Allar uppskriftir

Ef þið viljið finna einhverja uppskrift í fljótheitum þá er hægt að fara á google og slá inn nafnið á uppskriftinni úr listanum hér fyrir neðan. (Og svo nafnið mitt, Soffía Gísladóttir ef það þarfað þrengja leitina). 

Hér eru allar uppskriftirnar mínar:

 

  1. Jarðaberjasulta
  2. Sultu-marmelaðe
  3. Biscotti með heslihnetum og möndlum
  4. Kartöflubrauð
  5. Roti með kjúklingabaunum
  6. Dahl með grænum linsubaunum og kartöflum
  7. Hummus
  8. Mango chutney
  9. Pönnusteiktur lax
  10. Pizza með grísalundum og súrum gúrkum
  11. Kúbönsk samloka
  12. Rabarbarasulta
  13. Rúgbrauð
  14. Honey oat subway langlokubrauð
  15. Roast beef samloka
  16. Bruchetta í baguette
  17. Chile con carne
  18. Kebab með souvlaki keim og Tzatziki sósu
  19. Nýrnabaunatortilla
  20. Fagur fiskur á salatbeð
  21. Misuna Passion salat
  22. Punjabi with twists
  23. Bruchetta með kúfskel, dvergrauðlauk og valmúga ediki
  24. Píta með kindahakki og pítu-jógúrtsósu
  25. BQ pizza tortilla, borin fram með grilluðum avacado og salati
  26. Avacado salat
  27. Suðrænt salat
  28. "Mango Jalapeno glaze" dressing
  29. Ofnbakaðar kjúklingabringur með grænpipar-sveppasósu og krydduðum kartöflubátum
  30. Döðlukonfekt 
  31. Kjúklingabollur með indversku ívafi
  32. Kartöflubátar með lauksúpukryddi
  33. Bananamuffins
  34. Kjúklingaleggir með anís og austurlensku ívafi
  35. Reykt hrefnukjöt með Wasabi Sesame Dressing
  36. Mangó Karrý kjúklingur
  37. Heit frönsk sveitakæfa með sveppasósu og rúgbrauði
  38. Sveppasósa
  39. Ýsu wok með wasabi sesame dressingu
  40. Skírnarkaka - Páska hátíðarterta
  41. Harissa
  42. Miðjarðarhafssamloka
  43. Grænmetisréttur með marokkóskum áhrifum
  44. Parmasen wafers
  45. Koofteh, persneskur réttur
  46. Indónesískur karríréttur með kjúkling
  47. Naan brauð
  48. Marsipan konfekt
  49. Jarðaberjabalsamic
  50. Makizushi
  51. Hamborgarasúkkulaðikaka
  52. Steikarsamloka
  53. Heitt kakó eða kaffi með núggat rjóma
  54. Pasta með hörpudisk og grillaðri papriku
  55. "Grísk" kjúklinga tortilla
  56. Falafel
  57. Hvítur as
  58. Lambakjötbollur
  59. pas með myntusmjöri
  60. Tagliatelle með rósmarín kjúklingi
  61. Snittubrauð með jalapeno og osti
  62. Kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum og pestó
  63. Peru bruchetta
  64. Beikonvafðar döðlur
  65. Sushi með reyktum lax
  66. Hrísgrjónalummur með papriku og púrru
  67. Grísasnitsel með peruchutney
  68. Meinhollar pönnukökur
  69. Heilsubitakökur
  70. Agúrkusalat með myntu og kóríander
  71. Tortilla með því sem er til 
  72. Kindaspjót
  73. Rauðlaukssalat
  74. Flettubrauð í heimilisfræði 
  75. Fiskur með kiwano salsa
  76. Naut kælt í ísvatni
  77. CITRUS SHOYU 
  78. Ætifíflasúpa (Jerusalem artichokes)
  79. Yaki soba (í anda Wagamama)
  80. Grillað Hot Capicola salami
  81. Kræklingur með sinnepi
  82. Thaí kræklingur
  83. Soya sósa
  84. Ýsusúpa
  85. Karrýsa
  86. Austurlensk ýsa með austurlenskri skyrsósu
  87. Skyrsósa 
  88. Kjötbollur í súrsætri sósu
  89. Grísk jógúrtsósa
  90. spínatsalati
  91. kuskus
  92. Marokkóskur grænmetisréttur 
  93. Fried Rice
  94. Pizzadeig á 5 mín.
  95. Jambaella 
  96. Pastadeig 
  97. Ricotta ostur
  98. Kartöflur og hvítvín með sítrónu
  99. I´m sorry Maria (lax)
  100. Ó María, mig langar í (lax)
  101. María með morgunverði (lax)
  102. María Gala (lax)
  103. Cool kid María (lax)
  104. María á stráum (lax)
  105. Kind of pizza (Roti pizza)
  106. Páska pizza (Roti pizza)
  107. Síðasta kjötmáltíðin, almost (Roti pizza)
  108. Hamborgari úr entrecote og kinda fille
  109. Tómat bbq sósan
  110. The chewy beef that became tender
  111. Me me með meðlæti
  112. Floaters
  113. Cheesy bacon
  114. Algjör sveppur
  115. Cod´n lobster
  116. Litli hakkarinn
  117. Eggaldin symphony
  118. Kjúklingur með karrí og tagliatelli
  119. Italian style tjúttari para reginas 
  120. Tjúttlingur með Parrrmigiano 
  121. Áfeng bananasúpa 
  122. Sheep riding the mechanic bull in the raclette ring
  123. Ofsaltaður hesturTúnfisks cannelone með djúpsteiktu hamborgarabrauði
  124. HumarHallar (A la afmælis)
  125. SKARFUR  
  126. Let the game begin (rjúpusúpa)
  127. Pepp  (Steikt egg, ostur, pepperone)
  128. Austurlandahraðlestin (lambakjöt í pítu)
  129. Fiskurinn í sjónum (Ofnbakaður a la Halli)
  130. Tagliatelle og önd
  131. Pizza með kotasælu
  132. kúreka bbq sósa
  133. Harðfiskur með hvítlaukssmjöri
  134. Beikon og egg (með hrísgrjónum ofl.)
  135. Fullorðinsbollur (bolludags)
  136. Pizza með bönunum og camembert
  137. Tandoorikjúklingavængir
  138. Matchbox jeppi
  139. Djúpsteiktar pulsur
  140. Sætar fermingafranskar (Sweet bar mitzvah)
  141. Patchos sósa
  142. Inspired (kjúkl. vængir með hýðishrísgrjónum)
  143. Appelsínukókóssósa
  144. Linsubaunasósa
  145. Hot House fajitas
  146. Grindexican
  147. Geðsjúk köld sósa (thai, sýrður og ofnbakaður hvítlaukur)
  148. Karrrrtöflur
  149. Melt in your-mouth Súkkulaðikaka
  150. Kúrbíts súkkulaðikaka
  151. Semi-Belgískar sódavatns vöfflur
  152. Grænmetis Tagliatelli
  153. va va va vino
  154. Gráðosta-Jalapeno sósa
  155. Chile con carne
  156. LAX Í SKÁL
  157. Lax (grillaður)
  158. Spínat salat með rauðlauk og beikoni
  159. Hvítlaukssteiktar rækjur með hrísgrjónum soðnum í kókósmjólk
  160. Fallegasta samloka í heimi
  161. Lime Jalapeño aioli
  162. Kleinuhringir úr pizzadeigi
  163. Svartar baunir og kjúklingabaunir dip
  164. Humar á jóladag með rjómaostasósu
  165. Humarsúpa á annan í jólum
  166. Laxamauk borið fram í harðsoðnu eggi.
  167. Laxa-eggja salat
  168. Lax með rjómaosti og rauðlauk og kapers
  169. Lambafille með avacadomauki
  170. Lambakjöt með Red Curry
  171. Kjúklinga cannelone
  172. Saltfiskur með súkkíní og fleiru góðu
  173. Rækjutapas
  174. Kjúklingasúpa með núðlum
  175. Appelsínurjómasósa
  176. Hrísgrjón soðin í kókósmjólk
  177. Besta kombó í heimi,tapas rauðlauk pulsa ost ofl
  178. Fransbrauð með púðursykri
  179. Eggjatapas
  180. Ólífuolíukakódressing
  181. Kabab masala wannabe bollur
  182. Tikka Masala.
  183. Tvö tonn af osti... tetilla ostasamlokan
  184. Kartöflu-túnfisks-ítalskt salat
  185. Tagliatelle Bolognese eins og ég geri
  186. Kartaflan í örbylgjuofninum
  187. Bruchetta (Basic uppskrift)
  188. Kartöflumós
  189. Hunangssmjör
  190. Súper góð snitta með smurost og ólífum
  191. Papadams forréttur
  192. Tortilla og Krabbasalat
  193. Krabbasalat
  194. Fancy Patatas Bravas
  195. PATATAS BRAVAS
  196. Treo(Hráskinka-aspas-parmaostur)
  197. Tagliatelli Parma
  198. G&T -  ekki fyrir stelpur
  199. Ansjósur barþjónsins
  200. Svartbaunasúpa
  201. Skinkurúlla
  202. Spínatpönnukökur (Gestgjafinn)
  203. Tinto de verano
  204. Húrrandi holl grænmetissúpa
  205. Tortilla de español
  206. Letingjabrauð
  207. Minn Hummus
  208. Papriku og chile sósa
  209. Lambið sem fór til Arabíu
  210. Mango Tango ( Mango curry kjúklingur með hörpudisk)
  211. Avacado mauk
  212. Manchego ostur
  213. Salat með Manchego og hunangsdressingu.
  214. Hunangsdressing
  215. Focaccia samloka með nautahakki
  216. Kúrbíts-gulrótarbrauð
  217. Hvítlauks-salatdressing
  218. Lahmacun
  219. Crêpes
  220. Sinnepssósa
  221. Sinneps kræklingur
  222. Taí  kræklingur
  223. Klettasalatspestó
  224. Kartöflusalat
  225. Verkamannaútgáfa af Paralyzer
  226. Humar og Avacado - match made in heaven
  227. Kúrbítsblóm (Zukkini flowers)
  228. Egyptian Walking Onions
  229. Rauðbeðsídýfa
  230. Belgbaunir með hnetum og hvítlauk
  231. Pizza Pizza. Nokkur ráð
  232. Ógeðslega einfalt (Rjómaostur og sweet and sour tai sósu)
  233. Gulrótar og appelsínu súpa
  234. Gallo Pinto
  235. Dürum
  236. Semi Raita
  237. Chile Olía
  238. DAHL úr rauðum linsum borið fram með Roti, Raita og Mango chutney

 

 


Sveitasæla - Neighbours meets The naked chef og Gordon Ramsey!

Eitt af því besta við að búa í sveitinni eru nágrannarnir. Þetta er smá svona "Neighbours" fílíngur, Neighbours meets The naked chef og Gordon Ramsey!

Það er alltaf gaman að heimsækja hænsnabóndann, sem er mikill matgæðingur með glæsilegt gróðurhús, fiskinn eiginmann og auðvitað fullt hús matar í hænsnakofanum. Og tala ekki um að hafa rekið veitingastað í Danmörku.

Skammt frá okkur búa hjónin á Hálsi, þarf að segja ykkur meira frá þeim næst.

Því miður þurftu nágrannar okkar á horninu að flytja í bæinn, mikil eftirsjá eftir þeim og kanilsnúðunum og fallega rjómanum...fallegi rjóminn fær líka sér færslu síðar.

Svo er það fólkið við hliðin á. Oft borðum við saman. Það er aldrei tekin skýr ákvörðun hvað verður borðað, heldur segjum við hvað til er í kotinu og eldum við svo úr því sem til er.

Einn sér um aðalrétt og hinn meðlætið. Eða báðir elda smárétti. Það fer bara eftir því hvað til er og stemmningu, veðri og vindum.

Og það er þannig með sveitina, að ef eitthvað "vantar" þá er ekki stokkið út í búð. Það er kostur og finnst mér skemmtileg eldamennska, að nota það sem til er og spila eftir eyranu.

pizza

Um daginn var dásamleg frittata og pizza með krydduðu aðbrigði af klettasalati úr garðinum og grænpipars salami.  Það góða við frittata er að hún er upplögð þegar tæma þarf ísskápinn af grænmeti sem er komið á tíma. 

 frittata - soffía

Frittata (fyrir ca 3)

 

  • 5 egg  
  • Sveppir, nokkrir
  • Beikon, 4-5 stk
  • Paprika, !/2 stk
  • Blómkál, 1 bolli eða svo
  • Soðnar kartöflur,skornar í munnbita. 2-3 stk
  • Púrra, lúka eða svo
  • 1-2 hvítlauksrif 
  • Ostur (brauðostur eða parmasen) hálfur bolli, eða bara eftir smekk
  • Salt og pipar 
  • Smjör eða olía til að steikja grænmetið upp úr. 

 

 

Skerið allt grænmeti niður.   Steikið létt á pönnu, sem má fara inn í ofn.  

Hrærið eggjunum saman í skál, þannig að þau verði létt og fluffy. Saltið og piprið

Hellið eggjunum yfir grænmetið á pönnuna og eldið á lágum hita í korter.  

Setjið ost yfir og pönnuna í miðjan ofn á medium heitt grill í 2-3 mín.  Fylgist vel með svo hún brenni ekki.

Um að gera að prófa sig áfram með ýmis hráefni og krydd.  Pepperoni eða skinka passar vel í frittata.

 


Eldhúsbréf II

Nú ert allt í rúst, tókum niður allt sem komið var upp í eldhúsinu mínu. Reyndar var allt bráðabirgða enn sem komið er og því bara gleði að taka það niður því nú verður eldhúsið aðeins flottara. 

Svona leit fína bráðabirgðaeldhúsið mitt út áður en við rifum allt niður.

eldhús 

Hillurnar voru gerðar úr timbri sem ég fann út í garði, ég mun eflaust nota þær í loka-eldhúsinu, bara með fallegri undirstöðum.  Vaskborðið er úr gamalli hurð, hún fer ekki upp aftur.  Spurning hvort ég flísaleggi vaskborðið....hvar fær maður fallegar flísar, svona munstraðar í anda Marokkó eða eins og er í moskunum í Tyrklandi og víðar??

Svo var allt rifið....

eldhús 

Og svo var farið út í garð og mótatimbrið sótt inn og hreinsað og því gluðað á vegginn, sjáum hvernig það kemur út, fyrst ætlum við að lakka og ef við fáum leið á því þá má mála í einhverjum fallegum lit.

eldhús 

 

Ástæða þess að við fórum í framkvæmdir er sú að við keyptum okkur ísskáp, 2 metra stál ísskáp með frysti og því ákváðum við að klæða eldhúsvegginn og koma ísskápnum fyrir á sinn stað.

Það er yndislegt að vera komin með rúmgóðan ísskáp og frysti. Við erum að vera búin að klæða veggina, tek mynd af dýrðinni þegar ísskápurinn er komin á sinn stað.

Ég hef nú ekki mikið eldað í þessu ástandi,en panini grillið nota ég mikið. 

Ég átti það til að skera baguette í litlar sneiðar, sem mér finnst svolítið vesen, þar til mér datt í huga að sneiða það til helminga,bera á það olíu og salt (og krydd eftir stemmningu) og skella því þannig í grillið.  Og svo má skera það niður í hæfilegar einingar áður en maður ber það fram. 

 baguette

 


Sumir hafa gaman af því að máta gallabuxur og eyða peningum í föt. Ég er alltaf í sömu druslunum en drekk góð vín!

Fór í ríkið og keypti fullt af góssi.  Í staðin fyrir að grabba dæmigert kassavín á hraðferð þá fyllti ég kassa af vel völdum vínum og svo er bara að "detta í það"......

Það skemmir ekki fyrir að lenda á skemmtilegum starfsmanni, einhverjum sem virkilega kann að meta góð vín.  Ég lenti á einum góðum og eyddi góðum tíma í búðinni í skemmtilegu spjalli að fara yfir hin og  þessi vín, dýr og ódýr. Fátt skemmtilegra og svo reikar hugurinn um allan heim þegar maður gengur um búðina. Til Afríku og stundanna þar þegar maður skoðar vínin frá Suður Afríku, til elsku besta Spán þegar maður velur sér Rioja og Valdepenas, og svo ævintýrin í Potrúgal, þá sjaldan maður kemur heim með portúgölsk rauðvín.  

Það sem datt í kassann hjá mér var:

RAUÐVÍN

Robertson Winery - Cabernet Sauvignon - 2009 - S - Afríka, 1891 kr

Quinta do portal - Grande Reserva - 2003 - Portúgal,  ca 4500 kr

Santa Alvara - Cabernet Sauvignorn - 2008 - Chile, 1497 kr

Senorio de los Llanos - Valdepenas Gran Reserva - 2002 - Spánn 1899 kr

Hécula - Monastrell - 2008 - Spánn - 1999 kr

Torres, Celeste - Crianza - 2007  - Spánn 2799 kr

 

HVÍTVÍN

Peter Lehmann of the barossa - Riesling - 2008 - Ástralía -  2189 kr

(verð miðast við þegar ég keypti vínin)

 

Ég er meiri rauðvínsmanneskja, það er greinilegt, en gott hvítvín er samt gottttt hvítvín. Og ég hlakka til að smakka hvítvínið. 

Fyrsta vínið sem ég smakkaði var Robertson Winery. Það var bara gott! Virkaði vel eitt og eitt og sér.

Celeste, crianza var mjög góð. Get mælt með henni. 

...Svo bara uppfæri ég þessa færslu með hverju víninu sem ég drekk og læt vita hvernig smakkast.

Hécula er sú sem mér finnst best af því sem ég hef smakkað af ofantöldum vínum.  Hún á eftir að detta í körfuna hjá mér reglulega.

ber

Rioja 2008 - www.soffia.net

Ég enda þessa færslu á orðum Lily Bollinger:

"I drink it when I'm happy and when I'm sad.
Sometimes I drink it when I'm alone.
When I have company I consider it obligatory.
I trifle with it if I'm not hungry and I drink it when I am.
Otherwise I never touch it, unless I'm thirsty."

 

Og ekki gleyma að drekka eitt, tvö sódavatns glös (eða vatn) með hverju vínglasi!

Salud! Sxx

 


Sæt sulta með engum sykri

Þessi fer vel með vöfflunum og holla þurra hrökkbrauðinu.  Ég held að þú getir ekki haft þetta einfaldara....né hollara.  Enda kemur þessi uppskrift frá heilsuhælinnu í Hveragerði.

 jarðaber

 Jarðaberjasulta

  • 100 g döðlur
  • 150 g niðursoðin jarðaber

Sett í pott og hitað.  Maukað saman.  Kælt.

 

Döðlur fara vel með svo mörgu sem þarf að sæta. Eins og t.d krækiberjum.  Það er mjög gott að sjóða þau niður með döðlum og mauka svo og sigta frá krapið. Þá er komið gott saft.

 


Sulta og ýmislegt fleira úr "djúser" hrati

Það eru örugglega margir sem eiga juicervél inn í skáp sem þeir notaaldrei, eflaust mest vegna þess að þeir nenna ekki að þrífa hana, endaer þetta oft ansi subbulegt. A.m.k hjá mér, sama hvað ég reyni að veraskipulögð áður en ég byrja, og reynda því skipulagðari því subbulegraendar þetta hjá mér.  Nema hvað, nú hef ég tekið upp vélina og er búinað gera djús á hverjum morgni í svolítinn tíma.

Í fyrsta lagifinnst mér fátt betra en nýkreystur appelsínusafi.  Í öðru lagi þá ersama hvað maður setur þarna í gegn og hvað maður mixar saman, mérfinnst þetta yfirleitt allt verða mjög gott.  


En annað sem fólki leiðist við djúsgerð er hratið sem verður eftir, en örvæntið ekki.  Það má sko nýta það á svo marga vegu.
Og ef þið vitið ekki hvað þið viljið gera við það, eða hafið ekki tíma í að nýta það þá má alltaf frysta það!

sulta

Sultu-marmelaðe

Ég gerði djús um daginn úr appelsínum, bláberjum, krækiberjum, melónu og gulrótum.  Svo tók maðurinn minn allt heila klabbið sem varð eftir og setti í pott ásamt sykri og smá rauðvíni og lét sjóða í klukkustund.

Í sultuna fóru 2 appelsínur, lúka af bláberjum, lúka af krækiberjum, 1/4 melóna og 1 gulrót.  Hlutföllin voru u.þ.b einn á móti hálfum af sykri og svo notaði hann góða slettu eða um 1 dl af rauðvíni.

Svo er ýmislegt annað sem hægt er að nota þessa ljúffengu afganga í í, t.d:

Epla og gulrótar afganga má nota í muffins
Grænmetisafganga er hægt að nota í ommelettur
Ef þið gerið kartöfludjús, þá má nota hratið og setja það í pönnukökudeig

 


Biscotti - það er nauðsynlegt að prófa að baka biscotti a.m.k einu sinni

Það er ekki flókið að baka Biscotti, en smá dudd og gluð.  Því tilvalið að eyða köldum rigningardegi inn í hlýunni og baka biscotti með kaffinu.

Þið fáið um 30 stk úr þessari uppskrift. Þessar kökur geymast í loftþéttu íláti í nokkrar viku.  Nema á mínu heimili þegar gesti ber að garði, þá endast þær ekki út daginn.

biscotti

Biscotti með heslihnetum og möndlum

  • 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
  • 100 g möndlur (flögur eða heilar)
  • 120 g 70% súkkulaði
  • 210 g púðursykur
  • 230 g hveiti
  • 30 g Kókó
  • 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 3 stór egg
  • 1 1/2 tsk vanilludropar


Hitið ofn í 150 °c

Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)

Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti

þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara.  Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.

Bætið hnetunum við og blandið vel saman,

Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu.  (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.

Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur.  Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.

Kælið á grind

 


Með ánægju og kartöflum

Smá saga....Eitt af mínum uppáhalds orðum er orðið uppskera.  Og það er nú ekki meiri speki á bak við það en sú að þegar ég var mun yngri og las Andrés önd, þá var þar saga í einu blaðinu þar sem Andrés sýður sér fisk og fer út í garð og nær sér í nokkrar kartöflur úr garðinum, orðið uppskera kom fyrir í sögunni og svo fannst mér þetta svo girnileg uppskera.  Nú er ég eiginlega tilneydd til að finna þessa sögu og ramma hana inn og hengja  upp á vegg inn í eldhús.

Með ánægju og kartöflum er  frasi sem er fastur í hausnum á mér eftir að hafa heyrt hann í Andrésblaði fyrir margt löngu og get notað hann við ótal tilefni.

Ég sé það að maður þarf að fara að grafa upp gömlu góðu Andrésblöðin.  En það var mikil gleði fyrir 25 árum eða svo að fara vikulega út í bókabúðina í hverfinu með ömmu gömlu og sækja nýjasta Andrésblaðið.

Góð saga...

kartöflur

Og talandi um uppskeru og kartöflur.  Nú fara menn að taka upp kartöflur, við erum með stórann garð og því ansi mikið magn af kartöflum.  Það er því ekki úr vegi að fara að sanka að sér skemmtilegum kartöfluuppskriftum.

kartöflur


Ég er með litla bók eingöngu með kartöfluuppskriftum og höfum við sett okkur það fyrir að elda allar uppskriftirnar í þessari bók, byrja á fyrstu og enda á síðust... ég hef nú þegar eldað nokkra rétti úr þessari bók.

Þar á meðal kartöflubrauð sem heppnaðist einstaklega vel.  Ég átti ekki nýmjólkurduft en minnkaði vatnið um 50 ml og notaði 50 ml mjólk í staðin. 

kartöflubrauð 

 

Kartöflubrauð

  • 500 g mjölmiklar kartöflur, afhýddar og skornar í fernt
  • 7 g þurrger
  • 400 - 500 g hveiti
  • 1 tsk salt
  • 2 msk nýmjólkurduft (sem ég sleppti en setti 50 ml nýmjólk í staðin)
  • 25 g ferskur graslaukur, smátt saxaður
  • 1 eggjahvíta
  • Sólblómafræ til að dreifa ofan á


Sjóðið kartöflur.

Smyrjið 25 cm kökuform, setjið smjörpappír í botninn.

Leysið gerið ásamt sykri og 60 ml volgu vatni.  Hyljið með klút eða plastfilmu.  Látið standa þar til freyðir.

Blandið saman 435 g af hveiti ásamt salti og nýmjólkurdufti. Blandið vel saman við kartöflum og graslauk og þvínæst gerlausninni.  Bætið við hveiti eftir þörf til að gera deigið mjúkt.

Hnoðið þar til það er mjúkt og teygjanlegt.  Setjið í olíuborna skál, berið olíu ofan á deigið.  Hyljið skálina og látið lyfta sér á volgum stað í klst.  Sláið það niður og noðið áfram í 1 mín.  Skiptið í 12 bollur.

Skiptið deigi til helminga og gerið 6 bollur úr hverju deigi.  Leggið bollurnar í kökuformið, eina bollu í mitt formið og 5 bollur í kringum hana.  Leggið svo aðra bollu ofan á miðju bolluna og bollur í kringum hana, þetta verður semsagt í tveim lögum.  (Það mætti líka hafa þetta sem stakar bollur). Leggið filmu, poka eða rakt viskastykki yfir og hvílið í 45 mín.

Hitið ofn í 210°c.  Blandið eggjahvítu við 2 msk af köldu vatni og penslið deigið, stráið svo sólblómafræunum yfir.

Bakið í 15 mín, lækkið svo hitann í 180°c.  Bakið í um hálftíma eða þar til brauðið er tilbúið.  Takið úr ofninum og látið standa í 10 mín áður en brauðið er tekið úr forminu.  

 kartöflubrauð

 


Roti með kjúklingabaunum og Dahl með grænum linsubaunum

Ég bauð hænsnabóndanum í mat.  Hún á samkynhneigðan hana sem er með fjaðurskreytta leggi og hann býr með þó nokkrum hænum. Það verður fróðlegt að sjá hvort það koma ekki einhver egg í vetur.

Það er alveg frábært að hafa hænur í næsta húsi, því allir matarafgangar fara í sér fötu og svo beint í hænurnar, því það er fátt leiðinlegra en að henda mat.  En þarna er honum vel varið.  Og svo dekrar maður þær stundum með að setja girnilega afganga í fötuna frekar en í frystinn.

hæna

Svona litu þessar elskur út fyrir nokkrum mánuðum, en í dag eru þetta stálpaðar hænur.

ungi

Eins og ég sagði ykkur frá síðast þá gerði ég mango chutney sem heppnaðist svo vel og einnig var ég búin að þurrka kjúklingabaunir úr dós til að setja saman við Roti þannig að ég ákvað að slá upp indverskri veislu handa nágranna mínum, hænsnabóndanum.

dahl

Ég hafði verið að lesa mér til um Gram hveiti sem er gert úr þurrum kjúklingabaunum.  En þar sem ég átti bara baunir í vökva í dós þá ákvað ég að gera tilraunir.  Ég þurrkaði þær í ofni við lágan hita (um 100°c ) og lét þær svo standa út á borði yfir nóttina.

Roti með kjúklingabaunum

  • Kjúklingabaunir í dós, þurrkaðar
  • 1 dl Hveiti
  • ca 1/2 dl vatn
  • 1 tsk salt

 

Maukið baunirnar í mixer, þær verða blautari við það þar sem þær hafa ekki þornað alveg í gegn.  En það er bara gott.  Það mætti líka setja baunirnar beint úr dósinni í deigið (sía vökvann þó frá)

Blandið saman 1 dl af hveiti, kjúklingabaununum og ca 1/2  af volgu vatni  og hnoðið þar til þetta er farið að líta út eins og pizzadeig.  Búið til litlar kúlur og fletjið út í þunnar kökur (svona eins og mexikóskar tortillur).  Hitið pönnu vel (ég notaði pönnukökupönnuna mína) og setjið smá matarolíu á hana.  Steikið kökurnar á hvorri hlið í ca 30 sek. á hlið.   leggið síðan spaða eða bak á skeið og þrýstið á kökuna til að fá loft inn í hana. 

Þetta myndband hér sýnir frábærlega vel hvernig Roti er gert.

Svo gerði ég Dalh úr því sem til var, ásamt  nýuppteknum kartöflum.

 dahl

Dahl með grænum linsubaunum og kartöflum

  • Grænar linsubaunir, 1 dós (eða sjóða þurrkaðar)
  • Spínat, 2-3 lúkur
  • Tómatar í dós, chrushed
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður, en ekkert of smátt
  • 1/2 laukur, saxaður
  • 1-2 hvítlauksrif
  • Græn paprika
  • Nokkrar kartöflur, skornar í litla munnbita
  • Salt
  • Pipar
  • Olía
  • 2 msk smjör
  • Krydd frá Vindalookit-inu frá Cape herb and spice company sem fæst í Nóatúni


Grænmeti og krydd steikt lauslega upp úr olíu og smá smjöri, baunum og tómötum í dós ásamt spínatinu bætt við.  Látið malla þar til kartöflur eru soðnar í gegn.

Ég notaði smá af vindaloo kryddinu, EKKI ALLAR dósirnar, bara smáúr hverri dollu, 1/2 tsk eða svo.  Þetta er fremur sterkt krydd þannig að smakkið ykkur bara til. 

Dahl er hægt að krydda á svo marga vegu, túrmerik eða eitthvað karry, garam masala,  chili og hvítlaukur  gera mikið.

 

Þegar gesturinn mætti bauð ég upp á hummus.  Ég notaði organic curry rub út í, það var rosalega gott.

 hummus

 Hummus

  • 1 dós kjúklingabaunir, skola lítillega
  • 2-3 tsk organic curry rub
  • 1-2 tsk salt
  • 3-4 msk Ólífuolía
  • Ólífuolía til að dreypa yfir
  • Paprikuduft, 1 tsk eða svo

Öllu maukað saman í mixer Sett í skál og góðri ólífuolíu og smá paprikudufti stráð yfir.

 


Heimagert mango chutney og indversk veisla

Ég bjó til mango chutney sem heppnaðist rosalega vel, fyrst renndi ég yfir nokkrar uppskriftir á netinu, nennti ekki að lesa þær mjög nákvæmlega, tók svona helsta samnefnarann og gluðaði öllu á pönnu.  Sá að einhverjar uppskriftir kröfðust meira dudds en aðrar, en ég gerði þetta eins einfalt og ég gat.  Þetta varð fáránlega gott!

Ástæðan fyrir að ég fór að gera mango chutney var sú að kvöldið áður fór ég að þurrka kjúklingabaunir til að gera roti kökur, það er önnur saga...


Og þar sem ég var komin með kjúklingabauna roti og mango chutney, þá varð ég að gera einhvern rétt með þessu og úr varð Dahl með grænum linsum og samtíningi úr ísskápnum, meir um það næst.

mango

Mango chutney ( fyrir ca 4 en mæli alveg með að gera meira magn, það má setja þetta í krukkur og geyma)

  • 1 mangó, skorinn í teninga
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn í þunna strimla
  • Lúka af rúsínum
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 2 msk eplaedik
  • 5-6 msk sykur
  • Krydd
  • Salt
  • Olía


Hitið olíu og látið rauðlauk, hvítlauk, mangó og rúsínur malla í nokkrar mínútur, bætið við sykri og epla ediki. 

 mangó

Kryddið hitaði ég í olíu á annarri pönnu í 5 mín eða svo og bætti því svo við mangóið. 

Mallið við lágan hita í 30 - 40 mín.

Svo er þetta maukað eftir hentisemi í matvinnsluvél, mér finnst gott að hafa þetta svolítið "chunky".

Það er hægt að krydda eins og manni sýnist, t.d með garam masala, túrmerik, cumin fræjum, kóríander fræjum, chili flögum eða einhverjum indverskum kryddum.

krydd

Ég á indversk krydd sem fást m.a annars í Krónunni og Nóatúni, og notaði eitthvað af þeim. Þetta eru rosalega góð indversk krydd frá The Cape herb and spice company.


Ég notaði smá úr öllum boxunum frá Lamb vindaloo kit-inu.


Og hér er kennt hvernig skera má mangó: www.simplyrecipes.com


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband