Vorlaukurinn endalausi

Nú þurfiði bara að kaupa vorlauk einu sinni og aldrei aftur...stórsparnaður í því :)

Þegar þið hafið notað vorlaukin sem þið keyptuð skiljið þá eftir hvíta partinn á endanum með rótunum og skellið þeim í vatn.  Svo klippið þið bara ofan af honum eftir þörfum.

vorlaukur 

Á nokkrum dögum verður laukurinn búinn að vaxa um góða 5 cm. Hann vex mjög hratt. Ég skipti út vatninu á lauknum reglulega, nánast daglega.  Það er lítil fyrirhöfn þar sem ég er í eldhúsinu oftar en ekki.

Sama er svo hægt að gera við hvítlauk og svo má stinga honum í mold.  Ég byrjaði á að setja eitt rif í staupglas og fljótlega var farið að vaxa hvítlauksgras sem gott er að klippa niður og krydda með mat.

hvitlaukur 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha?! Ég fatta ekki þetta með vorlaukinn. Seturðu hann ekki í mold? Bara vatn? Ég er gersneydd því að vera með græn gen, græna fingur eða græna vitund eða skilning, nema hvað innkaupapoka varðar, alltaf með margnotatuðrur.

Þar er ég heiðgræn, kaupi aldrei plastpoka. En mér tekst alltaf að drepa allt lifandi sem aðrir láta vaxa og dafna hjá sér. Nema börnin mín, þau eru í góðu standi, þannig séð... Já, og maðurinn minn líka.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 19:01

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Hahaha! Þú ættir að fara létt með þetta. Engin mold, ekkert vesen.

Bútar af vorlauk, glas og vatn.

Setur lauk í glas, fyllir það ágætlega með köldu vatni. Leggur glasið frá þér og bíður.

Þetta lítur út hjá mér nákvæmlega eins og á myndinni, venjulegt IKEA vatnsglas... ég klippti laukinn ekki neðarlega þú sérð það sem hefur vaxið hjá mér á myndinni, grænasti parturinn sem stendur upp fyrir brúnina á glasinu.

Ég skipti um vatn amk annan hvern dag bara svona upp á ferskleikann.

Laukurinn minn hefur vaxið um næstum 10 cm á innan við viku.

Segðu mér hvernig gengur ef þú lætur reyna á þetta, og um að gera að henda einu hvítlauksrifi í vatn í leiðinni.

Soffía Gísladóttir, 15.5.2012 kl. 09:08

3 identicon

Comprende, held ég.

Þú notar sem sé bara græna partinn, það var það sem vafðist fyrir mér, ég nota nefnilega alltaf bara hvíta partinn... Ég skelli í glas eða glös, prófa þetta með hvítlaukinn líka og kanna hvort mér tekst að drepa þetta á 0.1. Læt þig vita!

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 11:09

4 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Jáááá, það er eini gallinn við þetta að maður er bara að rækta græna partinn og getur ekki gengið á hvíta hlutann. Fyrir hann þarf maður að versla annan lauk :P

En græni parturinn er mjög góður líka, frábært að saxa hann smátt og nota ferskann út á ýmislegt, t.d pastarétti, mexíkóskt, súpur, hrísgrjón,asískt, salöt, osfv...osfv...

Gangi þér vel :)

Soffía Gísladóttir, 16.5.2012 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband