bolli vatn, eða eftir þörf...

 

  1. Blandið öllu saman með eins miklu vatni og þarf, hnoðið vel. 
  2. Látið deigið standa í 6-8 klst.  Skiptið því niður í kúlur og fletjið þunnt út. 
  3. Bakið við 300° í nokkrar mínútur.

NB: 1 bolli er 2,4 dl

 

www.soffia.net

 

 

 


Uppskriftir ársins 2009

2009 var mikið matarár.  Foodwaves og forrétta konseptið í kvöldmat varð til þess að við prófuðum ýmisilegt, létum hugmyndarflug og það sem til var í eldhússkápum ráða frekar en að fylgja uppskriftum og versla samkvæmt þeim.

 

Uppgötvun ársins:  FOODWAVES

 

Vín ársins:  Osoyoos Larose, le gran vin, 2006 frá Kanada.  

 

Snitta ársins: Snittubrauð með jalapeno og osti

 

Forréttur ársins: Litli hakkarinn

 

litli hakkarinn

 

Foodwave ársins: Sex laxar, part I  - Sex laxar, part II

 

Eftirréttur ársins:  Skyrterta Regínu, þarf að redda uppskriftinni!

 

Kaka ársins: Hamborgarakakan

 

www.soffia.net

 

Hollusta ársins: Meinhollar pönnukökur

 

Mistök ársins: poached eggjarauða

 

www.soffia.net

 

Eldhúsáhald ársins:  Hringformin 

 

www.soffia.net

 

 


Einfalt ómótstæðilegt konfekt

Búin að liggja í þessu yfir hátíðar...

 

Marsipan konfekt

  • Odense marsipan
  • 100 g 70% sirius konsum súkkulaði
  • Heslihnetur, hakkaðar

 

Rúllið út marsipaninu líkt og pizzadeigi, ca 1 cm þykkt.  Skerið út litla hringi í munnbitastærð með einhverju litlu kringlóttu móti eða skerið í ferhyrninga með hníf og "reglustiku" 

(Það mætti líka gera hefðbundnar kúlur, en mér finnst hitt skemmtilegri munnbitar,  þetta í laginu ca eins og tveir 50 kallar ofan á hvor öðrum.)

Bræðið súkkulaði í örbylgjuofni.  Dýfið marsipan bitunum í súkkulaði og veltið þeim svo upp úr heslihnetum.

Einnig prófaði ég að blanda saman marsipani og Odenese kókósmasse, það kom líka vel út fyrir þá sem finnast kókós gott.

GLEÐILEGT ÁR!

www.soffia.net

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband