Sushi trefill og makizushi

Prjónaði þennan fína trefill, hann leynir á sér, virðist ósköp látlaus þar tiiiiil ég er búin að rúlla honum upp, þá er hann awesome.  Alveg eins og sushi biti með tuna og avacado.

www.soffia.net

 

www.soffia.net

 

Er þá ekki við hæfi að henda inn uppskrift af Makizushi?

Það er fremur einfalt að búa til sushi.  Og með bambus mottu er það leikur einn að rúlla upp nori örkinni með gúmelaðinu.  Það er fullt af síðum á netinu sem sýna skref fyrir skref hvernig á að gera þetta, og einnig má finna video með leiðbeiningum á Youtube.

 

Makizushi

  • Nori
  • Sushi hrísgrjón
  • Túnfisksteik
  • Avacado
  • Vorlaukur
  • Mirim
  • Súrsað engifer
  • Wasabi
  • Soya

Það er algjört must að þegar búið er að hreinsa og sjóða hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum að bæta við slatta af mirim!  

Makið hrísgrjónum á nori örk, raðið svo á hráum túnfisk og avacado sem hefur verið skorið í strimla og vorlauk sem hefur verið klofin í tvennt eða þrennt. Sumir setja smá wasabi á hrísgrjónin inn í rúllunna. 

Rúllið upp.  Skerið í "sneiðar" 

Berið fram með súrsuðu engifer, soya og wasabi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband